Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2021 13:03 Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi en félagið hennar verður gestgjafi á landsfundinum á Selfossi miðvikudaginn 26. maí. Magnús Hlynur Hreiðarsson Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. Það er Félag eldri borgara á Selfossi, sem er gestgjafi landsþingsins sem fer fram miðvikudaginn 26. maí á Hótel Selfossi. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu sækja fundinn. En hvað á aðallega að ræða á landsfundinum? Guðfinna Ólafsdóttir er formaður félagsins á Selfossi. „Það eru náttúrulega bara kjör okkar, það er alltaf verið að tala um þau og aðbúnað eldri borgara. Það eru vandamál með alls konar þegar heilsan bilar og svona,“ segir Guðfinna. Guðfinna segir að Covid hafi verið illa í eldri borgara og margir hafi einangrast á heimilum sínum en vonandi sé ástandið að lagast. „Konurnar sitja heima og prjóna, þær finna sér alltaf eitthvað. En ég held að fólki hljóti að hafa farið aftur eins og þeir sem ekki hafa getað farið neitt, ég held að þetta sé búið að vera erfitt. Ástandið hefur líka reynst heilbrigðu ungu fólki erfitt, svo það er rétt hægt að ýminda sér hvernig þetta er hjá eldra fólki.“ Guðfinna segir að eitt að þeim málum sem eldri borgarar eru að berjast fyrir sé að fá réttindagæslumann líkt of Landssamtökin Þroskahjálp hefur, sem ríkið mundi útvega en hlutverk starfsmannsins yrði að berjast fyrir réttindum eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, núverandi formaður Landssambands eldri borgara gefur ekki kost á sér áfram og því verður nýr formaður kjörinn á þinginu á Selfossi. „Já, það er Helgi Pétursson, betur þekktur sem meðlimur Ríó tríósins og hann hefur verið að starfa mikið fyrir Gráa herinn en Grái herinn er í málsókn við ríkið út af þessum skerðingum, svo við vitum ekki hvað kemur út úr því. Ég bind miklar vonir við Helga, hann er allavega tilbúin að taka formennskuna að sér“, segir Guðfinna. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu koma á Selfoss á landsfundinn, sem verður í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Það er Félag eldri borgara á Selfossi, sem er gestgjafi landsþingsins sem fer fram miðvikudaginn 26. maí á Hótel Selfossi. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu sækja fundinn. En hvað á aðallega að ræða á landsfundinum? Guðfinna Ólafsdóttir er formaður félagsins á Selfossi. „Það eru náttúrulega bara kjör okkar, það er alltaf verið að tala um þau og aðbúnað eldri borgara. Það eru vandamál með alls konar þegar heilsan bilar og svona,“ segir Guðfinna. Guðfinna segir að Covid hafi verið illa í eldri borgara og margir hafi einangrast á heimilum sínum en vonandi sé ástandið að lagast. „Konurnar sitja heima og prjóna, þær finna sér alltaf eitthvað. En ég held að fólki hljóti að hafa farið aftur eins og þeir sem ekki hafa getað farið neitt, ég held að þetta sé búið að vera erfitt. Ástandið hefur líka reynst heilbrigðu ungu fólki erfitt, svo það er rétt hægt að ýminda sér hvernig þetta er hjá eldra fólki.“ Guðfinna segir að eitt að þeim málum sem eldri borgarar eru að berjast fyrir sé að fá réttindagæslumann líkt of Landssamtökin Þroskahjálp hefur, sem ríkið mundi útvega en hlutverk starfsmannsins yrði að berjast fyrir réttindum eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, núverandi formaður Landssambands eldri borgara gefur ekki kost á sér áfram og því verður nýr formaður kjörinn á þinginu á Selfossi. „Já, það er Helgi Pétursson, betur þekktur sem meðlimur Ríó tríósins og hann hefur verið að starfa mikið fyrir Gráa herinn en Grái herinn er í málsókn við ríkið út af þessum skerðingum, svo við vitum ekki hvað kemur út úr því. Ég bind miklar vonir við Helga, hann er allavega tilbúin að taka formennskuna að sér“, segir Guðfinna. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu koma á Selfoss á landsfundinn, sem verður í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira