Litagleði hjá Sif Benedictu og Drífu Líftóru Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. maí 2021 11:00 Fyrirsæturnar Anna Brauna, Dagmar Kaldal og Jóna G. Guðmundsdóttir ásamt hönnuðinum Halldóru Sif Guðlaugsdóttur, eiganda Sif Benedicta. Vísir/Sylvía Rut Þriðja lína Sif Benedikta var frumsýnd á HönnunarMars og er þetta í fyrsta skipti sem merkið sýnir fatnað. Drífa Líftóra sýndi einnig nýja handþrykkta línu á þessari flottu tískusýningu. Sif Benedicta er íslenskt fylgihlutamerki sem var stofnað árið 2016 af Halldóru Sif Guðlaugsdóttur fatahönnuði með það í huga að framleiða tímalausar, fallegar, endinga góðar tísku- og hönnunarvörur. Áherslur Sif Benedicta eru á hönnun fylgihluta eins og töskur, slæður, eyrnalokka og hárskraut sem standast tímans tönn í tilliti bæði til útlits og endingu. Halldóra leggur mikla áherslu á form og hefur hún næmt auga fyrir smáatriðum. Litasamsetningarnar eru oft óvæntar en útkoman virkilega áhugaverð. Þriðja lína Sif Benedicta var unnin í samstarfi með Brynju Skjaldar búningahönnuði og stílista. Það var sól og sumar á tískusýningu þeirra í safni Einars Jónssonar á HönnunarMars. Ljósir litir, sumarleg munstur og sundfatnaður í bland við flotta fylgihluti. Flíkurnar fullkomna lúkkið hjá Sif Benedictu og ýta hönnuninni í nýjar áttir. Halldóra og Brynja vildu finna jafnvægi á milli litagleði og fortíðarþrá og hinnar hefðbundnu klæðskeralistar og fáguninni sem henni fylgir. Í línunni er unnið með andstæður frá 70‘s rómantíska áratugnum og stífleikanum sem oft fylgir góðum hefðbundnum klæðskurði á flíkum. Grænir og rauðir litir voru áberandi í þriðju línu Sif Benedicta.Vísir/Sylvía Rut Eftir tískusýninguna um helgina færðu gestir sig út í garð í sólina og gengu fyrirsæturnar þar á milli fólks svo hægt var að skoða flíkurnar enn betur. View this post on Instagram A post shared by SIF BENEDICTA (@sifbenedicta) „Við vildum finna jafnvægi á milli litagleði og fortíðarþrá og hinnar hefðbundnu klæðskeralistar og fáguninni sem henni fylgir,“ segir Halldóra um línuna. View this post on Instagram A post shared by SIF BENEDICTA (@sifbenedicta) Halldóra Sif Guðlaugsdóttir stundaði klæðskeranám í Danmörku og lærði seinna fatahönnun í LHÍ. Hluta af náminu sínu í LHÍ var hún lærlingur hjá Olympia-Le-tan. Eftir nám starfaði Halldóra Sif hjá Alexander McQueen í London. Þegar hún snéri aftur til Íslands eftir störf sín þar, stofnaði hún Sif Benedicta með eiginmanni sínum Kristni Péturssyni. Frá sýningu Sif Benedicta á HönnunarMars.Vísir/Sylvía Rut Það sem leynist bak við skugga 4. víddar Á sýningunni er einnig sýnd hönnun Drífu Líftóru og héldu þær sameiginlega tískusýningu. Hennar verkefni nefnist Það sem leynist bak við skugga 4. víddar sem er einstaklega falleg handþrykkt fatalína. Mynstrin ganga hvert upp í annað sem gefur af sér mjög lifandi fatalínu þar sem þú getur ráðið hvort þú viljir leiðast á slóðir bráðnandi blóma, drungalegra drauga eða válegra völundarhúsa? Drífa LíftóraVísir/Sylvía Rut Fatalínan er sprottin upp úr pælingum höfundar um myrkfælni sem völundarhús hugans og bjögunina sem á sér stað í skuggaspili. Sú hugmynd gaf af sér tvo mynstur flokka þar sem öll mynstur innan hvers flokks geta bæði staðið sér og gengið upp í hvort annað. Þannig er hægt að skeyta mismunandi mynstrum saman á ótal vegu. Efnin eru öll handþrykkt af Drífu sjálfri sem verður á staðnum til að hjálpa hverjum þeim sem vill að færa fleiri mynstur inn í sitt líf. View this post on Instagram A post shared by Sophie K (@sophiedavina) Drífa Líftóra útskrifaðist með BA próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2014. Eftir stutta viðkomu í London þar sem hún vann sem starfsnemi fyrir fyrirtækið KTZ hélt Drífa til Parísar í meistaranám. Drífa að störfum. Hún útskrifaðist með MA gráðu frá Paris College of Art vorið 2017. Haustið 2018 hóf hún nám við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með diplómu vorið 2020. Drífa Líftóra hlaut styrk frá hönnunarsjóði til að láta fatalínuna Það sem leynist bak við skugga 4. víddar verða að veruleika. Drífa Líftóra. Vísir/Sylvía Rut Sýning hönnuðanna beggja fer fram á Listasafni Einars Jónssonar sem skapaði fullkomna stemningu fyrir þessar nýju línur. Sýningin er opin frá 12 til 17 í dag. Uppfært: Í fyrri útgáfu greinar vantaði nafn Drífu Líftóru og biðjumst við velvirðingar á því. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Lokadagur HönnunarMars: Síðasta séns að berja sýningarnar augum Lokadagur HönnunarMars í maí er runninn upp og því síðasta séns að sjá forvitnlegar sýningar hátíðarinnar, sem flestar loka eftir daginn í dag. 23. maí 2021 08:39 Halda uppboð á frumgerðum hönnuðanna í Ásmundarsal Á morgun fer fram sérstakt uppboð í Ásmundarsal á milli 15:00 og 17:00. Á uppboðinu verða hlutir sýningarinnar Hlutverks til sölu og verður Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs í hlutverki uppboðsstjóra. 22. maí 2021 17:30 Hönnuðu svefngrímur úr flugfreyjuslæðum sem teknar voru úr umferð eftir samrunann Hönnunarteymið Flokk till you Drop fékk skemmtilegt verkefni upp í hendurnar vegna samruna Air Iceland Connect og Icelandair. 22. maí 2021 15:01 Hannaði flíkur úr fljótandi efni sem hægt er að bræða og endurmóta „Ég hef verið að vinna í allskonar verkefnum undanfarna mánuði, sýna verkin mín á sýningum erlendis og halda fyrirlestra í gegnum netið. Búið að vera mikið að gera sem er yndislegt,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Sif Benedicta er íslenskt fylgihlutamerki sem var stofnað árið 2016 af Halldóru Sif Guðlaugsdóttur fatahönnuði með það í huga að framleiða tímalausar, fallegar, endinga góðar tísku- og hönnunarvörur. Áherslur Sif Benedicta eru á hönnun fylgihluta eins og töskur, slæður, eyrnalokka og hárskraut sem standast tímans tönn í tilliti bæði til útlits og endingu. Halldóra leggur mikla áherslu á form og hefur hún næmt auga fyrir smáatriðum. Litasamsetningarnar eru oft óvæntar en útkoman virkilega áhugaverð. Þriðja lína Sif Benedicta var unnin í samstarfi með Brynju Skjaldar búningahönnuði og stílista. Það var sól og sumar á tískusýningu þeirra í safni Einars Jónssonar á HönnunarMars. Ljósir litir, sumarleg munstur og sundfatnaður í bland við flotta fylgihluti. Flíkurnar fullkomna lúkkið hjá Sif Benedictu og ýta hönnuninni í nýjar áttir. Halldóra og Brynja vildu finna jafnvægi á milli litagleði og fortíðarþrá og hinnar hefðbundnu klæðskeralistar og fáguninni sem henni fylgir. Í línunni er unnið með andstæður frá 70‘s rómantíska áratugnum og stífleikanum sem oft fylgir góðum hefðbundnum klæðskurði á flíkum. Grænir og rauðir litir voru áberandi í þriðju línu Sif Benedicta.Vísir/Sylvía Rut Eftir tískusýninguna um helgina færðu gestir sig út í garð í sólina og gengu fyrirsæturnar þar á milli fólks svo hægt var að skoða flíkurnar enn betur. View this post on Instagram A post shared by SIF BENEDICTA (@sifbenedicta) „Við vildum finna jafnvægi á milli litagleði og fortíðarþrá og hinnar hefðbundnu klæðskeralistar og fáguninni sem henni fylgir,“ segir Halldóra um línuna. View this post on Instagram A post shared by SIF BENEDICTA (@sifbenedicta) Halldóra Sif Guðlaugsdóttir stundaði klæðskeranám í Danmörku og lærði seinna fatahönnun í LHÍ. Hluta af náminu sínu í LHÍ var hún lærlingur hjá Olympia-Le-tan. Eftir nám starfaði Halldóra Sif hjá Alexander McQueen í London. Þegar hún snéri aftur til Íslands eftir störf sín þar, stofnaði hún Sif Benedicta með eiginmanni sínum Kristni Péturssyni. Frá sýningu Sif Benedicta á HönnunarMars.Vísir/Sylvía Rut Það sem leynist bak við skugga 4. víddar Á sýningunni er einnig sýnd hönnun Drífu Líftóru og héldu þær sameiginlega tískusýningu. Hennar verkefni nefnist Það sem leynist bak við skugga 4. víddar sem er einstaklega falleg handþrykkt fatalína. Mynstrin ganga hvert upp í annað sem gefur af sér mjög lifandi fatalínu þar sem þú getur ráðið hvort þú viljir leiðast á slóðir bráðnandi blóma, drungalegra drauga eða válegra völundarhúsa? Drífa LíftóraVísir/Sylvía Rut Fatalínan er sprottin upp úr pælingum höfundar um myrkfælni sem völundarhús hugans og bjögunina sem á sér stað í skuggaspili. Sú hugmynd gaf af sér tvo mynstur flokka þar sem öll mynstur innan hvers flokks geta bæði staðið sér og gengið upp í hvort annað. Þannig er hægt að skeyta mismunandi mynstrum saman á ótal vegu. Efnin eru öll handþrykkt af Drífu sjálfri sem verður á staðnum til að hjálpa hverjum þeim sem vill að færa fleiri mynstur inn í sitt líf. View this post on Instagram A post shared by Sophie K (@sophiedavina) Drífa Líftóra útskrifaðist með BA próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2014. Eftir stutta viðkomu í London þar sem hún vann sem starfsnemi fyrir fyrirtækið KTZ hélt Drífa til Parísar í meistaranám. Drífa að störfum. Hún útskrifaðist með MA gráðu frá Paris College of Art vorið 2017. Haustið 2018 hóf hún nám við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með diplómu vorið 2020. Drífa Líftóra hlaut styrk frá hönnunarsjóði til að láta fatalínuna Það sem leynist bak við skugga 4. víddar verða að veruleika. Drífa Líftóra. Vísir/Sylvía Rut Sýning hönnuðanna beggja fer fram á Listasafni Einars Jónssonar sem skapaði fullkomna stemningu fyrir þessar nýju línur. Sýningin er opin frá 12 til 17 í dag. Uppfært: Í fyrri útgáfu greinar vantaði nafn Drífu Líftóru og biðjumst við velvirðingar á því.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Lokadagur HönnunarMars: Síðasta séns að berja sýningarnar augum Lokadagur HönnunarMars í maí er runninn upp og því síðasta séns að sjá forvitnlegar sýningar hátíðarinnar, sem flestar loka eftir daginn í dag. 23. maí 2021 08:39 Halda uppboð á frumgerðum hönnuðanna í Ásmundarsal Á morgun fer fram sérstakt uppboð í Ásmundarsal á milli 15:00 og 17:00. Á uppboðinu verða hlutir sýningarinnar Hlutverks til sölu og verður Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs í hlutverki uppboðsstjóra. 22. maí 2021 17:30 Hönnuðu svefngrímur úr flugfreyjuslæðum sem teknar voru úr umferð eftir samrunann Hönnunarteymið Flokk till you Drop fékk skemmtilegt verkefni upp í hendurnar vegna samruna Air Iceland Connect og Icelandair. 22. maí 2021 15:01 Hannaði flíkur úr fljótandi efni sem hægt er að bræða og endurmóta „Ég hef verið að vinna í allskonar verkefnum undanfarna mánuði, sýna verkin mín á sýningum erlendis og halda fyrirlestra í gegnum netið. Búið að vera mikið að gera sem er yndislegt,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Lokadagur HönnunarMars: Síðasta séns að berja sýningarnar augum Lokadagur HönnunarMars í maí er runninn upp og því síðasta séns að sjá forvitnlegar sýningar hátíðarinnar, sem flestar loka eftir daginn í dag. 23. maí 2021 08:39
Halda uppboð á frumgerðum hönnuðanna í Ásmundarsal Á morgun fer fram sérstakt uppboð í Ásmundarsal á milli 15:00 og 17:00. Á uppboðinu verða hlutir sýningarinnar Hlutverks til sölu og verður Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs í hlutverki uppboðsstjóra. 22. maí 2021 17:30
Hönnuðu svefngrímur úr flugfreyjuslæðum sem teknar voru úr umferð eftir samrunann Hönnunarteymið Flokk till you Drop fékk skemmtilegt verkefni upp í hendurnar vegna samruna Air Iceland Connect og Icelandair. 22. maí 2021 15:01
Hannaði flíkur úr fljótandi efni sem hægt er að bræða og endurmóta „Ég hef verið að vinna í allskonar verkefnum undanfarna mánuði, sýna verkin mín á sýningum erlendis og halda fyrirlestra í gegnum netið. Búið að vera mikið að gera sem er yndislegt,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. 22. maí 2021 11:44