„Þetta var í raun bara illa gert hjá mér“ Atli Arason skrifar 22. maí 2021 19:42 Hörður Axel skýtur að körfunni. vísir/anton Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavík, var gífurlega létt eftir fjögurra stiga sigur Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Um tíma leit út fyrir að Keflavík væri að fara að tapa sínum fyrsta heimaleik í vetur en Stólarnir voru yfir langan part leiksins og voru meðal annars með eins stigs forskot og áttu boltann þegar mínúta var eftir af leiknum. „Ég er virkilega ánægður að hafa sloppið frá þessum leik, þeir voru rosalega ‚physical‘ og rosalega góðir. Að sama skapi vorum við mjög flatir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að ræða um það fyrir leik, verandi 2-0 yfir þá er hætta á þessu. Við náum svo að snúa þessu við í þriðja leikhluta með meiri orku í rauninni. Við hækkuðum orkustigið sem var frábært,“ Sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik. „Við vorum að framkvæma vel síðustu þrjár til fimm mínúturnar, þar sem við erum að mjólka það sem okkur fannst virka vel í gegnum leikinn. Svo fengum við þau stopp sem við þurftum á að halda.“ Í öðrum leikhluta var Hörður að útskýra fyrir einum dómara leiksins hvað væri villa beint fyrir framan fjölmiðla aðstöðuna, eftir að honum fannst vera brotið á sér undir körfunni. Hörður var spurður út í þessar viðræður hans við dómarann. „Þetta er bara hluti af leiknum, manni finnst alltaf verið brotið á sér. Ég fór yfir það með sjálfum mér í hálfleik að þetta var í raun bara illa gert hjá mér. Ég var mikið að keyra á körfuna og leita af snertingu í stað þess að fara í einföld skot. Ég breytti því í seinni hálfleik,“ svaraði Hörður. Hörður og félagar eru komnir í sjaldséð frí. Ef einhver viðureign átta liða úrslitanna fer alla leið í oddaleik þá fá Keflvíkingar að minnsta kosti viku pásu frá körfubolta. Hörður er samt ekki á því að taka fótinn af bensíngjöfinni og halda einhvern Eurovision fagnað í kvöld. „Alls ekki. Við erum bara á okkar vegferð. Þótt við séum komnir í gegnum átta liða úrslit þá erum við ekkert komnir þangað sem okkur langar að vera. Við fögnum þegar því takmarki er náð,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður að hafa sloppið frá þessum leik, þeir voru rosalega ‚physical‘ og rosalega góðir. Að sama skapi vorum við mjög flatir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að ræða um það fyrir leik, verandi 2-0 yfir þá er hætta á þessu. Við náum svo að snúa þessu við í þriðja leikhluta með meiri orku í rauninni. Við hækkuðum orkustigið sem var frábært,“ Sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik. „Við vorum að framkvæma vel síðustu þrjár til fimm mínúturnar, þar sem við erum að mjólka það sem okkur fannst virka vel í gegnum leikinn. Svo fengum við þau stopp sem við þurftum á að halda.“ Í öðrum leikhluta var Hörður að útskýra fyrir einum dómara leiksins hvað væri villa beint fyrir framan fjölmiðla aðstöðuna, eftir að honum fannst vera brotið á sér undir körfunni. Hörður var spurður út í þessar viðræður hans við dómarann. „Þetta er bara hluti af leiknum, manni finnst alltaf verið brotið á sér. Ég fór yfir það með sjálfum mér í hálfleik að þetta var í raun bara illa gert hjá mér. Ég var mikið að keyra á körfuna og leita af snertingu í stað þess að fara í einföld skot. Ég breytti því í seinni hálfleik,“ svaraði Hörður. Hörður og félagar eru komnir í sjaldséð frí. Ef einhver viðureign átta liða úrslitanna fer alla leið í oddaleik þá fá Keflvíkingar að minnsta kosti viku pásu frá körfubolta. Hörður er samt ekki á því að taka fótinn af bensíngjöfinni og halda einhvern Eurovision fagnað í kvöld. „Alls ekki. Við erum bara á okkar vegferð. Þótt við séum komnir í gegnum átta liða úrslit þá erum við ekkert komnir þangað sem okkur langar að vera. Við fögnum þegar því takmarki er náð,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46