„Gerðum það sem við þurftum til að vinna leikinn“ Andri Gíslason skrifar 22. maí 2021 18:24 Rúnar var stoltur af sínum mönnum í dag. vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson var ánægður með frammistöðu síns liðs þegar KR-ingar unnu FH á Kaplakrikavelli í dag. „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“ Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55