Sigurhæðir er ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2021 13:04 Fjórar af konunum, sem koma að starfsemi Sigurhæða á Selfossi. Frá vinstri, Elísabet Valtýsdóttir frá Soroptimistaklúbbi Suðurlands, Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri, Elísabet Lorange, teymisstjóri og Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurhæðir er ný starfsemi á Suðurlandi, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis í landshlutanum. Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu en mikil eftirspurn er eftir þjónustu Sigurhæða, sem er gjaldfrjáls. Sigurhæðir tók til starfa 20. mars síðastliðinn í húsnæði við Skólavelli 1 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki Sigurhæða, auk ýmissa annarra aðila. Hildur Jónsdóttir er verkefnisstjóri Sigurhæða. „Við erum sem sagt fyrsta úrræðið, sem er boðið þessum hópi, þolendum kynbundins ofbeldis, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin hafi fengið ótrúlegar góðar viðtökur. „Já, þannig er, af því að við erum með þessa öflugu samstarfsfélaga og erum samstarfsverkefni. Það er Soroptimistaklúbbur Suðurlands, sem hafði frumkvæði að verkefninu en kallaði alla þessa aðila saman, sem undantekningarlaust tóku okkur fagnandi og stundum komu þessi skemmtilegu viðbrögð, „Já, við erum búin að vera að bíða eftir svona frumkvæði úr grasrótinni.““ Allar konur, 18 ára og eldri geta sóttu þjónustu Sigurhæðar sér að kostnaðarlausu. Hildur segir starfið fara mjög vel af stað og mikil aðsókn sé í viðtöl og ráðgjöf hjá Sigurhæðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð er í teyminu hjá Sigurhæðum. Konum er vísað til hennar á seinni stigum meðferðar í sérhæfða áfallameðferð. Jóhanna Kristín, sálfræðingur, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er meðferð, sem skilar ótrúlega góðum árangri og er í rauninni einstakt að Sigurhæð geti boðið sínum skjólstæðingum upp á þess háttar meðferð. Við vitum að stór hluti af þessum konum erum að glíma við bæði núverandi áföll en líka, margar þeirra eiga lang áfallasögu.“ Hildur segir nauðsynlegt að þessi skilaboð komist á framfæri hafi konur Á Suðurlandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. „Núna er tækifærið til þess að vinna með það og úrræðin eru komin í heimabyggð á Suðurlandi.“ Aðeins um Sigurhæðir: Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu. Verkefnisstjórn skipuð samstarfsaðilum hélt sinn fyrsta fund í desember á liðnu ári og eiga fulltrúar eftirfarandi samstarfsaðila sæti í henni auk Soroptimista: Lögreglunnar á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Árborgar, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (byggðasamlag sjö sveitarfélaga), Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu (byggðasamlag fimm sveitarfélaga), sveitarfélagsins Hornafjarðar og Kvennaráðgjafarinnar. Þjónustuveitendur við skjólstæðinga SIGURHÆÐA auk áðurtaldra eru Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélags Íslands. Virkt samstarf er einnig við Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri, Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Rótina. Þá hefur Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið. Þetta þýðir að öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki SIGURHÆÐA. Árborg Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sigurhæðir tók til starfa 20. mars síðastliðinn í húsnæði við Skólavelli 1 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki Sigurhæða, auk ýmissa annarra aðila. Hildur Jónsdóttir er verkefnisstjóri Sigurhæða. „Við erum sem sagt fyrsta úrræðið, sem er boðið þessum hópi, þolendum kynbundins ofbeldis, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin hafi fengið ótrúlegar góðar viðtökur. „Já, þannig er, af því að við erum með þessa öflugu samstarfsfélaga og erum samstarfsverkefni. Það er Soroptimistaklúbbur Suðurlands, sem hafði frumkvæði að verkefninu en kallaði alla þessa aðila saman, sem undantekningarlaust tóku okkur fagnandi og stundum komu þessi skemmtilegu viðbrögð, „Já, við erum búin að vera að bíða eftir svona frumkvæði úr grasrótinni.““ Allar konur, 18 ára og eldri geta sóttu þjónustu Sigurhæðar sér að kostnaðarlausu. Hildur segir starfið fara mjög vel af stað og mikil aðsókn sé í viðtöl og ráðgjöf hjá Sigurhæðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð er í teyminu hjá Sigurhæðum. Konum er vísað til hennar á seinni stigum meðferðar í sérhæfða áfallameðferð. Jóhanna Kristín, sálfræðingur, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er meðferð, sem skilar ótrúlega góðum árangri og er í rauninni einstakt að Sigurhæð geti boðið sínum skjólstæðingum upp á þess háttar meðferð. Við vitum að stór hluti af þessum konum erum að glíma við bæði núverandi áföll en líka, margar þeirra eiga lang áfallasögu.“ Hildur segir nauðsynlegt að þessi skilaboð komist á framfæri hafi konur Á Suðurlandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. „Núna er tækifærið til þess að vinna með það og úrræðin eru komin í heimabyggð á Suðurlandi.“ Aðeins um Sigurhæðir: Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu. Verkefnisstjórn skipuð samstarfsaðilum hélt sinn fyrsta fund í desember á liðnu ári og eiga fulltrúar eftirfarandi samstarfsaðila sæti í henni auk Soroptimista: Lögreglunnar á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Árborgar, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (byggðasamlag sjö sveitarfélaga), Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu (byggðasamlag fimm sveitarfélaga), sveitarfélagsins Hornafjarðar og Kvennaráðgjafarinnar. Þjónustuveitendur við skjólstæðinga SIGURHÆÐA auk áðurtaldra eru Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélags Íslands. Virkt samstarf er einnig við Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri, Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Rótina. Þá hefur Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið. Þetta þýðir að öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki SIGURHÆÐA.
Árborg Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira