Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 0-1 | Víkingar hirti þrjú stig á Dalvíkurvelli Ágúst Þór Brynjarsson skrifar 21. maí 2021 20:00 Víkingar fögnuðu sigri á Dalvík. Vísir/Hulda Margrét Víkingur Reykjavík lögðu KA menn á Dalvíkurvelli 1-0 í sannkölluðum toppslag. Bæði lið voru með 10 stig fyrir þennan leik og eru bæði búin að byrja tímabilið gríðarlega vel. Fyrstu mínúturnar voru rólegar. Bæði lið að reyna komast í takt við leikinn og lítið sem ekkert gerðist. Víkingur fékk sjö hornspyrnur í fyrri hálfleik og áttu þeir fína spretti upp hægri kantinn þar sem Halldór Jón var í aðalhlutverki, enda fullur sjálftrausts eftir frábæra frammistöðu gegn Breiðablik í síðustu umferð. Á áttundu mínútu átti Viktor Örlygur fína fyrirgjöf á Nickolaj Hansen sem rataði á kollinn á danska framherjanum en skalli hans fór framhjá Boðið var upp á gamla skóla miðjuhnoð restina af hálfleiknum og lítið sem ekkert gerðist þar til Elías dómari flautaði til loka fyrri hálfleiks. Á sextugustu mínútu dró heldur betur til tíðinda þegar Nikolaj kom gestunum úr Fossvogi yfir, 0-1 og hristi heldur betur í mannskapnum á kuldalegu föstudagskvöldi í Dalvíkurbyggð. Eftir markið féllu Víkingur niður í skotgröfurnar og KA menn færðu sig ofar á völlinn. KA menn komust þó aldrei nálægt því að skapa sér góð færi enda er vörn Víkings búinn að vera feykilega góð á tímabilinu og héldu því áfram í kvöld. Á nítugustu mínútu var Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA felldur inn í vítateig Víkings og benti Elías Ingi á vítapunktinn. KA menn fengu því eins gott tækifæri og það gerist á loka andartökum leiksins. Húsavíkingurinn knái Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel, steig á punktinn fyrir þá gulklæddu en skaut yfir markið. Gríðarlega svekkjandi tap fyrir KA menn en Víkingur gerði vel og fóru gríðarlega ánægðir heim með þrjú stig í Fossvoginn. Af hverju vann Víkingur? Gríðarlega góður varnarleikur og skipulag sáu til þess að þeir sóttu þrjú stig. Hverjir stóðu upp úr? Víkingsliðið í heild sinni voru þéttir og góðir. Þeir gáfu KA mönnum ekki nein færi á sér og vörðu markið sitt vel, Atli Barkarson vinstri bakvörður Víkinga átti afbragðs leik og einnig var Kári Árnason mjög sterkur fyrir þá röndóttu í kvöld. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi. Það var þó frekar góður varnarleikur heldur en lélegur sóknarleikur sem á stóran þátt í því. Það var ekki mikið af mistökum eða lélegum sendingum sem opnuðu svæði svo að liðin náðu sjaldan að koma sér í álitlegar stöður. Hvað gerist næst? Víkingur taka á móti Fylki á heimavelli hamingjunnar og KA skellir sér í Garðabæinn og spilar við Stjörnuna. Arnar Gunnlaugsson: Það er mjög heitt á toppnum Arnar Gunnlaugsson var eðlilega ánægður.vísir/bára „Ég er mjög ánægður. Þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst fyrri hálfleikur mjög flottur af okkar hálfu, fannst við stjórna leiknum þó án þess að skapa okkur einhver alvöru færi. Við náðum svo markinu í seinni hálfleik og svo setur KA okkur undir smá pressu, eðlilega svona síðasta korterið, án þess að fá einhver færi og vörnin okkar stóð sig vel,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir sigurinn í kvöld. „Það var ákveðið momentum í gangi held ég. Þegar þú byrjar að vinna leiki þá færðu sjálfstraust og einhvern veginn vinnur þér inn smá heppni og hlutirnir falla fyrir þér, saman ber vítið sem KA fékk í lokin, svo að þú þarft bæði gæði og heppni svo hlutirnir gangi upp“ „Ég hef aldrei skilið þessa speki að það sé kalt á toppnum, það er mjög heitt á toppnum. Vínið bragðast betur, steikin smakkast betur og himininn er blárri þannig að það er bara yndislegt á toppnum“ endaði Arnar á kátur, aðspurður hvernig væri á toppnum. Arnar Grétarsson: Svekkjandi að hafa ekki getað tekið stig í restina Arnar Grétarsson var vonsvikinn með úrslitin.vísir/stefán „Gríðarlega svekkjandi úrslit svona í ljósi þess hvernig síðustu mínútur leiksins voru, sérstaklega eftir að hafa fengið víti að ná ekki allavega í stig en svona heilt yfir er ég bara ósáttur með frammistöðuna. Mér fannst Víkingarnir mun betri en við í fyrri hálfleik, þeir réðu ferðinni frá A til Ö og voru miklu grimmari í öll, kannski án þess að skapa sér nein færi í fyrri hálfleik, þannig að maður var svona að vonast til þess að við myndum koma inn með krafti í seinni en mér fannst Víkingarnir sterkari þar líka, fengu opnari færi og svo endaði það náttúrulega með marki. Það er alltaf dapurt að þurfa fá á sig mark til að komast í gang svo að þegar ég horfi svona heilt yfir þá var þetta sanngjörn niðurstaða“, Sagði Arnar Grétarsson eftir tapið gegn Víkingum. „Þegar menn mæta ekki til leiks og þora ekki að spila og setja pressu þá verður þetta erfitt. Mér fannst við ekki taka þátt í leiknum nánast fram að markinu þannig að eftir markið þá komu menn út úr skotgröfunum og settu pressu og komum okkur oft í fínar stöður og fáum svo víti í restina, sem er ennþá meira svekkjandi að hafa ekki getað tekið stig í restina“ Arnar var spurður að endingu hvort KA menn myndu ekki bara á Dalvík í sumar, enda hafa þeir byrjað mótið gríðarlega vel. „Nei það held ég nú reyndar ekki. Greifa völlur er okkar völlur og vonandi fer hann að braggast. Nú held ég að það sé búið að fresta leiknum við Breiðablik þannig að hann fær enn meiri hvíld og þá held ég að stefnan sé að fara á hann eftir það“ Pepsi Max-deild karla KA Víkingur Reykjavík
Víkingur Reykjavík lögðu KA menn á Dalvíkurvelli 1-0 í sannkölluðum toppslag. Bæði lið voru með 10 stig fyrir þennan leik og eru bæði búin að byrja tímabilið gríðarlega vel. Fyrstu mínúturnar voru rólegar. Bæði lið að reyna komast í takt við leikinn og lítið sem ekkert gerðist. Víkingur fékk sjö hornspyrnur í fyrri hálfleik og áttu þeir fína spretti upp hægri kantinn þar sem Halldór Jón var í aðalhlutverki, enda fullur sjálftrausts eftir frábæra frammistöðu gegn Breiðablik í síðustu umferð. Á áttundu mínútu átti Viktor Örlygur fína fyrirgjöf á Nickolaj Hansen sem rataði á kollinn á danska framherjanum en skalli hans fór framhjá Boðið var upp á gamla skóla miðjuhnoð restina af hálfleiknum og lítið sem ekkert gerðist þar til Elías dómari flautaði til loka fyrri hálfleiks. Á sextugustu mínútu dró heldur betur til tíðinda þegar Nikolaj kom gestunum úr Fossvogi yfir, 0-1 og hristi heldur betur í mannskapnum á kuldalegu föstudagskvöldi í Dalvíkurbyggð. Eftir markið féllu Víkingur niður í skotgröfurnar og KA menn færðu sig ofar á völlinn. KA menn komust þó aldrei nálægt því að skapa sér góð færi enda er vörn Víkings búinn að vera feykilega góð á tímabilinu og héldu því áfram í kvöld. Á nítugustu mínútu var Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA felldur inn í vítateig Víkings og benti Elías Ingi á vítapunktinn. KA menn fengu því eins gott tækifæri og það gerist á loka andartökum leiksins. Húsavíkingurinn knái Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel, steig á punktinn fyrir þá gulklæddu en skaut yfir markið. Gríðarlega svekkjandi tap fyrir KA menn en Víkingur gerði vel og fóru gríðarlega ánægðir heim með þrjú stig í Fossvoginn. Af hverju vann Víkingur? Gríðarlega góður varnarleikur og skipulag sáu til þess að þeir sóttu þrjú stig. Hverjir stóðu upp úr? Víkingsliðið í heild sinni voru þéttir og góðir. Þeir gáfu KA mönnum ekki nein færi á sér og vörðu markið sitt vel, Atli Barkarson vinstri bakvörður Víkinga átti afbragðs leik og einnig var Kári Árnason mjög sterkur fyrir þá röndóttu í kvöld. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi. Það var þó frekar góður varnarleikur heldur en lélegur sóknarleikur sem á stóran þátt í því. Það var ekki mikið af mistökum eða lélegum sendingum sem opnuðu svæði svo að liðin náðu sjaldan að koma sér í álitlegar stöður. Hvað gerist næst? Víkingur taka á móti Fylki á heimavelli hamingjunnar og KA skellir sér í Garðabæinn og spilar við Stjörnuna. Arnar Gunnlaugsson: Það er mjög heitt á toppnum Arnar Gunnlaugsson var eðlilega ánægður.vísir/bára „Ég er mjög ánægður. Þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst fyrri hálfleikur mjög flottur af okkar hálfu, fannst við stjórna leiknum þó án þess að skapa okkur einhver alvöru færi. Við náðum svo markinu í seinni hálfleik og svo setur KA okkur undir smá pressu, eðlilega svona síðasta korterið, án þess að fá einhver færi og vörnin okkar stóð sig vel,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir sigurinn í kvöld. „Það var ákveðið momentum í gangi held ég. Þegar þú byrjar að vinna leiki þá færðu sjálfstraust og einhvern veginn vinnur þér inn smá heppni og hlutirnir falla fyrir þér, saman ber vítið sem KA fékk í lokin, svo að þú þarft bæði gæði og heppni svo hlutirnir gangi upp“ „Ég hef aldrei skilið þessa speki að það sé kalt á toppnum, það er mjög heitt á toppnum. Vínið bragðast betur, steikin smakkast betur og himininn er blárri þannig að það er bara yndislegt á toppnum“ endaði Arnar á kátur, aðspurður hvernig væri á toppnum. Arnar Grétarsson: Svekkjandi að hafa ekki getað tekið stig í restina Arnar Grétarsson var vonsvikinn með úrslitin.vísir/stefán „Gríðarlega svekkjandi úrslit svona í ljósi þess hvernig síðustu mínútur leiksins voru, sérstaklega eftir að hafa fengið víti að ná ekki allavega í stig en svona heilt yfir er ég bara ósáttur með frammistöðuna. Mér fannst Víkingarnir mun betri en við í fyrri hálfleik, þeir réðu ferðinni frá A til Ö og voru miklu grimmari í öll, kannski án þess að skapa sér nein færi í fyrri hálfleik, þannig að maður var svona að vonast til þess að við myndum koma inn með krafti í seinni en mér fannst Víkingarnir sterkari þar líka, fengu opnari færi og svo endaði það náttúrulega með marki. Það er alltaf dapurt að þurfa fá á sig mark til að komast í gang svo að þegar ég horfi svona heilt yfir þá var þetta sanngjörn niðurstaða“, Sagði Arnar Grétarsson eftir tapið gegn Víkingum. „Þegar menn mæta ekki til leiks og þora ekki að spila og setja pressu þá verður þetta erfitt. Mér fannst við ekki taka þátt í leiknum nánast fram að markinu þannig að eftir markið þá komu menn út úr skotgröfunum og settu pressu og komum okkur oft í fínar stöður og fáum svo víti í restina, sem er ennþá meira svekkjandi að hafa ekki getað tekið stig í restina“ Arnar var spurður að endingu hvort KA menn myndu ekki bara á Dalvík í sumar, enda hafa þeir byrjað mótið gríðarlega vel. „Nei það held ég nú reyndar ekki. Greifa völlur er okkar völlur og vonandi fer hann að braggast. Nú held ég að það sé búið að fresta leiknum við Breiðablik þannig að hann fær enn meiri hvíld og þá held ég að stefnan sé að fara á hann eftir það“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti