Mikilvægt að skapa virði úr skapandi greinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. maí 2021 07:01 Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi FÓLK Reykjavík. Vísir/Vilhelm Felgur, loftpúðar, lök og fleiri ónýtir hlutir fengu framhaldslíf í nýrri íslenskri hönnun sem hönnunarmerkið Fólk kynnti á HönnunarMars frá þeim sjö hönnuðum sem þau starfa með. „Það var svo æðislegt að sjá allt þetta fólk koma saman,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi Fólk um opnun sýningarrýmis merkisins á HönnunarMars. Fullt var út úr dyrum og vegna samkomutakmarkana myndaðist röð fyrir utan. „Við þurftum að vera með dyravörð sem taldi inn og út af því að það máttu bara vera hér fimmtíu manns. Fólk stóð bara úti með grímurnar sínar og beið eftir að komast inn. Við gátum því ekki beðið um betri viðtökur, það var virkilega mikill áhugi og ánægja. Það er gaman að finna svona jákvæð viðbrögð frá fólki sem þyrsti greinilega í að sjá nýja íslenska hönnun.“ Óvænt vöruþróunarpróf Fólk hefur komið sér vel fyrir hlýlegu og björtu í sýningarrými við Tryggvagötu 25 á Hafnartorgi. Það fagna því margir að sjá íslenska umhverfisvæna hönnun á áberandi stað innan um erlend hátískumerki og fatarisa eins og H&M. „Það hefur komið hingað fólk á öllum aldri og einhverjir komu með börnin sín. Hluti af þeirri hönnun sem við erum að kynna er mjúkt og hart dót. Það sem vakti sérstaklega mikinn áhuga hjá litlu krökkunum voru púðar frá Studíó Fléttu, sem þau hönnuðu fyrir okkur. Þetta eru fyrrverandi loftpúðar úr bifreiðum. Litlu krakkarnir sem voru hérna toguðu í höldurnar og settust á þetta, svo þetta var eiginlega í leiðinni vöruþróunarpróf fyrir okkur, segir Ragna og hlær.“ Fólk er íslenskt hönnunarmerki sem hannar, framleiðir og markaðssetur íslenska hönnun fyrir heimili og fyrirtæki.Vísir/Vilhelm Fólk verður í rýminu áfram í sumar en sýningin þeirra, Hringrásarvæn hönnun, er aðeins opin út mánudaginn 31. maí. Hringrásarvæn hönnun sýningin snýst um að gefa innsýn inn í það hvernig hönnuðir umbreyta úrgangi í verðmæti. Sjö hönnuðir eru með vörur til sýnis í rýminu, sem öll starfa eftir hugmyndafræði hönnunarmerkisins. „Við vorum svo heppin að fá þetta rými leigt. Við byrjum á því að vera með þessa sýningu en erum í leiðinni með verslun með vörur til sýnis og sölu fyrir hönnuði Fólks. Við verðum hér áfram í allt sumar og það verður gaman að taka á móti fólki, segja söguna okkar og kynna fyrir þeim alla þessa nýju íslensku hönnun sem við erum að þróa og framleiða.“ Flott virði fyrir íslenskt hugvit Ragna segir að í sumar verði að minnsta kosti tvær nýjar vörur kynntar, sem ekki náðist að klára fyrir HönnunarMars. „Við erum frekar lítið fyrirtæki en settum mikinn kraft í vöruþróun til að vera með tilbúið á HönnunarMars og kynntum þar sjö nýjar vörulínur sem er heilmikið fyrir lítið fyrirtæki. Það voru tvær nýjar vörur sem við þurftum að setja á pásu rétt fyrir hátíðina sem við náðum ekki að kynna svo við munum kynna þær seinna í sumar.“ Hönnunarmerkið Fólk er nýsköpunarfyrirtæki stofnað árið 2017 til að ýta undir hönnun og framleiðslu sem styður sjálfbærni og hringrás hráefna auk þess að vera stökkpallur fyrir íslenska hönnuði á erlendri grundu. Ragna segir að hún sé spennt fyrir því að „Það er mikilvægt að búa til samstarf fyrir alla í virðiskeðjunni til þess að við Íslendingar getum skapað virði úr skapandi greinum. Það er það sem við erum að fást við á hverjum degi og það mun ekki takast nema við vinnum öll saman. Að öll þessi virðiskeðja sem við lifum og hrærumst í, sem er mynduð af hönnuði, framleiðandanum sem eru þá við og svo söluaðilum og neytendum, vinni saman og þannig getum við búið til flott virði fyrir íslenskt hugvit.“ View this post on Instagram A post shared by FO LK (@folkreykjavik) Sjálfbærni að leiðarljósi. Vörur fyrirtækisins eru hannaðar eftir sérstökum skilyrðum þar sem meðal annars eru einungis notuð náttúruleg og endurunnin hráefni auk þess sem ekkert plast er notað í umbúðum. Fólk vinnur að tilraunum á notkun á nýjum endurunnum hráefnum við framleiðslu hönnunarvöru í samstarfi við íslensk framleiðslufyrirtæki. „Fólk hefur sjálfbærni að leiðarljósi, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu. Hugmyndin að baki Fólki er tvíþætt; í fyrsta lagi að taka hugmyndir og aðferðir um sjálfbærni, samfélagsábyrgð fyrirtækja og hringrásarhagkerfi inn í hönnunar- og framleiðsluferli. Í öðru lagi að virkja og skapa stökkpall fyrir íslenska hönnuði til að fá hönnun sína gefna út alþjóðlega.“ Á sýningunni má sjá frumgerðir að hönnun sem eru mislangt komnar í vöruþróunarferlinu. Megin útgangspunktur okkar er rannsókn á hringrásarvænni hönnun sem snýst um að umbreyta úrgangi í verðmæti. Verkefnið Hringrásarvæn hönnun var styrkt af Hönnunarsjóði, Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Samál og Atvinnumálum Kvenna. „Samfélag okkar tekst á við margvísleg umhverfisvandamál, meðal annars hráefni og hluti sem falla til í hagkerfinu og er urðað eða brennt með tilheyrandi umhverfismengun. Markmið Fólk með sýningunni á HönnunarMars var að hanna og gera tilbúna til sölu heila vörulínu úr íslensku endurunnu efni og afgangshráefnum.“ Hönnuðir Fólks eru Jón Helgi Hólmgeirsson, Ólína Rögnudóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Studio Flétta (Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir), Theodóra Alfreðsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir. Tíska og hönnun Umhverfismál HönnunarMars Helgarviðtal Tengdar fréttir Sumarpartý sem endaði úti á götu Hönnuðurinn Hildur Yeoman sýndi línu sína Splash! á HönnunarMars. Línunni var fagnað með sumarlegu partýi og voru veðurguðirnir svo sannarlega með Hildi í liði. 27. maí 2021 22:00 Skapa dýpri skilning í samtali milli listar og hönnunar TEXTÍL-RIT er samsýning meðlima Textílfélagsins á HönnunarMars, þar sem þátttakendur velta fyrir sér gerð og hlutverki bóka út frá textíl. 23. maí 2021 15:36 Útilyktin vinsæl hjá hátíðargestum Gras, íslenskt grjót og útilykt tóku yfir verslun 66°Norður á HönnunarMars þar sem samstarf þeirra við Fischersund var kynnt. 23. maí 2021 18:01 Litagleði hjá Sif Benedictu og Drífu Líftóru Þriðja lína Sif Benedikta var frumsýnd á HönnunarMars og er þetta í fyrsta skipti sem merkið sýnir fatnað. Drífa Líftóra sýndi einnig nýja handþrykkta línu á þessari flottu tískusýningu. 23. maí 2021 11:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Það var svo æðislegt að sjá allt þetta fólk koma saman,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi Fólk um opnun sýningarrýmis merkisins á HönnunarMars. Fullt var út úr dyrum og vegna samkomutakmarkana myndaðist röð fyrir utan. „Við þurftum að vera með dyravörð sem taldi inn og út af því að það máttu bara vera hér fimmtíu manns. Fólk stóð bara úti með grímurnar sínar og beið eftir að komast inn. Við gátum því ekki beðið um betri viðtökur, það var virkilega mikill áhugi og ánægja. Það er gaman að finna svona jákvæð viðbrögð frá fólki sem þyrsti greinilega í að sjá nýja íslenska hönnun.“ Óvænt vöruþróunarpróf Fólk hefur komið sér vel fyrir hlýlegu og björtu í sýningarrými við Tryggvagötu 25 á Hafnartorgi. Það fagna því margir að sjá íslenska umhverfisvæna hönnun á áberandi stað innan um erlend hátískumerki og fatarisa eins og H&M. „Það hefur komið hingað fólk á öllum aldri og einhverjir komu með börnin sín. Hluti af þeirri hönnun sem við erum að kynna er mjúkt og hart dót. Það sem vakti sérstaklega mikinn áhuga hjá litlu krökkunum voru púðar frá Studíó Fléttu, sem þau hönnuðu fyrir okkur. Þetta eru fyrrverandi loftpúðar úr bifreiðum. Litlu krakkarnir sem voru hérna toguðu í höldurnar og settust á þetta, svo þetta var eiginlega í leiðinni vöruþróunarpróf fyrir okkur, segir Ragna og hlær.“ Fólk er íslenskt hönnunarmerki sem hannar, framleiðir og markaðssetur íslenska hönnun fyrir heimili og fyrirtæki.Vísir/Vilhelm Fólk verður í rýminu áfram í sumar en sýningin þeirra, Hringrásarvæn hönnun, er aðeins opin út mánudaginn 31. maí. Hringrásarvæn hönnun sýningin snýst um að gefa innsýn inn í það hvernig hönnuðir umbreyta úrgangi í verðmæti. Sjö hönnuðir eru með vörur til sýnis í rýminu, sem öll starfa eftir hugmyndafræði hönnunarmerkisins. „Við vorum svo heppin að fá þetta rými leigt. Við byrjum á því að vera með þessa sýningu en erum í leiðinni með verslun með vörur til sýnis og sölu fyrir hönnuði Fólks. Við verðum hér áfram í allt sumar og það verður gaman að taka á móti fólki, segja söguna okkar og kynna fyrir þeim alla þessa nýju íslensku hönnun sem við erum að þróa og framleiða.“ Flott virði fyrir íslenskt hugvit Ragna segir að í sumar verði að minnsta kosti tvær nýjar vörur kynntar, sem ekki náðist að klára fyrir HönnunarMars. „Við erum frekar lítið fyrirtæki en settum mikinn kraft í vöruþróun til að vera með tilbúið á HönnunarMars og kynntum þar sjö nýjar vörulínur sem er heilmikið fyrir lítið fyrirtæki. Það voru tvær nýjar vörur sem við þurftum að setja á pásu rétt fyrir hátíðina sem við náðum ekki að kynna svo við munum kynna þær seinna í sumar.“ Hönnunarmerkið Fólk er nýsköpunarfyrirtæki stofnað árið 2017 til að ýta undir hönnun og framleiðslu sem styður sjálfbærni og hringrás hráefna auk þess að vera stökkpallur fyrir íslenska hönnuði á erlendri grundu. Ragna segir að hún sé spennt fyrir því að „Það er mikilvægt að búa til samstarf fyrir alla í virðiskeðjunni til þess að við Íslendingar getum skapað virði úr skapandi greinum. Það er það sem við erum að fást við á hverjum degi og það mun ekki takast nema við vinnum öll saman. Að öll þessi virðiskeðja sem við lifum og hrærumst í, sem er mynduð af hönnuði, framleiðandanum sem eru þá við og svo söluaðilum og neytendum, vinni saman og þannig getum við búið til flott virði fyrir íslenskt hugvit.“ View this post on Instagram A post shared by FO LK (@folkreykjavik) Sjálfbærni að leiðarljósi. Vörur fyrirtækisins eru hannaðar eftir sérstökum skilyrðum þar sem meðal annars eru einungis notuð náttúruleg og endurunnin hráefni auk þess sem ekkert plast er notað í umbúðum. Fólk vinnur að tilraunum á notkun á nýjum endurunnum hráefnum við framleiðslu hönnunarvöru í samstarfi við íslensk framleiðslufyrirtæki. „Fólk hefur sjálfbærni að leiðarljósi, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu. Hugmyndin að baki Fólki er tvíþætt; í fyrsta lagi að taka hugmyndir og aðferðir um sjálfbærni, samfélagsábyrgð fyrirtækja og hringrásarhagkerfi inn í hönnunar- og framleiðsluferli. Í öðru lagi að virkja og skapa stökkpall fyrir íslenska hönnuði til að fá hönnun sína gefna út alþjóðlega.“ Á sýningunni má sjá frumgerðir að hönnun sem eru mislangt komnar í vöruþróunarferlinu. Megin útgangspunktur okkar er rannsókn á hringrásarvænni hönnun sem snýst um að umbreyta úrgangi í verðmæti. Verkefnið Hringrásarvæn hönnun var styrkt af Hönnunarsjóði, Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Samál og Atvinnumálum Kvenna. „Samfélag okkar tekst á við margvísleg umhverfisvandamál, meðal annars hráefni og hluti sem falla til í hagkerfinu og er urðað eða brennt með tilheyrandi umhverfismengun. Markmið Fólk með sýningunni á HönnunarMars var að hanna og gera tilbúna til sölu heila vörulínu úr íslensku endurunnu efni og afgangshráefnum.“ Hönnuðir Fólks eru Jón Helgi Hólmgeirsson, Ólína Rögnudóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Studio Flétta (Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir), Theodóra Alfreðsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir.
Tíska og hönnun Umhverfismál HönnunarMars Helgarviðtal Tengdar fréttir Sumarpartý sem endaði úti á götu Hönnuðurinn Hildur Yeoman sýndi línu sína Splash! á HönnunarMars. Línunni var fagnað með sumarlegu partýi og voru veðurguðirnir svo sannarlega með Hildi í liði. 27. maí 2021 22:00 Skapa dýpri skilning í samtali milli listar og hönnunar TEXTÍL-RIT er samsýning meðlima Textílfélagsins á HönnunarMars, þar sem þátttakendur velta fyrir sér gerð og hlutverki bóka út frá textíl. 23. maí 2021 15:36 Útilyktin vinsæl hjá hátíðargestum Gras, íslenskt grjót og útilykt tóku yfir verslun 66°Norður á HönnunarMars þar sem samstarf þeirra við Fischersund var kynnt. 23. maí 2021 18:01 Litagleði hjá Sif Benedictu og Drífu Líftóru Þriðja lína Sif Benedikta var frumsýnd á HönnunarMars og er þetta í fyrsta skipti sem merkið sýnir fatnað. Drífa Líftóra sýndi einnig nýja handþrykkta línu á þessari flottu tískusýningu. 23. maí 2021 11:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Sumarpartý sem endaði úti á götu Hönnuðurinn Hildur Yeoman sýndi línu sína Splash! á HönnunarMars. Línunni var fagnað með sumarlegu partýi og voru veðurguðirnir svo sannarlega með Hildi í liði. 27. maí 2021 22:00
Skapa dýpri skilning í samtali milli listar og hönnunar TEXTÍL-RIT er samsýning meðlima Textílfélagsins á HönnunarMars, þar sem þátttakendur velta fyrir sér gerð og hlutverki bóka út frá textíl. 23. maí 2021 15:36
Útilyktin vinsæl hjá hátíðargestum Gras, íslenskt grjót og útilykt tóku yfir verslun 66°Norður á HönnunarMars þar sem samstarf þeirra við Fischersund var kynnt. 23. maí 2021 18:01
Litagleði hjá Sif Benedictu og Drífu Líftóru Þriðja lína Sif Benedikta var frumsýnd á HönnunarMars og er þetta í fyrsta skipti sem merkið sýnir fatnað. Drífa Líftóra sýndi einnig nýja handþrykkta línu á þessari flottu tískusýningu. 23. maí 2021 11:00