Gagnrýnir færeyska utanríkisráðherrann fyrir að afþakka bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2021 13:28 Jenis av Rana er læknir og utanríkisráðherra Færeyja. EPA Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur gagnrýnt utanríkisráðherra sinn, Jenis av Rana, fyrir að afþakka bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lögmaðurinn segir ráðherrann með þessu senda Færeyingum slæm skilaboð. Orð Jenis af Rana, sem er læknir að mennt og formaður hins kristilega Miðflokks, hafa vakið mikla athygli í Færeyjum, en hann sagði í viðtali við vp.fo að hann vilji ekki láta bólusetja sig af ótta við mögulegar aukaverkanir til langs tíma. Færeyingar hafa aðeins verið að bólusetja með bóluefni Pfizer. Með orðum sínum gengur Jenis af Rana gegn ráðleggingum þeirrar stjórnar sem hann á sjálfur aðild að, en líkt og á við um önnur lönd er stefnt að því að ná hjarðónæmi í Færeyjum fyrir tilstilli bólusetningar. Jenis av Rana segir ákvörðun sína persónulega og segist hann heldur ekki vilja ráðleggja fólki hvað það eigi að gera í þessum málum. Hann virði val hvers og eins. Þrándur í Götu Aksel V. Johannessen, fyrrverandi lögmaður og formaður stjórnarandstöðuflokksins Jafnaðarmannaflokksins, hefur gagnrýnt utanríkisráðherrann harðlega og sagt að ef um eitthvert annað land á Norðurlöndum hefði verið að ræða þá hefði ráðherranum verið vikið tafarlaust úr embætti vegna orða sinna. Johannessen segir jafnframt að Jenis af Rana sé landsstjórninni þrándur í götu í þeirri baráttu sinni og Færeyinganna að ná að opna landið á ný. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Bólusetningar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Orð Jenis af Rana, sem er læknir að mennt og formaður hins kristilega Miðflokks, hafa vakið mikla athygli í Færeyjum, en hann sagði í viðtali við vp.fo að hann vilji ekki láta bólusetja sig af ótta við mögulegar aukaverkanir til langs tíma. Færeyingar hafa aðeins verið að bólusetja með bóluefni Pfizer. Með orðum sínum gengur Jenis af Rana gegn ráðleggingum þeirrar stjórnar sem hann á sjálfur aðild að, en líkt og á við um önnur lönd er stefnt að því að ná hjarðónæmi í Færeyjum fyrir tilstilli bólusetningar. Jenis av Rana segir ákvörðun sína persónulega og segist hann heldur ekki vilja ráðleggja fólki hvað það eigi að gera í þessum málum. Hann virði val hvers og eins. Þrándur í Götu Aksel V. Johannessen, fyrrverandi lögmaður og formaður stjórnarandstöðuflokksins Jafnaðarmannaflokksins, hefur gagnrýnt utanríkisráðherrann harðlega og sagt að ef um eitthvert annað land á Norðurlöndum hefði verið að ræða þá hefði ráðherranum verið vikið tafarlaust úr embætti vegna orða sinna. Johannessen segir jafnframt að Jenis af Rana sé landsstjórninni þrándur í götu í þeirri baráttu sinni og Færeyinganna að ná að opna landið á ný.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Bólusetningar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira