Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 85-69 | Stjörnumenn einum sigri frá undanúrslitunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2021 17:41 Hlynur Bæringsson sneri aftur eftir leikbann og lék vel. vísir/bára Stjörnuna vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit Domino‘s deildar karla eftir að hafa unnið Grindavík, 85-69, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum í Ásgarði í dag. Eftir jafnan 1. leikhluta tók Stjarnan völdin í 2. leikhluta og leit ekki um öxl eftir það. Eins og í fyrsta leiknum fyrir viku var liðsheild Garðbæingar sterk og fimm leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Ægir Þór Steinarsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með átján stig, sex fráköst og ellefu stoðsendingar. Kristinn Pálsson var stigahæstur hjá gestunum með sautján stig en of margir leikmenn þeirra náðu sér ekki á strik í dag. Fyrsti leikhlutinn var afar jafn og liðin skiptust ítrekað á forystunni. Ægir fór þar mikinn og skoraði átta af átján stigum sínum í 1. leikhlutanum. Stjörnumenn skoruðu mikið inni í teig á meðan Grindvíkingar hittu betur fyrir utan og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur. Þeir kólnuðu hins vegar allverulega í 2. leikhluta. Stjarnan var með tveggja stiga forskot eftir 1. leikhluta, 20-18. Garðbæingar hertu vörnina til muna í 2. leikhluta þar sem Grindvíkingar skoruðu aðeins fjórtán stig. Sóknarleikur Grindavíkur var slakur og fyrir utan Kristinn náði sér enginn á strik. Hann skoraði tólf stig í fyrri hálfleik en enginn annar Grindvíkingur var með meira með fjögur stig. Grindavík var aðeins með 31 prósent skotnýtingu inni í teig á meðan Stjarnan hitti úr sextíu prósent skota sinna þaðan. Stjarnan var sjö stigum yfir í hálfleik, 39-32. Stjörnumenn gengu hreint til verks í 3. leikhluta þar sem þeir lögðu grunninn að sigrinum. Vörnin var áfram þétt og skotin fyrir utan fóru svo niður. Grindvíkingar áttu engin svör í sókninni, sérstaklega framan af 3. leikhluta. Staðan að honum loknum var 63-50, Stjörnumönnum í vil. Grindvíkingar buðu upp á skotsýningu í upphafi 4. leikhluta og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur. Þeir náðu samt aldrei að minnka muninn í minna en sjö stig. Stjörnumenn stóðust áhlaup Grindvíkinga án mikilla vandræða og sigldu síðan sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 85-69, Stjörnunni í vil. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði hörkuvörn og hélt helstu sóknarmönnum Grindavíkur niðri. Í 2. og 3. leikhluta skoraði Grindavík aðeins samtals 32 stig. Grindvíkingar hittu ágætlega fyrir utan þriggja stiga línuna (36 prósent) en illa inni í teig (34 prósent) og klúðruðu sjö vítaskotum. Ægir var mest áberandi í sóknarleik Stjörnunnar en fékk miklu meiri hjálp frá samherjum sínum en í öðrum leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Ægir hélt uppteknum hætti frá síðasta leik og lék einkar vel. Hlynur sneri aftur eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik og skilaði tíu stigum og tólf fráköstum. Alexander Lindqvist átti einnig góðan leik og skoraði fimmtán stig. Kristinn var besti leikmaður Grindavíkur og Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti einnig ágætan leik; skoraði níu stig og tók tíu fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindavíkur var mun slakari en í öðrum leiknum á þriðjudaginn og alltof margir leikmenn liðsins áttu slakan leik á sóknarhelmingnum. Amenhotep Kazembe Abif hefur verið ágætur í síðustu leikjum en var gagnlaus í þessum. Hann skoraði aðeins tvö stig og tók fimm fráköst. Grindvíkingar voru nánast manni færri með hann inni á vellinum. Ólafur Ólafsson skoraði aðeins fjögur stig og þótt Dagur Kár Jónsson hafi endað með fjórtán stig og sjö stoðsendingar náði hann ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu í öðrum leiknum. Hvað gerist næst? Liðin mætast í fjórða sinn í HS Orku-höllinni í Grindavík á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar verða að vinna sigur til að knýja fram oddaleik í Ásgarði. Sigur kemur Stjörnumönnum hins vegar í undanúrslit. Ægir: Breyttum litlu hlutunum sem skipta máli í körfubolta Ægir Þór Steinarsson var besti leikmaður vallarins í dag.vísir/bára Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Stjörnunnar, lék mjög vel þegar Garðbæingar unnu Grindvíkinga í dag. „Við erum ánægðir með að ná að breyta þessum litlu hlutum sem skipta máli í körfubolta, að stíga út og vera aðeins þéttari fyrir,“ sagði Ægir eftir leik. „Ég er mjög ánægður með breytinguna frá síðasta leik. Núna fáum við tækifæri til að gera betur í Röstinni og ganga frá þessu þar.“ Stjörnumenn spiluðu sterka vörn í leiknum í dag og Grindvíkingum gekk illa að opna hana. „Við vorum aðeins eftir á í síðasta leik sem gaf þeim þriggja stiga skot og við fráköstuðum ekki nógu vel. Það er alltaf munurinn í þessu; litlu atriðin,“ sagði Ægir. Grindavík kom með áhlaup í upphafi 4. leikhluta en Stjarnan stóðst það án mikilla vandræða. „Á þeim tíma fengum við stór skot frá Hlyni [Bæringssyni] og Alexander [Lindqvist]. Við náðum að svara því. Það er kannski ekki æskilegt að svara með þriggja stiga körfum en það dugði,“ sagði Ægir. Stjarnan lék vel í fyrsta leiknum gegn Grindavík en datt svo niður í leik tvö. Ægir kveðst bjartsýnn á að Stjörnumenn nái núna að tengja saman tvo góða leiki. „Ég vona það. Ég held að það væri mikilvægt fyrir okkur að sýna að við getum það. Og það er áskorun fyrir okkur að mæta einbeittir og framkvæma litlu atriðin,“ sagði Ægir að endingu. Daníel: Skotfjöldinn svipaður en þeir með miklu betri nýtingu inni í teig Strákarnir hans Daníels Guðmundssonar þurfa að vinna á þriðjudaginn til að forðast sumarfrí.vísir/bára Daníel Guðmundsson, þjálfara Grindavíkur, fannst eitt og annað vanta upp á hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í dag. „Þeir spiluðu bara betur en við í dag. Við vorum frekar flatir í byrjun og ekki nægilega fastir fyrir. Þetta var ekki nógu gott,“ sagði Daníel. Sóknarleikur Grindavíkur gekk ekki nógu vel og liðið skoraði aðeins 69 stig í leiknum. „Við klikkuðum á alltof mörgum skotum,“ sagði Daníel. „Það var erfitt með að finna opnanir, sérstaklega úr þeim fléttum sem við höfum fengið opnanir eftir. En við fengum líka mörg opin skot. Skotfjöldinn hjá liðunum var svipaður en þeir voru með miklu betri nýtingu inni í teig. Við þurfum að laga það.“ Amenhotep Kazembe Abif náði sér engan veginn á strik í leiknum í dag og skoraði aðeins tvö stig. „Þetta gekk ekki nægilega vel hjá honum í dag,“ sagði Daníel. Hann kvaðst bjartsýnn á að Grindvíkingar nái að knýja fram oddaleik með því að vinna fjórða leikinn gegn Stjörnumönnum á þriðjudaginn. „Þetta er einvígi og við erum bara tilbúnir í næsta leik.“ Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík
Stjörnuna vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit Domino‘s deildar karla eftir að hafa unnið Grindavík, 85-69, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum í Ásgarði í dag. Eftir jafnan 1. leikhluta tók Stjarnan völdin í 2. leikhluta og leit ekki um öxl eftir það. Eins og í fyrsta leiknum fyrir viku var liðsheild Garðbæingar sterk og fimm leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Ægir Þór Steinarsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með átján stig, sex fráköst og ellefu stoðsendingar. Kristinn Pálsson var stigahæstur hjá gestunum með sautján stig en of margir leikmenn þeirra náðu sér ekki á strik í dag. Fyrsti leikhlutinn var afar jafn og liðin skiptust ítrekað á forystunni. Ægir fór þar mikinn og skoraði átta af átján stigum sínum í 1. leikhlutanum. Stjörnumenn skoruðu mikið inni í teig á meðan Grindvíkingar hittu betur fyrir utan og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur. Þeir kólnuðu hins vegar allverulega í 2. leikhluta. Stjarnan var með tveggja stiga forskot eftir 1. leikhluta, 20-18. Garðbæingar hertu vörnina til muna í 2. leikhluta þar sem Grindvíkingar skoruðu aðeins fjórtán stig. Sóknarleikur Grindavíkur var slakur og fyrir utan Kristinn náði sér enginn á strik. Hann skoraði tólf stig í fyrri hálfleik en enginn annar Grindvíkingur var með meira með fjögur stig. Grindavík var aðeins með 31 prósent skotnýtingu inni í teig á meðan Stjarnan hitti úr sextíu prósent skota sinna þaðan. Stjarnan var sjö stigum yfir í hálfleik, 39-32. Stjörnumenn gengu hreint til verks í 3. leikhluta þar sem þeir lögðu grunninn að sigrinum. Vörnin var áfram þétt og skotin fyrir utan fóru svo niður. Grindvíkingar áttu engin svör í sókninni, sérstaklega framan af 3. leikhluta. Staðan að honum loknum var 63-50, Stjörnumönnum í vil. Grindvíkingar buðu upp á skotsýningu í upphafi 4. leikhluta og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur. Þeir náðu samt aldrei að minnka muninn í minna en sjö stig. Stjörnumenn stóðust áhlaup Grindvíkinga án mikilla vandræða og sigldu síðan sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 85-69, Stjörnunni í vil. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði hörkuvörn og hélt helstu sóknarmönnum Grindavíkur niðri. Í 2. og 3. leikhluta skoraði Grindavík aðeins samtals 32 stig. Grindvíkingar hittu ágætlega fyrir utan þriggja stiga línuna (36 prósent) en illa inni í teig (34 prósent) og klúðruðu sjö vítaskotum. Ægir var mest áberandi í sóknarleik Stjörnunnar en fékk miklu meiri hjálp frá samherjum sínum en í öðrum leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Ægir hélt uppteknum hætti frá síðasta leik og lék einkar vel. Hlynur sneri aftur eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik og skilaði tíu stigum og tólf fráköstum. Alexander Lindqvist átti einnig góðan leik og skoraði fimmtán stig. Kristinn var besti leikmaður Grindavíkur og Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti einnig ágætan leik; skoraði níu stig og tók tíu fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindavíkur var mun slakari en í öðrum leiknum á þriðjudaginn og alltof margir leikmenn liðsins áttu slakan leik á sóknarhelmingnum. Amenhotep Kazembe Abif hefur verið ágætur í síðustu leikjum en var gagnlaus í þessum. Hann skoraði aðeins tvö stig og tók fimm fráköst. Grindvíkingar voru nánast manni færri með hann inni á vellinum. Ólafur Ólafsson skoraði aðeins fjögur stig og þótt Dagur Kár Jónsson hafi endað með fjórtán stig og sjö stoðsendingar náði hann ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu í öðrum leiknum. Hvað gerist næst? Liðin mætast í fjórða sinn í HS Orku-höllinni í Grindavík á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar verða að vinna sigur til að knýja fram oddaleik í Ásgarði. Sigur kemur Stjörnumönnum hins vegar í undanúrslit. Ægir: Breyttum litlu hlutunum sem skipta máli í körfubolta Ægir Þór Steinarsson var besti leikmaður vallarins í dag.vísir/bára Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Stjörnunnar, lék mjög vel þegar Garðbæingar unnu Grindvíkinga í dag. „Við erum ánægðir með að ná að breyta þessum litlu hlutum sem skipta máli í körfubolta, að stíga út og vera aðeins þéttari fyrir,“ sagði Ægir eftir leik. „Ég er mjög ánægður með breytinguna frá síðasta leik. Núna fáum við tækifæri til að gera betur í Röstinni og ganga frá þessu þar.“ Stjörnumenn spiluðu sterka vörn í leiknum í dag og Grindvíkingum gekk illa að opna hana. „Við vorum aðeins eftir á í síðasta leik sem gaf þeim þriggja stiga skot og við fráköstuðum ekki nógu vel. Það er alltaf munurinn í þessu; litlu atriðin,“ sagði Ægir. Grindavík kom með áhlaup í upphafi 4. leikhluta en Stjarnan stóðst það án mikilla vandræða. „Á þeim tíma fengum við stór skot frá Hlyni [Bæringssyni] og Alexander [Lindqvist]. Við náðum að svara því. Það er kannski ekki æskilegt að svara með þriggja stiga körfum en það dugði,“ sagði Ægir. Stjarnan lék vel í fyrsta leiknum gegn Grindavík en datt svo niður í leik tvö. Ægir kveðst bjartsýnn á að Stjörnumenn nái núna að tengja saman tvo góða leiki. „Ég vona það. Ég held að það væri mikilvægt fyrir okkur að sýna að við getum það. Og það er áskorun fyrir okkur að mæta einbeittir og framkvæma litlu atriðin,“ sagði Ægir að endingu. Daníel: Skotfjöldinn svipaður en þeir með miklu betri nýtingu inni í teig Strákarnir hans Daníels Guðmundssonar þurfa að vinna á þriðjudaginn til að forðast sumarfrí.vísir/bára Daníel Guðmundsson, þjálfara Grindavíkur, fannst eitt og annað vanta upp á hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í dag. „Þeir spiluðu bara betur en við í dag. Við vorum frekar flatir í byrjun og ekki nægilega fastir fyrir. Þetta var ekki nógu gott,“ sagði Daníel. Sóknarleikur Grindavíkur gekk ekki nógu vel og liðið skoraði aðeins 69 stig í leiknum. „Við klikkuðum á alltof mörgum skotum,“ sagði Daníel. „Það var erfitt með að finna opnanir, sérstaklega úr þeim fléttum sem við höfum fengið opnanir eftir. En við fengum líka mörg opin skot. Skotfjöldinn hjá liðunum var svipaður en þeir voru með miklu betri nýtingu inni í teig. Við þurfum að laga það.“ Amenhotep Kazembe Abif náði sér engan veginn á strik í leiknum í dag og skoraði aðeins tvö stig. „Þetta gekk ekki nægilega vel hjá honum í dag,“ sagði Daníel. Hann kvaðst bjartsýnn á að Grindvíkingar nái að knýja fram oddaleik með því að vinna fjórða leikinn gegn Stjörnumönnum á þriðjudaginn. „Þetta er einvígi og við erum bara tilbúnir í næsta leik.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti