Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 16:20 Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi við fjölmiðla við Antonov An-222 Mriya flugvél, stærstu flugvél heims, í dag. AP/Efrem Lukatskí Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. Vaxandi spenna hefur verið á milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda vegna átakanna í austanverðri Úkraínu upp á síðkastið. Rússar fluttu mikið herlið að landamærunum og gáfu út hótanir um að þeir ætluðu sér að velja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Blóðug átök á milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússlandi hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tekið upp á því að gefa út vegabréf til aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja uppreisnarmennina með vopnum og herliði en því hafa stjórnvöld í Kreml ætíð neitað. „Þetta er ótvírætt fyrsta skrefið vegna þess að það sama gerðist á Krímskaga, íbúa Krímskaga fengu rússnesk vegabréf. Þetta er stórt vandamál,“ sagði Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi í dag, að því er kemur fram í frétt Reuters. Undirbúningur er nú í gangi fyrir fund Zelenskíj og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn. Segir það mistök að stöðva ekki gasleiðsluna Zelenskíj lýsti einnig áhyggjum af því að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu mildað afstöðu sína til Rússlands um of. „Ég finn stuðning þeirra en ég tel að hann gæti verið meiri. Þau vita af hug mínum, ég hef verið mjög hreinskilin við þau. Ég tel að þau hafi mildað afstöðu sína aðeins undanfarið,“ sagði forsetinn. Þá sagðist Zelenskíj óttast að Bandaríkjastjórn gæti samið við Rússa á bak við sig. Vísaði hann ákvörðunar ríkisstjórnar Joes Biden um að leggja ekki refsiaðgerðir á þýskt fyrirtæki sem vinnur að Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld óttast að missa spón úr aski sínum vegna þess að leiðslan liggur ekki í gegnum landið. Þannig missi það ekki aðeins tekjur heldur einnig mikilvægi og áhrif. „Það væri ósigur fyrir Bandaríkin og ég tel að það væri persónulegur ósigur fyrir Biden forseta. Það yrði meiriháttar sigur fyrir rússneska sambandsríkið og það hliðraði valdahlutföllum,“ sagði Zelenskíj. Jafnvel þó að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði fullvissað Zelenskíj um að hann yrði hafður með í ráðum um allar ákvarðanir varðandi Úkraínu í opinberri heimsókn fyrr í þessum mánuði sagði úkraínski forsetinn að sér væri ekki rótt. Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Vaxandi spenna hefur verið á milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda vegna átakanna í austanverðri Úkraínu upp á síðkastið. Rússar fluttu mikið herlið að landamærunum og gáfu út hótanir um að þeir ætluðu sér að velja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Blóðug átök á milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússlandi hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tekið upp á því að gefa út vegabréf til aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja uppreisnarmennina með vopnum og herliði en því hafa stjórnvöld í Kreml ætíð neitað. „Þetta er ótvírætt fyrsta skrefið vegna þess að það sama gerðist á Krímskaga, íbúa Krímskaga fengu rússnesk vegabréf. Þetta er stórt vandamál,“ sagði Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi í dag, að því er kemur fram í frétt Reuters. Undirbúningur er nú í gangi fyrir fund Zelenskíj og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn. Segir það mistök að stöðva ekki gasleiðsluna Zelenskíj lýsti einnig áhyggjum af því að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu mildað afstöðu sína til Rússlands um of. „Ég finn stuðning þeirra en ég tel að hann gæti verið meiri. Þau vita af hug mínum, ég hef verið mjög hreinskilin við þau. Ég tel að þau hafi mildað afstöðu sína aðeins undanfarið,“ sagði forsetinn. Þá sagðist Zelenskíj óttast að Bandaríkjastjórn gæti samið við Rússa á bak við sig. Vísaði hann ákvörðunar ríkisstjórnar Joes Biden um að leggja ekki refsiaðgerðir á þýskt fyrirtæki sem vinnur að Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld óttast að missa spón úr aski sínum vegna þess að leiðslan liggur ekki í gegnum landið. Þannig missi það ekki aðeins tekjur heldur einnig mikilvægi og áhrif. „Það væri ósigur fyrir Bandaríkin og ég tel að það væri persónulegur ósigur fyrir Biden forseta. Það yrði meiriháttar sigur fyrir rússneska sambandsríkið og það hliðraði valdahlutföllum,“ sagði Zelenskíj. Jafnvel þó að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði fullvissað Zelenskíj um að hann yrði hafður með í ráðum um allar ákvarðanir varðandi Úkraínu í opinberri heimsókn fyrr í þessum mánuði sagði úkraínski forsetinn að sér væri ekki rótt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31