Leiðtogi Boko Haram sagður dáinn eða alvarlega særður eftir átök við ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 15:20 Abu Bakr Shekau, leiðtogi Boko Haram. Abu Bakr Shekau, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Harem, dó eða særðist alvarlega, í átökum við vígamenn Íslamska ríkisins á Afríku (ISWAP) í norðausturhluta Nígeríu í gær. Eftir átök meðlima hryðjuverkasamtakanna var Shekau umkringdur í Sambisa skógi. Hann er sagður hafa reynt að ræða við ISIS-liða en án árangurs. Þá er hann sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér, eða sprengt sig í loft upp. Tvennum sögum fer af örlögum Shekau. AFP fréttaveitan hefur eftir einum heimildarmanni sínum í Nígeríu að Shekau sé alvarlega særður eftir að hafa reynt að skjóta sig og öðrum að hann hann hafi reynt að sprengja sig í loft upp. Aðrir miðlar hafa þó sagt frá því að Shekau hafi sprengt sig í loft og sé dáinn. Þeirra á meðal er nígeríski miðillinn HumAngle. Vert er að taka fram að Shekau hefur þó nokkrum sinnum verið sagður dáinn á undanförnum árum. AFP segir að félögum Shekau hafi tekist að koma honum til hjálpar svo hann hafi ekki verið handsamaður af ISIS-liðum. Í rúman áratug hafa íslamistar háð blóðuga uppreisn í norðausturhluta Nígeríu. Boko Haram byrjaði árásir sínar árið 2009 og hafa minnst fjörutíu þúsund manns fallið í árásum samtakanna og átökum sem tengjast þeim. Tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Sjá einnig: Liðsmenn Boko Haram grunaðir um hrottaleg morð á tugum bænda Ofbeldið hefur einnig teygt anga sína til Níger, Tjad og Kamerún. Það voru Shekau og vígamenn hans sem rændu fleiri en þrjú hundruð skólastúlkum í Chibok í Nígeríu árið 2014. Árið 2015 lýsti Shekau svo hollustu við Íslamska ríkið í Sýrlandi. Árið 2016 komu upp deilur innan Boko Haram og hryðjuverkasamtökin tvístruðust í Boko Haram og ISWAP. Samtökin hafa síðan barist sín á milli og við her Nígeríu. ISWAP hefur þó vaxið ásmegin á undanförnum árum og náð tökum á stærri svæðum í Nígeríu og gert umfangsmeiri árásir en áður. Nígería Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Hann er sagður hafa reynt að ræða við ISIS-liða en án árangurs. Þá er hann sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér, eða sprengt sig í loft upp. Tvennum sögum fer af örlögum Shekau. AFP fréttaveitan hefur eftir einum heimildarmanni sínum í Nígeríu að Shekau sé alvarlega særður eftir að hafa reynt að skjóta sig og öðrum að hann hann hafi reynt að sprengja sig í loft upp. Aðrir miðlar hafa þó sagt frá því að Shekau hafi sprengt sig í loft og sé dáinn. Þeirra á meðal er nígeríski miðillinn HumAngle. Vert er að taka fram að Shekau hefur þó nokkrum sinnum verið sagður dáinn á undanförnum árum. AFP segir að félögum Shekau hafi tekist að koma honum til hjálpar svo hann hafi ekki verið handsamaður af ISIS-liðum. Í rúman áratug hafa íslamistar háð blóðuga uppreisn í norðausturhluta Nígeríu. Boko Haram byrjaði árásir sínar árið 2009 og hafa minnst fjörutíu þúsund manns fallið í árásum samtakanna og átökum sem tengjast þeim. Tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Sjá einnig: Liðsmenn Boko Haram grunaðir um hrottaleg morð á tugum bænda Ofbeldið hefur einnig teygt anga sína til Níger, Tjad og Kamerún. Það voru Shekau og vígamenn hans sem rændu fleiri en þrjú hundruð skólastúlkum í Chibok í Nígeríu árið 2014. Árið 2015 lýsti Shekau svo hollustu við Íslamska ríkið í Sýrlandi. Árið 2016 komu upp deilur innan Boko Haram og hryðjuverkasamtökin tvístruðust í Boko Haram og ISWAP. Samtökin hafa síðan barist sín á milli og við her Nígeríu. ISWAP hefur þó vaxið ásmegin á undanförnum árum og náð tökum á stærri svæðum í Nígeríu og gert umfangsmeiri árásir en áður.
Nígería Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira