Börn sem þátttakendur í heimi fullorðinna Þóra Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 07:00 Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda. Meðal áhugaverðustu réttinda barna eru þátttökuréttindi þeirra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að láta skoðun sína í ljós og að virðing sé borin fyrir þeim, þau eiga að njóta frelsis til að deila hugmyndum sínum og reynslu. Til þess að þau réttindi séu virk í raun þarf samfélagið að skapa farveg fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og berast. Reynsla og skoðanir barna eru mikilvægar upplýsingar fyrir samfélagið til að skapa betri heim. Fyrir þingi eru nú nokkur mál sem áhrif geta haft og skipta miklu máli fyrir þátttöku barna. Ég nefni hér þrjú mál. Tvö fjalla um lækkun kosningaaldurs, annars vegar tillaga um að í stjórnarskránni verði kveðið á um að börn geti tekið þátt í Alþingiskosningum við 16 ára aldur og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sem lagt er til að börn geti tekið þátt í þeim við 16 ára aldur. Bæði frumvörpin eru svokölluð þingmannamál. Barnaheill sendu umsögn um bæði málin og fögnuðu framlagningu þeirra og telja þau bæði til þess fallin að styrkja stöðu barna í samfélaginu. Þriðja málið sem skal nefnt er stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla. Það er einnig mál sem Barnaheill styðja og skiluðu jákvæðri umsögn um. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af hálfu Barnaheilla að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að börn geti tekið þátt í stjórn félaga. Í frumvarpinu er þess aðeins getið að stjórnarmenn skuli vera lögráða. Í umsögn Barnaheilla kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til að mynda félög og taka þátt í þeim, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti því ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, [innsk. lögráða] heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa með takmarkaðri ábyrgð.“ Barnaheill hafa nú í nokkur ár gert ráð fyrir þátttöku fulltrúa ungmennaráðs Barnaheilla í stjórn samtakanna með góðum árangri. Í lögum Barnaheilla segir að fulltrúi ungmennaráðs hafi rétt til setu á stjórnarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Hér er því að finna dæmi um aðferð til að gera börnum kleift að taka þátt í stjórnarstörfum félaga, með takmarkaðri ábyrgð. Að mati Barnaheilla hefði mátt tiltaka það í frumvarpinu að félögum væri heimilt að gera ráð fyrir þátttöku barna á stjórnarfundum með takmörkuðum hætti. Ef ekki er fjallað um börn eða ráð fyrir þeim gert, er ólíklegt að þeim verði boðið til þátttöku í stjórnum félaga. Viðhorf til þátttökuréttinda barna breytast hægt ef lög gera ekki ráð fyrir þeim. Að mati Barnaheilla ætti samfélagið að nýta raddir barna til mótunar og þróunar og læra að hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið. Reynsluheimur barna kemur að gagni við stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækja, þegar og ef áhugasömum börnum eru fengnar upplýsingar á viðeigandi og barnvænan hátt, svo þau megi taka upplýstar ákvarðanir og tjá skoðanir sínar eftir þörfum. Barnaheill vilja því hvetja stjórnir félaga til að skapa farveg fyrir þátttöku barna í starfi þeirra með reglubundnu samtali við börn og ungmenni og með því að gera þeim kleift að taka þátt á stjórnarfundum. Bjóðum börnum til þátttöku! Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda. Meðal áhugaverðustu réttinda barna eru þátttökuréttindi þeirra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að láta skoðun sína í ljós og að virðing sé borin fyrir þeim, þau eiga að njóta frelsis til að deila hugmyndum sínum og reynslu. Til þess að þau réttindi séu virk í raun þarf samfélagið að skapa farveg fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og berast. Reynsla og skoðanir barna eru mikilvægar upplýsingar fyrir samfélagið til að skapa betri heim. Fyrir þingi eru nú nokkur mál sem áhrif geta haft og skipta miklu máli fyrir þátttöku barna. Ég nefni hér þrjú mál. Tvö fjalla um lækkun kosningaaldurs, annars vegar tillaga um að í stjórnarskránni verði kveðið á um að börn geti tekið þátt í Alþingiskosningum við 16 ára aldur og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sem lagt er til að börn geti tekið þátt í þeim við 16 ára aldur. Bæði frumvörpin eru svokölluð þingmannamál. Barnaheill sendu umsögn um bæði málin og fögnuðu framlagningu þeirra og telja þau bæði til þess fallin að styrkja stöðu barna í samfélaginu. Þriðja málið sem skal nefnt er stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla. Það er einnig mál sem Barnaheill styðja og skiluðu jákvæðri umsögn um. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af hálfu Barnaheilla að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að börn geti tekið þátt í stjórn félaga. Í frumvarpinu er þess aðeins getið að stjórnarmenn skuli vera lögráða. Í umsögn Barnaheilla kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til að mynda félög og taka þátt í þeim, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti því ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, [innsk. lögráða] heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa með takmarkaðri ábyrgð.“ Barnaheill hafa nú í nokkur ár gert ráð fyrir þátttöku fulltrúa ungmennaráðs Barnaheilla í stjórn samtakanna með góðum árangri. Í lögum Barnaheilla segir að fulltrúi ungmennaráðs hafi rétt til setu á stjórnarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Hér er því að finna dæmi um aðferð til að gera börnum kleift að taka þátt í stjórnarstörfum félaga, með takmarkaðri ábyrgð. Að mati Barnaheilla hefði mátt tiltaka það í frumvarpinu að félögum væri heimilt að gera ráð fyrir þátttöku barna á stjórnarfundum með takmörkuðum hætti. Ef ekki er fjallað um börn eða ráð fyrir þeim gert, er ólíklegt að þeim verði boðið til þátttöku í stjórnum félaga. Viðhorf til þátttökuréttinda barna breytast hægt ef lög gera ekki ráð fyrir þeim. Að mati Barnaheilla ætti samfélagið að nýta raddir barna til mótunar og þróunar og læra að hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið. Reynsluheimur barna kemur að gagni við stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækja, þegar og ef áhugasömum börnum eru fengnar upplýsingar á viðeigandi og barnvænan hátt, svo þau megi taka upplýstar ákvarðanir og tjá skoðanir sínar eftir þörfum. Barnaheill vilja því hvetja stjórnir félaga til að skapa farveg fyrir þátttöku barna í starfi þeirra með reglubundnu samtali við börn og ungmenni og með því að gera þeim kleift að taka þátt á stjórnarfundum. Bjóðum börnum til þátttöku! Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar