Brynja Dan í framboð fyrir Framsókn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 20:54 Brynja Dan er stofnandi Extraloppunnar. visir Brynja Dan Gunnarsdóttir mun skipa annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður í komandi þingkosningum í haust. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipar fyrsta sæti listans. Þetta staðfesti Brynja við Vísi í kvöld en Fréttablaðið greindi fyrst frá. Brynja Dan hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og í þjóðfélaginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig áhrifavald. „Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extraloppunnar, fyrir Leitina að upprunanum og fyrir að vera endalaust að rugga bátum,“ segir Brynja í samtali við Vísi en Brynja var viðfangsefni fyrstu þátta þáttaseríunnar Leitin að upprunanum árið 2016. Brynja er ættleidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla í fjögur ár og tók nýverið sæti í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér jákvæðar breytingar í ættleiðingarmálum á Íslandi. Reykjavík verið Framsókn erfið Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjördæminu í síðustu þingkosningum en ráðherrann Ásmundur Einar ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar. Ásmundur er samkvæmt nýjustu könnunum næstvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar á eftir forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta útspil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson skipaði efsta sæti listans. Lilja leiðir í suðri Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður. Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum. Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir „Skapaðist ástand“ vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira
Brynja Dan hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og í þjóðfélaginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig áhrifavald. „Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extraloppunnar, fyrir Leitina að upprunanum og fyrir að vera endalaust að rugga bátum,“ segir Brynja í samtali við Vísi en Brynja var viðfangsefni fyrstu þátta þáttaseríunnar Leitin að upprunanum árið 2016. Brynja er ættleidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla í fjögur ár og tók nýverið sæti í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér jákvæðar breytingar í ættleiðingarmálum á Íslandi. Reykjavík verið Framsókn erfið Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjördæminu í síðustu þingkosningum en ráðherrann Ásmundur Einar ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar. Ásmundur er samkvæmt nýjustu könnunum næstvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar á eftir forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta útspil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson skipaði efsta sæti listans. Lilja leiðir í suðri Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður. Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum. Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir „Skapaðist ástand“ vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira