Brynja Dan í framboð fyrir Framsókn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 20:54 Brynja Dan er stofnandi Extraloppunnar. visir Brynja Dan Gunnarsdóttir mun skipa annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður í komandi þingkosningum í haust. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipar fyrsta sæti listans. Þetta staðfesti Brynja við Vísi í kvöld en Fréttablaðið greindi fyrst frá. Brynja Dan hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og í þjóðfélaginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig áhrifavald. „Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extraloppunnar, fyrir Leitina að upprunanum og fyrir að vera endalaust að rugga bátum,“ segir Brynja í samtali við Vísi en Brynja var viðfangsefni fyrstu þátta þáttaseríunnar Leitin að upprunanum árið 2016. Brynja er ættleidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla í fjögur ár og tók nýverið sæti í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér jákvæðar breytingar í ættleiðingarmálum á Íslandi. Reykjavík verið Framsókn erfið Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjördæminu í síðustu þingkosningum en ráðherrann Ásmundur Einar ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar. Ásmundur er samkvæmt nýjustu könnunum næstvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar á eftir forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta útspil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson skipaði efsta sæti listans. Lilja leiðir í suðri Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður. Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum. Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Brynja Dan hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og í þjóðfélaginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig áhrifavald. „Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extraloppunnar, fyrir Leitina að upprunanum og fyrir að vera endalaust að rugga bátum,“ segir Brynja í samtali við Vísi en Brynja var viðfangsefni fyrstu þátta þáttaseríunnar Leitin að upprunanum árið 2016. Brynja er ættleidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla í fjögur ár og tók nýverið sæti í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér jákvæðar breytingar í ættleiðingarmálum á Íslandi. Reykjavík verið Framsókn erfið Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjördæminu í síðustu þingkosningum en ráðherrann Ásmundur Einar ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar. Ásmundur er samkvæmt nýjustu könnunum næstvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar á eftir forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta útspil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson skipaði efsta sæti listans. Lilja leiðir í suðri Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður. Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum. Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira