Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Stjarnan 0-1 | Sterkur sigur Garðbæingar í Þorpinu Árni Gísli Magnússon skrifar 19. maí 2021 20:57 Breiðablik Þór/KA Pepsí Max deild kvenna sumar 2021 fótbolti KSÍ Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Þór/KA og Stjarnan mættust í 4. umferð Pepsi-Max deildar kvenna í dag. Fyrir leikinn voru Stjörnukonur aðeins með eitt stig sem þær fengu gegn nýliðum Keflavík og voru þær því í leit að sínum fyrsta sigri. Þór/KA var með 3 stig eftir sigur gegn ÍBV úti í eyjum í fyrstu umferð og voru þær því í leit að sínum fyrsta heimasigri. Leikurinn fór heldur rólega af stað en Þór/KA fór að halda meira í boltann eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn án þess þó að skapa sér nein hættuleg færi. Arna Sif fékk tvö ágætis færi eftir fyrirgjafir en skallaði boltann framhjá í bæði skiptin. Markalaust í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku heimakonur yfir leikinn og stjórnuðu honum í raun allt til enda. Stjörnukonur lögðust langt til baka og voru gríðarlega skipulagðar og gáfu fá færi á sér og reyndu að sækja hratt þegar boltinn vannst en þær misstu hann yfirleitt um leið aftur. Seinni hálfleikurinn var ákaflega bragðdaufur en Maria Catharina Gros átti nokkra flotta spretti sem vantaði að binda endahnútinn á. Það var ekki fyrr en komnar voru 3 mínútur fram yfir venjulegan leiktíma að mark kom í leikinn. Þar voru Stjörnukonur að verki þvert gegn gangi leiksins. Stjarnan náði aðeins að halda boltanum innan liðsins og Heiða Ragney átti fyrirgjöf inn í teiginn og eftir smá darraðadans féll boltinn fyrir fæturnar á Hildigunni Ýr sem kom honum í netið og tryggði gestunum vægast sagt dramatískan sigur, 0-1. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan vann fyrst og fremst þökk sé skipulögðum varnarleik. Sóknarleikur liðsins var nánast enginn og áttu þær held ég ekki skot á mark fyrr en þær skoruðu í uppbótartíma. Hverjar stóðu upp úr? Arna Sif var feykilega örugg í dag. Hún tapaði ekki návígi allan leikinn og öskraði liðsmenn sína áfram þegar á þurfti. María Catharina Gros átti flottar rispur en vantaði aðeins meiri hjálp stundum. Chante Serese var örugg í marki Stjörnunnar og greip oft virkilega vel inní. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þór/KA gekk illa í dag. Þegar komið var inn á síðasta þriðjung var eins og hugmyndaflug vantaði til að brjóta niður varnarmúr gestanna. Sóknarleikur Stjörnunnar gekk sömuleiðis illa enda væru þær lítið með boltann. Hvað gerist næst? Þór/KA heldur vestur á Sauðárkrók fimmtudaginn 27. maí og mæta þar heimakonum í Tindastóli. Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á Samsungvöllinn miðvikudaginn 26. maí. Kristján: Mjög ánægður með hvernig þær hömuðust í þeim þarna í lokin Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var sáttur í leikslok. „Við erum mjög ánægð með sigurinn, engin spurning. Þokkalega sáttur við fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik var bras á okkur. Mér finnst leikurinn jafn í fyrri hálfleik og við náum aðeins að halda boltanum og ýta á þær framarlega en í seinni hálfleik missum við alveg tök á leiknum, þjöppuðumst aftar og unnum ekki seinni boltana sem við vorum að vinna í fyrri hálfleik. Þór/KA unnu seinni boltana í seinni hálfleik og tóku bara yfir leikinn og í uppspilinu náum við ekki einu sinni að halda boltanum eitt né neitt. Að standa vörnina í þessar 25 mínútur í seinni hálfleik, það var bara eitthvað sem við þurftum að glíma við og vinna okkur út úr og það tókst og ég bjóst alveg við að við kæmum til baka svona seinna í lok leiksins en uppleggið var ekki endilega að liggja svona til baka, þetta bara þróaðist svona.” Varnarleikur Stjörnunar var virkilega skipulagður og virtust sóknir Þór/KA alltaf stranda þegar þær komust inn á síðasta þriðjung. Kristján segir að þrátt fyrir varnarleikinn í dag hafi sóknarleikurinn verið í forgrunni á æfingum liðsins. „Ég get nú alveg sagt það að við erum búin að vinna meira í sóknarleiknum en þær þekkja færslurnar vel. Það er erfitt að skora mörk í fótbolta og ef þú leggur þig fram við að loka markinu þá tekst þér það mjög oft.” „Ég er mjög ánægður með það hvernig þær hömuðust í þeim þarna í lokin og pressuðu eiginlega þetta mark inn. Eitt af því sem við lögðum upp með var þéttleiki í liðinu og í seinni hálfleik þurftum við að standa og verjast og liðið var þétt fram á seinustu mínútu og í uppbótartíma og við hættum ekki að pressa þótt það hafi verið mjög erfitt í seinni hálfleik”, sagði Kristján og virtist virkilega ánægður með vinnuframlagið hjá sínu liði í dag. Stjarnarn mætir Þrótt í næsta leik og Kristján telur ekki líklegt að sá leikur endi í markasúpu líkt og leikur liðanna í fyrra. „Það er bara spennandi leikur, það fór 5-5 í fyrra þar sem var mikið bíó og ætli við forum ekki í annann svoleiðis, nei þú sást nú vörnina hjá okkur við endum aldrei í 5-5.” Bojana: Stjarnan fékk eitt færi og náði að klára það „Bara mjög svekkjandi, ef ég er hreinskilin þá er mjög svekkjandi að tapa svona leik. Stjarnan fékk eitt færi og náði að klára það. Þetta er bara stolinn leikur”, sagði Bojana Besic aðstoðarþjálfari Þór/KA eftir að hafa fengið á sig sigurmark á lokarandartökum leiksins Bojana var ágætlega sátt við spilamennskuna í dag en fannst vanta upp á gæðin á síðasta þriðjung vallarins. „Mér fannst við spila vel þangað til á síðasta þriðjung og er ánægð með spilamennskuna en ég verð að hrósa Stjörnunni fyrir góða taktík varnarlega. Við í rauninni vorum bara með planað að spila vel í fætur og reyna finna svæðin innfyrir þær en þetta eru tveir mismunandi hálfleikir og við náðum að lesa þær svolítið í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik lokuðu þær aðeins betur miðsvæðinu og þá opnaðist aðeins út á kantana en við náðum ekki að koma með boltann upp í hornin.” Arna Sif snéri aftur í lið Þór/KA í dag eftir að hafa spilað í Skotlandi í vetur og Bojana segir hana gefa liðinu mikið. „Rosalega mikið, hún er mikill leiðtogi og býr til meiri stemmingu og öryggi í liðinu þannig að þetta er rosalega mikill plús fyrir okkur og við erum rosalega ánægð að fá hana til baka” Hulda Björg og Arna Sif voru mjög öruggar í miðvarðarstöðunum í dag og var Bojana stuttorð þegar hún var spurð hvort þær myndu áfram mynda miðvarðapar liðsins. „Já alveg pottþétt”. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan
Þór/KA og Stjarnan mættust í 4. umferð Pepsi-Max deildar kvenna í dag. Fyrir leikinn voru Stjörnukonur aðeins með eitt stig sem þær fengu gegn nýliðum Keflavík og voru þær því í leit að sínum fyrsta sigri. Þór/KA var með 3 stig eftir sigur gegn ÍBV úti í eyjum í fyrstu umferð og voru þær því í leit að sínum fyrsta heimasigri. Leikurinn fór heldur rólega af stað en Þór/KA fór að halda meira í boltann eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn án þess þó að skapa sér nein hættuleg færi. Arna Sif fékk tvö ágætis færi eftir fyrirgjafir en skallaði boltann framhjá í bæði skiptin. Markalaust í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku heimakonur yfir leikinn og stjórnuðu honum í raun allt til enda. Stjörnukonur lögðust langt til baka og voru gríðarlega skipulagðar og gáfu fá færi á sér og reyndu að sækja hratt þegar boltinn vannst en þær misstu hann yfirleitt um leið aftur. Seinni hálfleikurinn var ákaflega bragðdaufur en Maria Catharina Gros átti nokkra flotta spretti sem vantaði að binda endahnútinn á. Það var ekki fyrr en komnar voru 3 mínútur fram yfir venjulegan leiktíma að mark kom í leikinn. Þar voru Stjörnukonur að verki þvert gegn gangi leiksins. Stjarnan náði aðeins að halda boltanum innan liðsins og Heiða Ragney átti fyrirgjöf inn í teiginn og eftir smá darraðadans féll boltinn fyrir fæturnar á Hildigunni Ýr sem kom honum í netið og tryggði gestunum vægast sagt dramatískan sigur, 0-1. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan vann fyrst og fremst þökk sé skipulögðum varnarleik. Sóknarleikur liðsins var nánast enginn og áttu þær held ég ekki skot á mark fyrr en þær skoruðu í uppbótartíma. Hverjar stóðu upp úr? Arna Sif var feykilega örugg í dag. Hún tapaði ekki návígi allan leikinn og öskraði liðsmenn sína áfram þegar á þurfti. María Catharina Gros átti flottar rispur en vantaði aðeins meiri hjálp stundum. Chante Serese var örugg í marki Stjörnunnar og greip oft virkilega vel inní. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þór/KA gekk illa í dag. Þegar komið var inn á síðasta þriðjung var eins og hugmyndaflug vantaði til að brjóta niður varnarmúr gestanna. Sóknarleikur Stjörnunnar gekk sömuleiðis illa enda væru þær lítið með boltann. Hvað gerist næst? Þór/KA heldur vestur á Sauðárkrók fimmtudaginn 27. maí og mæta þar heimakonum í Tindastóli. Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á Samsungvöllinn miðvikudaginn 26. maí. Kristján: Mjög ánægður með hvernig þær hömuðust í þeim þarna í lokin Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var sáttur í leikslok. „Við erum mjög ánægð með sigurinn, engin spurning. Þokkalega sáttur við fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik var bras á okkur. Mér finnst leikurinn jafn í fyrri hálfleik og við náum aðeins að halda boltanum og ýta á þær framarlega en í seinni hálfleik missum við alveg tök á leiknum, þjöppuðumst aftar og unnum ekki seinni boltana sem við vorum að vinna í fyrri hálfleik. Þór/KA unnu seinni boltana í seinni hálfleik og tóku bara yfir leikinn og í uppspilinu náum við ekki einu sinni að halda boltanum eitt né neitt. Að standa vörnina í þessar 25 mínútur í seinni hálfleik, það var bara eitthvað sem við þurftum að glíma við og vinna okkur út úr og það tókst og ég bjóst alveg við að við kæmum til baka svona seinna í lok leiksins en uppleggið var ekki endilega að liggja svona til baka, þetta bara þróaðist svona.” Varnarleikur Stjörnunar var virkilega skipulagður og virtust sóknir Þór/KA alltaf stranda þegar þær komust inn á síðasta þriðjung. Kristján segir að þrátt fyrir varnarleikinn í dag hafi sóknarleikurinn verið í forgrunni á æfingum liðsins. „Ég get nú alveg sagt það að við erum búin að vinna meira í sóknarleiknum en þær þekkja færslurnar vel. Það er erfitt að skora mörk í fótbolta og ef þú leggur þig fram við að loka markinu þá tekst þér það mjög oft.” „Ég er mjög ánægður með það hvernig þær hömuðust í þeim þarna í lokin og pressuðu eiginlega þetta mark inn. Eitt af því sem við lögðum upp með var þéttleiki í liðinu og í seinni hálfleik þurftum við að standa og verjast og liðið var þétt fram á seinustu mínútu og í uppbótartíma og við hættum ekki að pressa þótt það hafi verið mjög erfitt í seinni hálfleik”, sagði Kristján og virtist virkilega ánægður með vinnuframlagið hjá sínu liði í dag. Stjarnarn mætir Þrótt í næsta leik og Kristján telur ekki líklegt að sá leikur endi í markasúpu líkt og leikur liðanna í fyrra. „Það er bara spennandi leikur, það fór 5-5 í fyrra þar sem var mikið bíó og ætli við forum ekki í annann svoleiðis, nei þú sást nú vörnina hjá okkur við endum aldrei í 5-5.” Bojana: Stjarnan fékk eitt færi og náði að klára það „Bara mjög svekkjandi, ef ég er hreinskilin þá er mjög svekkjandi að tapa svona leik. Stjarnan fékk eitt færi og náði að klára það. Þetta er bara stolinn leikur”, sagði Bojana Besic aðstoðarþjálfari Þór/KA eftir að hafa fengið á sig sigurmark á lokarandartökum leiksins Bojana var ágætlega sátt við spilamennskuna í dag en fannst vanta upp á gæðin á síðasta þriðjung vallarins. „Mér fannst við spila vel þangað til á síðasta þriðjung og er ánægð með spilamennskuna en ég verð að hrósa Stjörnunni fyrir góða taktík varnarlega. Við í rauninni vorum bara með planað að spila vel í fætur og reyna finna svæðin innfyrir þær en þetta eru tveir mismunandi hálfleikir og við náðum að lesa þær svolítið í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik lokuðu þær aðeins betur miðsvæðinu og þá opnaðist aðeins út á kantana en við náðum ekki að koma með boltann upp í hornin.” Arna Sif snéri aftur í lið Þór/KA í dag eftir að hafa spilað í Skotlandi í vetur og Bojana segir hana gefa liðinu mikið. „Rosalega mikið, hún er mikill leiðtogi og býr til meiri stemmingu og öryggi í liðinu þannig að þetta er rosalega mikill plús fyrir okkur og við erum rosalega ánægð að fá hana til baka” Hulda Björg og Arna Sif voru mjög öruggar í miðvarðarstöðunum í dag og var Bojana stuttorð þegar hún var spurð hvort þær myndu áfram mynda miðvarðapar liðsins. „Já alveg pottþétt”.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti