Skiptu 22 sinnum um forystu í leik eitt og stríð KR og Vals heldur áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 14:01 Matthías Orri Sigurðarson var að spila á móti KR í síðustu úrslitakeppni en nú er hann með KR á móti Val þar sem eru margir úr KR-liðinu sem hann mætti í úrslitakeppninni 2019. Vísir/Bára Vísir hitar upp fyrir stórleik kvöldsins með myndbandi um það helsta sem gerðist í frábærum fyrsta leik KR-inga og Valsmanna. Annar leikur KR og Vals í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld og ef það er eitthvað að marka fyrsta leikinn þá er von á mikilli veislu í Frostaskjólinu. KR vann dramatískan sigur á Valsliðinu í leik en sá leikur fór alla leið í framlengingu og endaði á því að Tyler Sabin tryggði KR eins stigs sigur, 99-98, með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en lokaskotið geigaði hjá gamla KR-ingnum Pavel Ermolinskij. Það var mikið um sviftingar í þessum leik sem sést vel á því að leikurinn var þrettán sinnum jafn og liðin skiptu 22 sinnum um forystu. Hér fyrir neðan má sjá sögu þessa fyrsta leiks. Klippa: Saga leiks eitt í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta KR-ingar, ekki síst þjálfarinn, fögnuðu eins og þeir væru búnir að vinna einvígið og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik tvö í kvöld. Þrír sigrar koma liði áfram í undanúrslit. KR-liðið „þarf“ að spila þennan leik á heimavelli sínum sem flestum þætti kostur en kannski ekki KR-ingum sem hafa tapað átta af ellefu heimaleikjum sínum í vetur þar á meðal með tíu stigum í leik á móti Valsmönnum í mars. Miðjan mætti hins vegar á fyrsta leikinn og er kannski það sem hefur vantar fyrir KR-liðið í heimaleikjum vetrarins. Valsmenn hafa heldur ekki fagnað sigri í leik í úrslitakeppni í meira en 29 ár en á sama tíma hafa KR-ingar unnið 10 Íslandsmeistaratitla og alls 118 sigurleiki í úrslitakeppni. Frá því að Valur vann síðast leik í úrslitakeppni 7. apríl 1992 hafa KR-ingar sent heil 38 lið í sumarfrí í úrslitakeppni. KR treystir mikið á þriggja stiga skotin en liðið nýtt 59 prósent þriggja stiga skota sinna í leik eitt. Það er besta nýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur. Sex leikmenn KR liðsins hittu 60 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum en meðal þeirra sem gerðu það ekki voru skytturnar Brynjar Þór Björnsson (1 af 3) og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (0 af 2). Þriggja stiga nýting KR-liðsins skiptir liðið miklu máli, liðið hefur unnið 12 af 14 leikjum þar sem Vesturbæingar nýta 35 prósent skota sinna eða betur en hafa á móti tapað 8 af 9 leikjum þegar þriggja stiga skotnýtingin er undir 35 prósentum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28) Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Annar leikur KR og Vals í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld og ef það er eitthvað að marka fyrsta leikinn þá er von á mikilli veislu í Frostaskjólinu. KR vann dramatískan sigur á Valsliðinu í leik en sá leikur fór alla leið í framlengingu og endaði á því að Tyler Sabin tryggði KR eins stigs sigur, 99-98, með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en lokaskotið geigaði hjá gamla KR-ingnum Pavel Ermolinskij. Það var mikið um sviftingar í þessum leik sem sést vel á því að leikurinn var þrettán sinnum jafn og liðin skiptu 22 sinnum um forystu. Hér fyrir neðan má sjá sögu þessa fyrsta leiks. Klippa: Saga leiks eitt í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta KR-ingar, ekki síst þjálfarinn, fögnuðu eins og þeir væru búnir að vinna einvígið og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik tvö í kvöld. Þrír sigrar koma liði áfram í undanúrslit. KR-liðið „þarf“ að spila þennan leik á heimavelli sínum sem flestum þætti kostur en kannski ekki KR-ingum sem hafa tapað átta af ellefu heimaleikjum sínum í vetur þar á meðal með tíu stigum í leik á móti Valsmönnum í mars. Miðjan mætti hins vegar á fyrsta leikinn og er kannski það sem hefur vantar fyrir KR-liðið í heimaleikjum vetrarins. Valsmenn hafa heldur ekki fagnað sigri í leik í úrslitakeppni í meira en 29 ár en á sama tíma hafa KR-ingar unnið 10 Íslandsmeistaratitla og alls 118 sigurleiki í úrslitakeppni. Frá því að Valur vann síðast leik í úrslitakeppni 7. apríl 1992 hafa KR-ingar sent heil 38 lið í sumarfrí í úrslitakeppni. KR treystir mikið á þriggja stiga skotin en liðið nýtt 59 prósent þriggja stiga skota sinna í leik eitt. Það er besta nýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur. Sex leikmenn KR liðsins hittu 60 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum en meðal þeirra sem gerðu það ekki voru skytturnar Brynjar Þór Björnsson (1 af 3) og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (0 af 2). Þriggja stiga nýting KR-liðsins skiptir liðið miklu máli, liðið hefur unnið 12 af 14 leikjum þar sem Vesturbæingar nýta 35 prósent skota sinna eða betur en hafa á móti tapað 8 af 9 leikjum þegar þriggja stiga skotnýtingin er undir 35 prósentum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28)
Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28)
Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira