Segja ekkert vopnahlé á borðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. maí 2021 12:01 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. EPA/DEBBIE HILL Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir ekkert vopnahlé til umræðu á milli Ísraela og Hamas-samtakanna. Enn geisa hörð átök og á þriðja hundrað hafa farist í loftárásum á Gasasvæðið. Netanjahú boðaði til blaðamannafundar í Tel Aviv stuttu fyrir hádegi þar sem hann talaði um átökin og framtíðarhorfur. Hann sagði einungis tvær leiðir til að svara eldflaugaárásum Hamas-samtakanna. Annars vegar sé hægt að uppræta samtökin, hins vegar hræða þau frá slíkum árásum í framtíðinni. „Nú erum við að aftra árásum af fullum krafti en við útilokum ekkert. Vonandi getum við komið á friði sem fyrst. Ég vil taka það fram að við erum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að forðast mannfall almennra borgara,“sagði Netanjahú. Palestínska heilbrigðisráðuneytið segir tugi barna hafa farist í loftárásunum. Bæði Netanjahú og heimildarmenn breska ríkisútvarpsins innan ísraelska hersins sögðu ekkert vopnahlé til umræðu þessa stundina. Franska fréttaveitan AFP hefur aðra sögu að segja en heimildarmenn hennar segja Ísraela nú vega og meta stöðuna og hvort rétt sé að hætta loftárásum til að koma á vopnahléi. Herinn sé þó tilbúinn til að halda árásunum áfram en til að vopnahlé sé möguleiki vill herinn fyrst vera viss um að geta Hamas til árása hafi minnkað mjög. Fjöldi leiðtoga hefur farið fram á að vopnahléi verði komið á sem allra fyrst. Emmanuel Macron Frakklandsforseti þar á meðal, en hann vinnur með ráðamönnum í Egyptalandi og Jórdaníu að tillögu um vopnahlé. Ísrael Palestína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Netanjahú boðaði til blaðamannafundar í Tel Aviv stuttu fyrir hádegi þar sem hann talaði um átökin og framtíðarhorfur. Hann sagði einungis tvær leiðir til að svara eldflaugaárásum Hamas-samtakanna. Annars vegar sé hægt að uppræta samtökin, hins vegar hræða þau frá slíkum árásum í framtíðinni. „Nú erum við að aftra árásum af fullum krafti en við útilokum ekkert. Vonandi getum við komið á friði sem fyrst. Ég vil taka það fram að við erum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að forðast mannfall almennra borgara,“sagði Netanjahú. Palestínska heilbrigðisráðuneytið segir tugi barna hafa farist í loftárásunum. Bæði Netanjahú og heimildarmenn breska ríkisútvarpsins innan ísraelska hersins sögðu ekkert vopnahlé til umræðu þessa stundina. Franska fréttaveitan AFP hefur aðra sögu að segja en heimildarmenn hennar segja Ísraela nú vega og meta stöðuna og hvort rétt sé að hætta loftárásum til að koma á vopnahléi. Herinn sé þó tilbúinn til að halda árásunum áfram en til að vopnahlé sé möguleiki vill herinn fyrst vera viss um að geta Hamas til árása hafi minnkað mjög. Fjöldi leiðtoga hefur farið fram á að vopnahléi verði komið á sem allra fyrst. Emmanuel Macron Frakklandsforseti þar á meðal, en hann vinnur með ráðamönnum í Egyptalandi og Jórdaníu að tillögu um vopnahlé.
Ísrael Palestína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira