Líður ekki eins og hann sé í Eurovision lengur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2021 11:53 Daði Freyr ræddi við Vísi úr sóttkvínni í gegn um Zoom. vísir Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Eurovision en vera fastur í sóttkví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótelherbergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Eurovision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í generalprufu. Þetta er alveg súrrealískt.“ Íslenski hópurinn hefur verið í sóttkví í tvo daga eftir að smit kom upp hjá meðlimi hans. Hinir í hópnum fengu neikvætt úr sýnatöku í gær en verða að fara í aðra í fyrramálið og fá neikvætt aftur til að geta stigið á svið í undankeppninni á fimmtudagskvöld. Ekki mætt til að ganga á teppi Hann segir sóttkvína ekki hafa sett stórkostlegt strik í reikninginn fyrir hópinn enda eigi keppendur almennt að halda sig nokkuð til hlés vegna smithættu í Rotterdam. „Það eina svona stóra er að við fengum ekki að fara á rauða dregilinn í Eurovision. En við höfum ekkert allt of miklar áhyggjur af því – við erum hérna til að keppa í Eurovision en ekki til að ganga á teppi.“ Finniði fyrir miklum áhuga á atriðinu úti? „Já, við finnum fyrir rosa miklum áhuga. Sérstaklega eftir fyrstu æfinguna, hún gekk rosa vel og það er mjög vel tekið í þetta. Og fólk er mjög spennt að taka við okkur viðtöl og eitthvað. Ég held það sé mjög góð stemmning fyrir okkur.“ Spurður hvort hann finni fyrir nokkru stressi undir afar rólegu yfirbragði fyrir því að koma fram í beinni fyrir framan Evrópu segist Daði vera mjög slakur. „Ég held að það séu allir í hópnum bara nokkuð slakir. Stressið kemur þegar maður er kominn upp á svið og svo rétt áður en lagið byrjar. Þegar maður er svo byrjaður að syngja aðeins þá er þetta allt í lagi held ég,“ segir hann. „Það eru svona fimmtán sekúndur áður en ég byrja að syngja þegar lagið er byrjað og við erum að halda sömu pósunni. Þessar fimmtán sekúndur geta alveg liðið eins og langur tími en ég hugsa að þetta verði allt í lagi.“ Hann kveðst þá bjartsýnn á gott gengi Íslands í keppninni í ár. Eins og er situr Ísland í fjórða sæti yfir sigurstranglegustu atriði keppninnar hjá öllum helstu veðbönkum. „Ég held að við eigum bara jafn miklar líkur og allir aðrir. Við setjum fókusinn á að komast í úrslitin á laugardaginn svo að það verði gott partý á Íslandi á laugardaginn. Svo sjáum við bara hvert fókusinn fer ef við komumst áfram.“ Eurovision Holland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Íslenski hópurinn hefur verið í sóttkví í tvo daga eftir að smit kom upp hjá meðlimi hans. Hinir í hópnum fengu neikvætt úr sýnatöku í gær en verða að fara í aðra í fyrramálið og fá neikvætt aftur til að geta stigið á svið í undankeppninni á fimmtudagskvöld. Ekki mætt til að ganga á teppi Hann segir sóttkvína ekki hafa sett stórkostlegt strik í reikninginn fyrir hópinn enda eigi keppendur almennt að halda sig nokkuð til hlés vegna smithættu í Rotterdam. „Það eina svona stóra er að við fengum ekki að fara á rauða dregilinn í Eurovision. En við höfum ekkert allt of miklar áhyggjur af því – við erum hérna til að keppa í Eurovision en ekki til að ganga á teppi.“ Finniði fyrir miklum áhuga á atriðinu úti? „Já, við finnum fyrir rosa miklum áhuga. Sérstaklega eftir fyrstu æfinguna, hún gekk rosa vel og það er mjög vel tekið í þetta. Og fólk er mjög spennt að taka við okkur viðtöl og eitthvað. Ég held það sé mjög góð stemmning fyrir okkur.“ Spurður hvort hann finni fyrir nokkru stressi undir afar rólegu yfirbragði fyrir því að koma fram í beinni fyrir framan Evrópu segist Daði vera mjög slakur. „Ég held að það séu allir í hópnum bara nokkuð slakir. Stressið kemur þegar maður er kominn upp á svið og svo rétt áður en lagið byrjar. Þegar maður er svo byrjaður að syngja aðeins þá er þetta allt í lagi held ég,“ segir hann. „Það eru svona fimmtán sekúndur áður en ég byrja að syngja þegar lagið er byrjað og við erum að halda sömu pósunni. Þessar fimmtán sekúndur geta alveg liðið eins og langur tími en ég hugsa að þetta verði allt í lagi.“ Hann kveðst þá bjartsýnn á gott gengi Íslands í keppninni í ár. Eins og er situr Ísland í fjórða sæti yfir sigurstranglegustu atriði keppninnar hjá öllum helstu veðbönkum. „Ég held að við eigum bara jafn miklar líkur og allir aðrir. Við setjum fókusinn á að komast í úrslitin á laugardaginn svo að það verði gott partý á Íslandi á laugardaginn. Svo sjáum við bara hvert fókusinn fer ef við komumst áfram.“
Eurovision Holland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41