Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 06:16 Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar. Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. Það vakti nokkra athygli í lok síðasta mánaðar þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, sagði í samtali við miðilinn N4 að hún gerði ráð fyrir því að kjör starfsmanna yrðu verri á nýjum kjarasamningum. Kjarasamningar einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu við stéttarfélögin eru almennt verri en sveitarfélaganna. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, lýsti furðu sinni á orðum bæjarstjórans og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar. Teitur segist ekki geta tjáð sig um hvernig hann hugsi sér að nýir samningar verði: „Það er ekki meiningin að breyta þessu eitthvað stórkostlega en við getum ekki verið á kjarasamningi sveitarfélaganna áfram enda ekki slíkur aðili.“ Greiða enga leigu Viðræður um nýja kjarasamninga við stéttarfélögin hefjast að hans sögn líklega á næstu vikum. Í fyrrnefndu viðtali bæjarstjórans við N4 kom þá fram það viðhorf hennar að launalækkanir starfsfólks Öldrunarheimilanna væru forsendur þess að reksturinn, sem Akureyrarbær kvaðst ekki geta sinnt lengur, stæði undir sér: „Starfsmannaveltan er mikil og nýtt starfsfólk fer á nýja kjarasamninga þegar það er ráðið til starfa. Kostnaðurinn við reksturinn lækkar því mjög fljótlega, þegar nýtt fólk er ráðið inn á öðrum kjarasamningum,“ sagði Ásthildur. Teitur segir þetta þó ekki forsendu þess að Heilsuvernd hafi getað séð fyrir sér að reka Öldrunarheimilin á meðan Akureyrarbær vildi ekki gera það. „Við sjáum fyrir okkur að það séu einhverjar breytingar í farvatninu til dæmis í fjárveitingum enda verið sýnt fram á vanfjármögnun rekstrar hjúkrunarheimila. Þá erum við ekki að greiða leigu fyrir húsnæðið.“ Það hafi vegið einna þyngst í ákvörðuninni um að taka við starfseminni. Það munar miklu að greiða ekki leigu út úr rekstrinum. „Síðan sjáum við tækifæri til samþættingar í þeirri heilbrigðisþjónustu sem við rekum og að geta nýtt starfsfólk og reynslu í þeim verkefnum sem við sinnum.“ Eldri borgarar Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í lok síðasta mánaðar þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, sagði í samtali við miðilinn N4 að hún gerði ráð fyrir því að kjör starfsmanna yrðu verri á nýjum kjarasamningum. Kjarasamningar einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu við stéttarfélögin eru almennt verri en sveitarfélaganna. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, lýsti furðu sinni á orðum bæjarstjórans og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar. Teitur segist ekki geta tjáð sig um hvernig hann hugsi sér að nýir samningar verði: „Það er ekki meiningin að breyta þessu eitthvað stórkostlega en við getum ekki verið á kjarasamningi sveitarfélaganna áfram enda ekki slíkur aðili.“ Greiða enga leigu Viðræður um nýja kjarasamninga við stéttarfélögin hefjast að hans sögn líklega á næstu vikum. Í fyrrnefndu viðtali bæjarstjórans við N4 kom þá fram það viðhorf hennar að launalækkanir starfsfólks Öldrunarheimilanna væru forsendur þess að reksturinn, sem Akureyrarbær kvaðst ekki geta sinnt lengur, stæði undir sér: „Starfsmannaveltan er mikil og nýtt starfsfólk fer á nýja kjarasamninga þegar það er ráðið til starfa. Kostnaðurinn við reksturinn lækkar því mjög fljótlega, þegar nýtt fólk er ráðið inn á öðrum kjarasamningum,“ sagði Ásthildur. Teitur segir þetta þó ekki forsendu þess að Heilsuvernd hafi getað séð fyrir sér að reka Öldrunarheimilin á meðan Akureyrarbær vildi ekki gera það. „Við sjáum fyrir okkur að það séu einhverjar breytingar í farvatninu til dæmis í fjárveitingum enda verið sýnt fram á vanfjármögnun rekstrar hjúkrunarheimila. Þá erum við ekki að greiða leigu fyrir húsnæðið.“ Það hafi vegið einna þyngst í ákvörðuninni um að taka við starfseminni. Það munar miklu að greiða ekki leigu út úr rekstrinum. „Síðan sjáum við tækifæri til samþættingar í þeirri heilbrigðisþjónustu sem við rekum og að geta nýtt starfsfólk og reynslu í þeim verkefnum sem við sinnum.“
Eldri borgarar Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira