Íslensku afreksíþróttafólki blöskrar: „Ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 11:46 Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir eru ósátt við íslensk sóttvarnayfirvöld og þá ákvörðun þeirra að veita Eurovision-hópi Íslands undanþágu í bólusetningu. Eurovision-fararnir fengu undanþágu í bólusetningu að beiðni RÚV og voru bólusettir með Jansen-bóluefninu fyrir brottför til Hollands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útskýrði ákvörðun sína í samtali við fréttastofu í gær. „Það er verið að senda fólk þarna út á vegum íslenska ríkisins þar sem er mikil útbreiðsla. Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa,“ segir Þórólfur. Anton Sveinn endurbirti í gær tíst Hrannars Más Gunnarssonar með myndum af annars vegar frétt Vísis um að sóttvarnalæknir hafi veitt Eurovision-hópnum undanþágu og hins vegar frétt um að ólympíufarar yrðu ekki bólusettir. „Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ skrifaði Anton Sveinn á Twitter. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón https://t.co/qU1z5msUFs— Anton Sveinn Mckee (@anton_mckee) May 17, 2021 Guðlaug Edda tók í sama streng á Facebook-síðu sinni og gagnrýndi að íþróttafólk sem er að reyna að komast inn á Ólympíuleikana hafi ekki fengið bólusetningu eins og Eurovision-fararnir. „Greinilega ekki sama hver spyr...“ skrifaði Guðlaug Edda sem stefnir á að komast á Ólympíuleikana. „Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi, einnig íþróttafólk á leið á Ólympíuleika fyrir hönd Íslands og íslenska ríkisins sem þarf að ferðast stanslaust á lágmarkamót erlendis í miðju COVID. En ef RÚV sendir inn beiðni þá er það ekkert mál fyrir eitt ferðalag.“ Þórólfur sagði enga sérstaka þætti hafa vegið þungt við ákvörðun sína að hleypa Eurovision-hópnum í bólusetningu. „Það voru engir sérstakir þættir og ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“ Fyrir Ólympíuleika er íþróttafólk á ferð um heiminn að reyna að ná lágmörkum til að komast inn á leikana. Eðli málsins samkvæmt myndi bólusetning skipta íþróttafólk miklu máli. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. júlí. Þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Sjá meira
Eurovision-fararnir fengu undanþágu í bólusetningu að beiðni RÚV og voru bólusettir með Jansen-bóluefninu fyrir brottför til Hollands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útskýrði ákvörðun sína í samtali við fréttastofu í gær. „Það er verið að senda fólk þarna út á vegum íslenska ríkisins þar sem er mikil útbreiðsla. Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa,“ segir Þórólfur. Anton Sveinn endurbirti í gær tíst Hrannars Más Gunnarssonar með myndum af annars vegar frétt Vísis um að sóttvarnalæknir hafi veitt Eurovision-hópnum undanþágu og hins vegar frétt um að ólympíufarar yrðu ekki bólusettir. „Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ skrifaði Anton Sveinn á Twitter. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón https://t.co/qU1z5msUFs— Anton Sveinn Mckee (@anton_mckee) May 17, 2021 Guðlaug Edda tók í sama streng á Facebook-síðu sinni og gagnrýndi að íþróttafólk sem er að reyna að komast inn á Ólympíuleikana hafi ekki fengið bólusetningu eins og Eurovision-fararnir. „Greinilega ekki sama hver spyr...“ skrifaði Guðlaug Edda sem stefnir á að komast á Ólympíuleikana. „Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi, einnig íþróttafólk á leið á Ólympíuleika fyrir hönd Íslands og íslenska ríkisins sem þarf að ferðast stanslaust á lágmarkamót erlendis í miðju COVID. En ef RÚV sendir inn beiðni þá er það ekkert mál fyrir eitt ferðalag.“ Þórólfur sagði enga sérstaka þætti hafa vegið þungt við ákvörðun sína að hleypa Eurovision-hópnum í bólusetningu. „Það voru engir sérstakir þættir og ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“ Fyrir Ólympíuleika er íþróttafólk á ferð um heiminn að reyna að ná lágmörkum til að komast inn á leikana. Eðli málsins samkvæmt myndi bólusetning skipta íþróttafólk miklu máli. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. júlí. Þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Sjá meira