Íslensku afreksíþróttafólki blöskrar: „Ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 11:46 Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir eru ósátt við íslensk sóttvarnayfirvöld og þá ákvörðun þeirra að veita Eurovision-hópi Íslands undanþágu í bólusetningu. Eurovision-fararnir fengu undanþágu í bólusetningu að beiðni RÚV og voru bólusettir með Jansen-bóluefninu fyrir brottför til Hollands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útskýrði ákvörðun sína í samtali við fréttastofu í gær. „Það er verið að senda fólk þarna út á vegum íslenska ríkisins þar sem er mikil útbreiðsla. Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa,“ segir Þórólfur. Anton Sveinn endurbirti í gær tíst Hrannars Más Gunnarssonar með myndum af annars vegar frétt Vísis um að sóttvarnalæknir hafi veitt Eurovision-hópnum undanþágu og hins vegar frétt um að ólympíufarar yrðu ekki bólusettir. „Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ skrifaði Anton Sveinn á Twitter. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón https://t.co/qU1z5msUFs— Anton Sveinn Mckee (@anton_mckee) May 17, 2021 Guðlaug Edda tók í sama streng á Facebook-síðu sinni og gagnrýndi að íþróttafólk sem er að reyna að komast inn á Ólympíuleikana hafi ekki fengið bólusetningu eins og Eurovision-fararnir. „Greinilega ekki sama hver spyr...“ skrifaði Guðlaug Edda sem stefnir á að komast á Ólympíuleikana. „Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi, einnig íþróttafólk á leið á Ólympíuleika fyrir hönd Íslands og íslenska ríkisins sem þarf að ferðast stanslaust á lágmarkamót erlendis í miðju COVID. En ef RÚV sendir inn beiðni þá er það ekkert mál fyrir eitt ferðalag.“ Þórólfur sagði enga sérstaka þætti hafa vegið þungt við ákvörðun sína að hleypa Eurovision-hópnum í bólusetningu. „Það voru engir sérstakir þættir og ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“ Fyrir Ólympíuleika er íþróttafólk á ferð um heiminn að reyna að ná lágmörkum til að komast inn á leikana. Eðli málsins samkvæmt myndi bólusetning skipta íþróttafólk miklu máli. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. júlí. Þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Eurovision-fararnir fengu undanþágu í bólusetningu að beiðni RÚV og voru bólusettir með Jansen-bóluefninu fyrir brottför til Hollands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útskýrði ákvörðun sína í samtali við fréttastofu í gær. „Það er verið að senda fólk þarna út á vegum íslenska ríkisins þar sem er mikil útbreiðsla. Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa,“ segir Þórólfur. Anton Sveinn endurbirti í gær tíst Hrannars Más Gunnarssonar með myndum af annars vegar frétt Vísis um að sóttvarnalæknir hafi veitt Eurovision-hópnum undanþágu og hins vegar frétt um að ólympíufarar yrðu ekki bólusettir. „Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ skrifaði Anton Sveinn á Twitter. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón https://t.co/qU1z5msUFs— Anton Sveinn Mckee (@anton_mckee) May 17, 2021 Guðlaug Edda tók í sama streng á Facebook-síðu sinni og gagnrýndi að íþróttafólk sem er að reyna að komast inn á Ólympíuleikana hafi ekki fengið bólusetningu eins og Eurovision-fararnir. „Greinilega ekki sama hver spyr...“ skrifaði Guðlaug Edda sem stefnir á að komast á Ólympíuleikana. „Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi, einnig íþróttafólk á leið á Ólympíuleika fyrir hönd Íslands og íslenska ríkisins sem þarf að ferðast stanslaust á lágmarkamót erlendis í miðju COVID. En ef RÚV sendir inn beiðni þá er það ekkert mál fyrir eitt ferðalag.“ Þórólfur sagði enga sérstaka þætti hafa vegið þungt við ákvörðun sína að hleypa Eurovision-hópnum í bólusetningu. „Það voru engir sérstakir þættir og ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“ Fyrir Ólympíuleika er íþróttafólk á ferð um heiminn að reyna að ná lágmörkum til að komast inn á leikana. Eðli málsins samkvæmt myndi bólusetning skipta íþróttafólk miklu máli. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. júlí. Þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira