Íslensku afreksíþróttafólki blöskrar: „Ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 11:46 Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir eru ósátt við íslensk sóttvarnayfirvöld og þá ákvörðun þeirra að veita Eurovision-hópi Íslands undanþágu í bólusetningu. Eurovision-fararnir fengu undanþágu í bólusetningu að beiðni RÚV og voru bólusettir með Jansen-bóluefninu fyrir brottför til Hollands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útskýrði ákvörðun sína í samtali við fréttastofu í gær. „Það er verið að senda fólk þarna út á vegum íslenska ríkisins þar sem er mikil útbreiðsla. Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa,“ segir Þórólfur. Anton Sveinn endurbirti í gær tíst Hrannars Más Gunnarssonar með myndum af annars vegar frétt Vísis um að sóttvarnalæknir hafi veitt Eurovision-hópnum undanþágu og hins vegar frétt um að ólympíufarar yrðu ekki bólusettir. „Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ skrifaði Anton Sveinn á Twitter. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón https://t.co/qU1z5msUFs— Anton Sveinn Mckee (@anton_mckee) May 17, 2021 Guðlaug Edda tók í sama streng á Facebook-síðu sinni og gagnrýndi að íþróttafólk sem er að reyna að komast inn á Ólympíuleikana hafi ekki fengið bólusetningu eins og Eurovision-fararnir. „Greinilega ekki sama hver spyr...“ skrifaði Guðlaug Edda sem stefnir á að komast á Ólympíuleikana. „Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi, einnig íþróttafólk á leið á Ólympíuleika fyrir hönd Íslands og íslenska ríkisins sem þarf að ferðast stanslaust á lágmarkamót erlendis í miðju COVID. En ef RÚV sendir inn beiðni þá er það ekkert mál fyrir eitt ferðalag.“ Þórólfur sagði enga sérstaka þætti hafa vegið þungt við ákvörðun sína að hleypa Eurovision-hópnum í bólusetningu. „Það voru engir sérstakir þættir og ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“ Fyrir Ólympíuleika er íþróttafólk á ferð um heiminn að reyna að ná lágmörkum til að komast inn á leikana. Eðli málsins samkvæmt myndi bólusetning skipta íþróttafólk miklu máli. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. júlí. Þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Sjá meira
Eurovision-fararnir fengu undanþágu í bólusetningu að beiðni RÚV og voru bólusettir með Jansen-bóluefninu fyrir brottför til Hollands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útskýrði ákvörðun sína í samtali við fréttastofu í gær. „Það er verið að senda fólk þarna út á vegum íslenska ríkisins þar sem er mikil útbreiðsla. Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa,“ segir Þórólfur. Anton Sveinn endurbirti í gær tíst Hrannars Más Gunnarssonar með myndum af annars vegar frétt Vísis um að sóttvarnalæknir hafi veitt Eurovision-hópnum undanþágu og hins vegar frétt um að ólympíufarar yrðu ekki bólusettir. „Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ skrifaði Anton Sveinn á Twitter. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón https://t.co/qU1z5msUFs— Anton Sveinn Mckee (@anton_mckee) May 17, 2021 Guðlaug Edda tók í sama streng á Facebook-síðu sinni og gagnrýndi að íþróttafólk sem er að reyna að komast inn á Ólympíuleikana hafi ekki fengið bólusetningu eins og Eurovision-fararnir. „Greinilega ekki sama hver spyr...“ skrifaði Guðlaug Edda sem stefnir á að komast á Ólympíuleikana. „Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi, einnig íþróttafólk á leið á Ólympíuleika fyrir hönd Íslands og íslenska ríkisins sem þarf að ferðast stanslaust á lágmarkamót erlendis í miðju COVID. En ef RÚV sendir inn beiðni þá er það ekkert mál fyrir eitt ferðalag.“ Þórólfur sagði enga sérstaka þætti hafa vegið þungt við ákvörðun sína að hleypa Eurovision-hópnum í bólusetningu. „Það voru engir sérstakir þættir og ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“ Fyrir Ólympíuleika er íþróttafólk á ferð um heiminn að reyna að ná lágmörkum til að komast inn á leikana. Eðli málsins samkvæmt myndi bólusetning skipta íþróttafólk miklu máli. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. júlí. Þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Sjá meira