Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2021 13:31 Stuðningsmenn KR létu vel í sér heyra á Hlíðarenda á sunnudagskvöld. vísir/bára Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. Það var ljóst frá upphafi að einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta yrði dramatískt. Fyrsti leikur stóð heldur betur undir væntingum en framganga stuðningsmanna KR vakti einnig athygli. Fyrsti leikur einvígisins var á Hlíðarenda og eftir framlengingu fögnuðu KR-ingar dísætum sigri. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit en liðin mætast í DHL-höllinni annað kvöld. Uppgjör Reykjavíkurliðanna er ekki síst áhugavert í ljósi þess hve sterk tengsl eru á milli leikmanna. Þjálfarar liðanna störfuðu áður fyrir félag mótherjanna, og Pavel Ermolinskij, Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hafa allir farið frá KR yfir til Vals á síðustu tveimur árum. Kristófer greindi frá því í viðtali við Vísi síðastliðið haust að KR skuldaði honum milljónir króna vegna vangoldinna launa. Hann kvaðst hafa gefið KR kost á að greiða upp skuldina og gera við sig nýjan samning en á endanum séð sig knúinn til að rifta samningi við félagið. Hópur stuðningsmanna KR er greinilega ekki búinn að fyrirgefa Kristófer vistaskiptin og í leiknum á Hlíðarenda mátti heyra þann hóp kyrja „Júdas! Júdas!“ þegar Kristófer var með boltann. Þetta má heyra í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Júdas Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og móðir Valskonunnar Ástu Júlíu Grímsdóttur, hafði gaman af leiknum en var ekki hrifin af hrópum stuðningsmanna KR. Hún skrifaði á Twitter: „Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.“ Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 17, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31 Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Það var ljóst frá upphafi að einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta yrði dramatískt. Fyrsti leikur stóð heldur betur undir væntingum en framganga stuðningsmanna KR vakti einnig athygli. Fyrsti leikur einvígisins var á Hlíðarenda og eftir framlengingu fögnuðu KR-ingar dísætum sigri. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit en liðin mætast í DHL-höllinni annað kvöld. Uppgjör Reykjavíkurliðanna er ekki síst áhugavert í ljósi þess hve sterk tengsl eru á milli leikmanna. Þjálfarar liðanna störfuðu áður fyrir félag mótherjanna, og Pavel Ermolinskij, Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hafa allir farið frá KR yfir til Vals á síðustu tveimur árum. Kristófer greindi frá því í viðtali við Vísi síðastliðið haust að KR skuldaði honum milljónir króna vegna vangoldinna launa. Hann kvaðst hafa gefið KR kost á að greiða upp skuldina og gera við sig nýjan samning en á endanum séð sig knúinn til að rifta samningi við félagið. Hópur stuðningsmanna KR er greinilega ekki búinn að fyrirgefa Kristófer vistaskiptin og í leiknum á Hlíðarenda mátti heyra þann hóp kyrja „Júdas! Júdas!“ þegar Kristófer var með boltann. Þetta má heyra í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Júdas Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og móðir Valskonunnar Ástu Júlíu Grímsdóttur, hafði gaman af leiknum en var ekki hrifin af hrópum stuðningsmanna KR. Hún skrifaði á Twitter: „Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.“ Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 17, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31 Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31
Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15