Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2021 19:36 Hátt í fimmtán ár eru frá því að Guðmundur óskaði eftir leyfi til niðurrifs. Þá var húsið að þolmörkum komið og miklar rakaskemmdir hafa fundist. Heimildin fékkst hins vegar aldrei og húsið fékk að grotna niður og er nú algjörlega ónýtt. Vísir/Arnar Halldórsson Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt. Hún var ófögur sjónin sem blasti við Guðmundi Kristinssyni, byggingameistara og húseiganda á Þórsgötu 6 í Reykjavík, þegar hann mætti þangað nýverið með Minjastofnun, í þeim tilgangi að fá heimild til þess að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1920 og varð því sjálffriðað á síðasta ári en borgin hafði ekki gefið leyfi til niðurrifs, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis árum saman. Slökkti á öllu til að varna frekari skemmdum „Þegar ég kaupi húsið þá leigði ég það fyrst. Það var í skamman tíma því það var svo mikill sveppur í húsinu, þannig að fólk hætti að leigja hérna, og þá sá ég ekki annað fært en að taka af rafmagn, hita og vatn og sjá svo til hvað borgin myndi gera,“ segir hann. Húsið hefur staðið autt í mörg ár en Guðmundur hefur reglulega fundað með borginni í þeim tilgangi að fá að byggja þriggja hæða gistiheimili með tíu herbergjum. „Það kom fram hjá henni að hún myndi tefja málið svo þetta yrði friðað. Þannig er nú viðhorfið hjá borginni.“ Fjöldinn allur af gaskútum voru í húsinu. Engum til sóma að leyfa ónýtu húsinu að standa Hústökufólk hefur gert sig heimakært í húsinu undanfarin ár, en það var handtekið fyrir helgi vegna þjófnaðarbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stærðarinnar hengilás var festur á hurðina þegar Guðmundur kom þangað nýverið, og aftur í dag þegar hann hugðist fjarlægja gaskúta, bensínvökva og olíu úr húsinu. „Sem betur fer hefur ekki orðið tjón hérna. Við sjáum allt þetta gas og olíubrúsa hérna inni, ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef slys hefði orðið.“ Guðmundur segir það engum til sóma að leyfa húsinu að standa, enda sé því ekki viðbjargandi. Hann segir að það sé við borgina að sakast a svona hafi farið. „Það á bara að rífa það.“ Reykjavík Húsavernd Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Hún var ófögur sjónin sem blasti við Guðmundi Kristinssyni, byggingameistara og húseiganda á Þórsgötu 6 í Reykjavík, þegar hann mætti þangað nýverið með Minjastofnun, í þeim tilgangi að fá heimild til þess að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1920 og varð því sjálffriðað á síðasta ári en borgin hafði ekki gefið leyfi til niðurrifs, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis árum saman. Slökkti á öllu til að varna frekari skemmdum „Þegar ég kaupi húsið þá leigði ég það fyrst. Það var í skamman tíma því það var svo mikill sveppur í húsinu, þannig að fólk hætti að leigja hérna, og þá sá ég ekki annað fært en að taka af rafmagn, hita og vatn og sjá svo til hvað borgin myndi gera,“ segir hann. Húsið hefur staðið autt í mörg ár en Guðmundur hefur reglulega fundað með borginni í þeim tilgangi að fá að byggja þriggja hæða gistiheimili með tíu herbergjum. „Það kom fram hjá henni að hún myndi tefja málið svo þetta yrði friðað. Þannig er nú viðhorfið hjá borginni.“ Fjöldinn allur af gaskútum voru í húsinu. Engum til sóma að leyfa ónýtu húsinu að standa Hústökufólk hefur gert sig heimakært í húsinu undanfarin ár, en það var handtekið fyrir helgi vegna þjófnaðarbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stærðarinnar hengilás var festur á hurðina þegar Guðmundur kom þangað nýverið, og aftur í dag þegar hann hugðist fjarlægja gaskúta, bensínvökva og olíu úr húsinu. „Sem betur fer hefur ekki orðið tjón hérna. Við sjáum allt þetta gas og olíubrúsa hérna inni, ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef slys hefði orðið.“ Guðmundur segir það engum til sóma að leyfa húsinu að standa, enda sé því ekki viðbjargandi. Hann segir að það sé við borgina að sakast a svona hafi farið. „Það á bara að rífa það.“
Reykjavík Húsavernd Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira