Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 15:08 Sex af níu dómurum við Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg eru íhaldsmenn. Þeir gætu ákveðið að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs í máli MIssisippi-ríkis. AP/Patrick Semansky Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Málið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti að hann tæki til meðferðar á næsta starfsári sínu varðar lög sem voru samþykkt í Mississippi árið 2018 og myndu banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu. Alríkisáfrýjunardómstóll taldi að lögin stríddu gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs og felldi þau úr gildi. AP-fréttastofan segir líklegt að rétturinn taki málið til meðferðar í haust. Í grunninn snúist það um hvort að einstök ríki Bandaríkjanna geti bannað þungunarrof áður en fóstur er talið geta lifað af utan móðurkviðs. Íhaldssamur meirihluti við réttinn gæti nú ákveðið að takmarka verulega þennan rétt kvenna. Íhaldssamir repúblikanar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa samþykkt fjölda laga sem þrengir að rétti til þungunarrofs undanfarin misseri. Dómstólar hafa ógilt þau í mörgum tilfellum. Markmið andstæðinga þungunarrofs er þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki eitt þeirra mála upp og nýr meirihluti íhaldssamra dómara sem eru andsnúnir þungunarrofi breyti fordæminu sem var sett í svonefndu Roe gegn Wade máli frá 1973. Málið sem Hæstiréttur hefur nú tekið upp á sína arma er ekki það eina sem varðar lög um þungunarrof í Mississippi. Önnur lög sem ríkisþingið þar samþykkti og bönnuðu þungunarrof allt niður að sjöttu viku meðgöngu velkjast einnig um fyrir dómstólum. Fleiri ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum hafa samþykkt sambærilega löggjöf um að bann þungunarrof þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Bandaríkin Þungunarrof Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira
Málið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti að hann tæki til meðferðar á næsta starfsári sínu varðar lög sem voru samþykkt í Mississippi árið 2018 og myndu banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu. Alríkisáfrýjunardómstóll taldi að lögin stríddu gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs og felldi þau úr gildi. AP-fréttastofan segir líklegt að rétturinn taki málið til meðferðar í haust. Í grunninn snúist það um hvort að einstök ríki Bandaríkjanna geti bannað þungunarrof áður en fóstur er talið geta lifað af utan móðurkviðs. Íhaldssamur meirihluti við réttinn gæti nú ákveðið að takmarka verulega þennan rétt kvenna. Íhaldssamir repúblikanar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa samþykkt fjölda laga sem þrengir að rétti til þungunarrofs undanfarin misseri. Dómstólar hafa ógilt þau í mörgum tilfellum. Markmið andstæðinga þungunarrofs er þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki eitt þeirra mála upp og nýr meirihluti íhaldssamra dómara sem eru andsnúnir þungunarrofi breyti fordæminu sem var sett í svonefndu Roe gegn Wade máli frá 1973. Málið sem Hæstiréttur hefur nú tekið upp á sína arma er ekki það eina sem varðar lög um þungunarrof í Mississippi. Önnur lög sem ríkisþingið þar samþykkti og bönnuðu þungunarrof allt niður að sjöttu viku meðgöngu velkjast einnig um fyrir dómstólum. Fleiri ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum hafa samþykkt sambærilega löggjöf um að bann þungunarrof þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri.
Bandaríkin Þungunarrof Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira
Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06