Eldflaugaárásum svarað með einum hörðustu loftárásunum til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 11:59 Ísraelskir hermenn nærri landamærunum að Gasaströndinni í gær. Um tvö hundruð manns hafa nú látist á Gasa í loftárásum Ísraela. AP/Tsafrir Abayov Leiðtogi vopnaðrar sveitar Palestínumanna er sagður hafa fallið í hörðum loftárásum Ísraela á Gasaströndina í nótt. Ísraelar segja árásirnar hafa beinst að leiðtogum Hamassamtakanna eftir að vopnaðar sveitir Palestínumanna skutu eldflaugum að borgum í sunnanverðu Ísrael. Árásir Ísraela um helgina voru sérstaklega harðar og voru loftárásir gærdagsins þær skæðustu til þessa, að sögn leiðtoga Palestínumanna á Gasaströndinni. Fullyrtu þeir að fjörutíu og tvö, þar á meðal sextán konur og börn, hefðu fallið í árásum gærdagsins. Frá upphafi árásanna hafi nú tæplega tvö hundruð manns fallið og á annað þúsund manna særst. Ísraelsher heldur því fram að Palestínumenn hafi skotið sextíu eldflaugum að ísraelsku borgunum Beersheba og Ashkelon í nótt. Sjúkraliðar þar segja að nokkrir hafi særst, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn svaraði með því að sprengja upp fimmtán kílómetra af jarðgöngum sem Hamasliðar nota og heimili níu leiðtoga samtakanna. Reuters-fréttastofan hefur eftir Ísraelsher að Abu Harbeed, leiðtogi Íslamsk jíhads á norðanverðri Gasaströndinni, hafi fallið í loftárásunum. Hann hafi borið ábyrgð á eldflaugaárásum á ísraelska borgara. Sjúkraliðar á Gasa segir að í það minnsta þrír Palestínumenn til viðbótar hafi látið lífið í bíl í Gasaborg og annar í bænum Jabalya. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvort að fleiri hafi fallið eða særst á árásum Ísraela í nótt. Þriggja hæða blokk í Gasaborg hafi orðið fyrir miklum skemmdum í loftárás en íbúar þar sögðust hafa fengið tíu mínútna fyrirvara og allir hafi náð að koma sér út. Borgarstjórinn í Gasa segir að miklar skemmdir hafi orðið á vegum og öðrum innviðum í loftárásunum. Ástandið í borginni fari snarversnandi. Átök á milli vopnaðra sveita Palestínumanna og Ísraelshers hófust á mánudag eftir margra daga spennu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínskra fjölskyldna úr húsum þeirra í Austur-Jerúsalem. Hamassamtökum hófu þá að skjóta eldflaugum á ísraelskar borgir til að hefna fyrir meðferð ísraelskra öryggisveita á palestínskum mótmælendum. Þeim árásum svaraði Ísraelsher með loftárásum á Gasaströndina sem ekki sér enn fyrir endann á þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi hvatt til vopnahlés. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti bæði Ísraela og Palestínumenn til þess að vernda óbreytta borgara í morgun. „Palestínumenn og Ísraelar hafa rétt til að búa við öryggi eins og fólk alls staðar,“ sagði Blinken í opinberri heimsókn í Danmörku. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Árásir Ísraela um helgina voru sérstaklega harðar og voru loftárásir gærdagsins þær skæðustu til þessa, að sögn leiðtoga Palestínumanna á Gasaströndinni. Fullyrtu þeir að fjörutíu og tvö, þar á meðal sextán konur og börn, hefðu fallið í árásum gærdagsins. Frá upphafi árásanna hafi nú tæplega tvö hundruð manns fallið og á annað þúsund manna særst. Ísraelsher heldur því fram að Palestínumenn hafi skotið sextíu eldflaugum að ísraelsku borgunum Beersheba og Ashkelon í nótt. Sjúkraliðar þar segja að nokkrir hafi særst, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn svaraði með því að sprengja upp fimmtán kílómetra af jarðgöngum sem Hamasliðar nota og heimili níu leiðtoga samtakanna. Reuters-fréttastofan hefur eftir Ísraelsher að Abu Harbeed, leiðtogi Íslamsk jíhads á norðanverðri Gasaströndinni, hafi fallið í loftárásunum. Hann hafi borið ábyrgð á eldflaugaárásum á ísraelska borgara. Sjúkraliðar á Gasa segir að í það minnsta þrír Palestínumenn til viðbótar hafi látið lífið í bíl í Gasaborg og annar í bænum Jabalya. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvort að fleiri hafi fallið eða særst á árásum Ísraela í nótt. Þriggja hæða blokk í Gasaborg hafi orðið fyrir miklum skemmdum í loftárás en íbúar þar sögðust hafa fengið tíu mínútna fyrirvara og allir hafi náð að koma sér út. Borgarstjórinn í Gasa segir að miklar skemmdir hafi orðið á vegum og öðrum innviðum í loftárásunum. Ástandið í borginni fari snarversnandi. Átök á milli vopnaðra sveita Palestínumanna og Ísraelshers hófust á mánudag eftir margra daga spennu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínskra fjölskyldna úr húsum þeirra í Austur-Jerúsalem. Hamassamtökum hófu þá að skjóta eldflaugum á ísraelskar borgir til að hefna fyrir meðferð ísraelskra öryggisveita á palestínskum mótmælendum. Þeim árásum svaraði Ísraelsher með loftárásum á Gasaströndina sem ekki sér enn fyrir endann á þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi hvatt til vopnahlés. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti bæði Ísraela og Palestínumenn til þess að vernda óbreytta borgara í morgun. „Palestínumenn og Ísraelar hafa rétt til að búa við öryggi eins og fólk alls staðar,“ sagði Blinken í opinberri heimsókn í Danmörku.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04