Eldflaugaárásum svarað með einum hörðustu loftárásunum til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 11:59 Ísraelskir hermenn nærri landamærunum að Gasaströndinni í gær. Um tvö hundruð manns hafa nú látist á Gasa í loftárásum Ísraela. AP/Tsafrir Abayov Leiðtogi vopnaðrar sveitar Palestínumanna er sagður hafa fallið í hörðum loftárásum Ísraela á Gasaströndina í nótt. Ísraelar segja árásirnar hafa beinst að leiðtogum Hamassamtakanna eftir að vopnaðar sveitir Palestínumanna skutu eldflaugum að borgum í sunnanverðu Ísrael. Árásir Ísraela um helgina voru sérstaklega harðar og voru loftárásir gærdagsins þær skæðustu til þessa, að sögn leiðtoga Palestínumanna á Gasaströndinni. Fullyrtu þeir að fjörutíu og tvö, þar á meðal sextán konur og börn, hefðu fallið í árásum gærdagsins. Frá upphafi árásanna hafi nú tæplega tvö hundruð manns fallið og á annað þúsund manna særst. Ísraelsher heldur því fram að Palestínumenn hafi skotið sextíu eldflaugum að ísraelsku borgunum Beersheba og Ashkelon í nótt. Sjúkraliðar þar segja að nokkrir hafi særst, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn svaraði með því að sprengja upp fimmtán kílómetra af jarðgöngum sem Hamasliðar nota og heimili níu leiðtoga samtakanna. Reuters-fréttastofan hefur eftir Ísraelsher að Abu Harbeed, leiðtogi Íslamsk jíhads á norðanverðri Gasaströndinni, hafi fallið í loftárásunum. Hann hafi borið ábyrgð á eldflaugaárásum á ísraelska borgara. Sjúkraliðar á Gasa segir að í það minnsta þrír Palestínumenn til viðbótar hafi látið lífið í bíl í Gasaborg og annar í bænum Jabalya. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvort að fleiri hafi fallið eða særst á árásum Ísraela í nótt. Þriggja hæða blokk í Gasaborg hafi orðið fyrir miklum skemmdum í loftárás en íbúar þar sögðust hafa fengið tíu mínútna fyrirvara og allir hafi náð að koma sér út. Borgarstjórinn í Gasa segir að miklar skemmdir hafi orðið á vegum og öðrum innviðum í loftárásunum. Ástandið í borginni fari snarversnandi. Átök á milli vopnaðra sveita Palestínumanna og Ísraelshers hófust á mánudag eftir margra daga spennu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínskra fjölskyldna úr húsum þeirra í Austur-Jerúsalem. Hamassamtökum hófu þá að skjóta eldflaugum á ísraelskar borgir til að hefna fyrir meðferð ísraelskra öryggisveita á palestínskum mótmælendum. Þeim árásum svaraði Ísraelsher með loftárásum á Gasaströndina sem ekki sér enn fyrir endann á þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi hvatt til vopnahlés. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti bæði Ísraela og Palestínumenn til þess að vernda óbreytta borgara í morgun. „Palestínumenn og Ísraelar hafa rétt til að búa við öryggi eins og fólk alls staðar,“ sagði Blinken í opinberri heimsókn í Danmörku. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Árásir Ísraela um helgina voru sérstaklega harðar og voru loftárásir gærdagsins þær skæðustu til þessa, að sögn leiðtoga Palestínumanna á Gasaströndinni. Fullyrtu þeir að fjörutíu og tvö, þar á meðal sextán konur og börn, hefðu fallið í árásum gærdagsins. Frá upphafi árásanna hafi nú tæplega tvö hundruð manns fallið og á annað þúsund manna særst. Ísraelsher heldur því fram að Palestínumenn hafi skotið sextíu eldflaugum að ísraelsku borgunum Beersheba og Ashkelon í nótt. Sjúkraliðar þar segja að nokkrir hafi særst, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn svaraði með því að sprengja upp fimmtán kílómetra af jarðgöngum sem Hamasliðar nota og heimili níu leiðtoga samtakanna. Reuters-fréttastofan hefur eftir Ísraelsher að Abu Harbeed, leiðtogi Íslamsk jíhads á norðanverðri Gasaströndinni, hafi fallið í loftárásunum. Hann hafi borið ábyrgð á eldflaugaárásum á ísraelska borgara. Sjúkraliðar á Gasa segir að í það minnsta þrír Palestínumenn til viðbótar hafi látið lífið í bíl í Gasaborg og annar í bænum Jabalya. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvort að fleiri hafi fallið eða særst á árásum Ísraela í nótt. Þriggja hæða blokk í Gasaborg hafi orðið fyrir miklum skemmdum í loftárás en íbúar þar sögðust hafa fengið tíu mínútna fyrirvara og allir hafi náð að koma sér út. Borgarstjórinn í Gasa segir að miklar skemmdir hafi orðið á vegum og öðrum innviðum í loftárásunum. Ástandið í borginni fari snarversnandi. Átök á milli vopnaðra sveita Palestínumanna og Ísraelshers hófust á mánudag eftir margra daga spennu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínskra fjölskyldna úr húsum þeirra í Austur-Jerúsalem. Hamassamtökum hófu þá að skjóta eldflaugum á ísraelskar borgir til að hefna fyrir meðferð ísraelskra öryggisveita á palestínskum mótmælendum. Þeim árásum svaraði Ísraelsher með loftárásum á Gasaströndina sem ekki sér enn fyrir endann á þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi hvatt til vopnahlés. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti bæði Ísraela og Palestínumenn til þess að vernda óbreytta borgara í morgun. „Palestínumenn og Ísraelar hafa rétt til að búa við öryggi eins og fólk alls staðar,“ sagði Blinken í opinberri heimsókn í Danmörku.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04