„Viðfangsefnið er íslensk fatahönnun, staðan í dag og stefna inn í framtíð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. maí 2021 13:45 Eva María Árnadóttir sviðsforseti Listaháskóla Íslands, tekur þátt í umræðum að lokinni afhendingu Indriðaverðlaunanna í dag. Vísir/Vilhelm Fatahönnunarfélag Íslands býður til afhendingu Indriðaverðlaunanna 2020 og umræðufundar um stöðu og framtíð íslenskrar fatahönnunar á Hönnunarmars 2021. Til að fagna afhendingu Indriðaverðlaunanna 2020 mun FÍ halda afhendingu og umræðufund í Grósku - Húsi Hugmyndanna í dag klukkan 17. Í ár stendur félagið á tímamótum á tuttugu ára afmæli og í tilefni afmælis ársins er nokkrum framúrskarandi einstaklingum úr íslenska fatahönnunarsamfélaginu stefnt saman til að taka stöðuna á tuttugu árum af fatahönnun og stefnu hennar til framtíðar. Vegna samkomutakmarkana verður takmarkaður fjöldi fólks leyfilegur á staðnum og skráning nauðsynleg. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu viðburðarins. Þátttakendur hringborðsins eru Arnar Már Jónsson fatahönnuður, Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og Eva María Árnadóttir sviðsforseti Listaháskóla Íslands. Yfirskrift umræðunnar er; Hver er framtíðarsýn fatahönnunar, hvar liggja tækifærin og hvert viljum við stefna. Í framhaldi af verðlaunaafhendingunni mun Steinunn Sigurðardóttir ræða við verðlaunahafann og fara yfir það helsta úr þeirra ferli. Frá Indriðaverðlaununum á síðasta ári.Fatahönnunarfélag Íslands Aukin fjölbreytni í áherslum og stíl „Viðfangsefnið er íslensk fatahönnun, staðan í dag og stefna inn í framtíð. Fatahönnunarfélagið á 20 ára afmæli í ár og því viðeigandi að líta aðeins aftur í tímann,“ segir Eva María í samtali við Vísi „Eitt sem hefur alla tíð haft áhrif á umgjörð íslenskrar fatahönnunar er sú staðreynd að við stödd á eyju, langt frá sérhæfðum framleiðslufyrirtækjum og framleiðsla hér á landi einungis verið í takmörkuðum mæli. Örar tækniframfarir síðustu ára hafa haft gríðarleg áhrif, þar sem tæknin hefur að einhverju leiti fært okkur nær framleiðendunum. Þessi landlægu höft ef svo má segja, eru ekki eins mikil fyrirstaða. Sem dæmi þá þurftu hönnuðir áður fyrr að búa til sniðin í pappír og senda með pósti til framleiðenda, með tilheyrandi fyrirhöfn og útskýringum. Kostnaðarsamt og tímafrekt ferli. Þetta ferli hefur breyst gríðarlega með tækninni og heimurinn hefur minnkað.“ Eva segir að það sé áhugavert að sjá að margir íslenskir hönnuðir velja að framleiða hér á landi og gera fá eintök af hverri flík. Fjölbreytileiki fatahönnunarfyrirtækja hefi aukist mikið, bæði hvað varðar áherslur og stíl. „Notkun á samfélagsmiðlum og fjölbreyttari leiðir til að kaupa í gegnum netið er eitthvað sem einnig hefur haft gríðarleg áhrif á þennan bransa. Samkeppnin er ekki bara takmörkuð við landið og það sem fæst í búðunum hér, heldur er allur heimurinn undir.“ Indriðaverðlaunin eru heiðursverðlaun Fatahönnunarfélags Íslands, nefnd eftir Indriða Guðmundssyni klæðskera. Með verðlaununum vill Fatahönnunarfélag Íslands veita hönnuðum viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta sem er að gerast í íslenskri fatahönnun hverju sinni. Verðlaunin eiga að auka vitund og virðingu fyrir íslenskri fatahönnun. FÍ er fagfélag fatahönnuða á Íslandi. Markmið þess er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir HönnunarMars breiðir úr sér um alla borg HönnunarMars fer fram í þessari viku og má búast við því að íslensk hönnun taki yfir stórhöfuðborgarsvæðið næstu daga. 17. maí 2021 11:01 Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu í dag um heilsu og hönnun. 19. maí 2021 09:16 Dagur eitt á HönnunarMars Fyrsti hátíðardagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og sýningarstaðir flestir tilbúnir að taka úr lás og hleypa viðburðaþyrstum gestum inn að skoða það ferskasta sem íslenskir hönnuðir hafa upp á að bjóða. 19. maí 2021 09:01 Innblásin af sólinni, sundferðum og sumarævintýrum „Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár. 18. maí 2021 21:31 66°Norður og Fischersund hönnuðu ilmvatn innblásið af íslenskri útilykt 66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt. Þetta áhugaverða samstarf verður opinberað á HönnunarMars, sem fer fram um helgina og verður formlega sett á morgun. 18. maí 2021 16:25 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Til að fagna afhendingu Indriðaverðlaunanna 2020 mun FÍ halda afhendingu og umræðufund í Grósku - Húsi Hugmyndanna í dag klukkan 17. Í ár stendur félagið á tímamótum á tuttugu ára afmæli og í tilefni afmælis ársins er nokkrum framúrskarandi einstaklingum úr íslenska fatahönnunarsamfélaginu stefnt saman til að taka stöðuna á tuttugu árum af fatahönnun og stefnu hennar til framtíðar. Vegna samkomutakmarkana verður takmarkaður fjöldi fólks leyfilegur á staðnum og skráning nauðsynleg. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu viðburðarins. Þátttakendur hringborðsins eru Arnar Már Jónsson fatahönnuður, Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og Eva María Árnadóttir sviðsforseti Listaháskóla Íslands. Yfirskrift umræðunnar er; Hver er framtíðarsýn fatahönnunar, hvar liggja tækifærin og hvert viljum við stefna. Í framhaldi af verðlaunaafhendingunni mun Steinunn Sigurðardóttir ræða við verðlaunahafann og fara yfir það helsta úr þeirra ferli. Frá Indriðaverðlaununum á síðasta ári.Fatahönnunarfélag Íslands Aukin fjölbreytni í áherslum og stíl „Viðfangsefnið er íslensk fatahönnun, staðan í dag og stefna inn í framtíð. Fatahönnunarfélagið á 20 ára afmæli í ár og því viðeigandi að líta aðeins aftur í tímann,“ segir Eva María í samtali við Vísi „Eitt sem hefur alla tíð haft áhrif á umgjörð íslenskrar fatahönnunar er sú staðreynd að við stödd á eyju, langt frá sérhæfðum framleiðslufyrirtækjum og framleiðsla hér á landi einungis verið í takmörkuðum mæli. Örar tækniframfarir síðustu ára hafa haft gríðarleg áhrif, þar sem tæknin hefur að einhverju leiti fært okkur nær framleiðendunum. Þessi landlægu höft ef svo má segja, eru ekki eins mikil fyrirstaða. Sem dæmi þá þurftu hönnuðir áður fyrr að búa til sniðin í pappír og senda með pósti til framleiðenda, með tilheyrandi fyrirhöfn og útskýringum. Kostnaðarsamt og tímafrekt ferli. Þetta ferli hefur breyst gríðarlega með tækninni og heimurinn hefur minnkað.“ Eva segir að það sé áhugavert að sjá að margir íslenskir hönnuðir velja að framleiða hér á landi og gera fá eintök af hverri flík. Fjölbreytileiki fatahönnunarfyrirtækja hefi aukist mikið, bæði hvað varðar áherslur og stíl. „Notkun á samfélagsmiðlum og fjölbreyttari leiðir til að kaupa í gegnum netið er eitthvað sem einnig hefur haft gríðarleg áhrif á þennan bransa. Samkeppnin er ekki bara takmörkuð við landið og það sem fæst í búðunum hér, heldur er allur heimurinn undir.“ Indriðaverðlaunin eru heiðursverðlaun Fatahönnunarfélags Íslands, nefnd eftir Indriða Guðmundssyni klæðskera. Með verðlaununum vill Fatahönnunarfélag Íslands veita hönnuðum viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta sem er að gerast í íslenskri fatahönnun hverju sinni. Verðlaunin eiga að auka vitund og virðingu fyrir íslenskri fatahönnun. FÍ er fagfélag fatahönnuða á Íslandi. Markmið þess er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir HönnunarMars breiðir úr sér um alla borg HönnunarMars fer fram í þessari viku og má búast við því að íslensk hönnun taki yfir stórhöfuðborgarsvæðið næstu daga. 17. maí 2021 11:01 Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu í dag um heilsu og hönnun. 19. maí 2021 09:16 Dagur eitt á HönnunarMars Fyrsti hátíðardagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og sýningarstaðir flestir tilbúnir að taka úr lás og hleypa viðburðaþyrstum gestum inn að skoða það ferskasta sem íslenskir hönnuðir hafa upp á að bjóða. 19. maí 2021 09:01 Innblásin af sólinni, sundferðum og sumarævintýrum „Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár. 18. maí 2021 21:31 66°Norður og Fischersund hönnuðu ilmvatn innblásið af íslenskri útilykt 66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt. Þetta áhugaverða samstarf verður opinberað á HönnunarMars, sem fer fram um helgina og verður formlega sett á morgun. 18. maí 2021 16:25 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
HönnunarMars breiðir úr sér um alla borg HönnunarMars fer fram í þessari viku og má búast við því að íslensk hönnun taki yfir stórhöfuðborgarsvæðið næstu daga. 17. maí 2021 11:01
Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu í dag um heilsu og hönnun. 19. maí 2021 09:16
Dagur eitt á HönnunarMars Fyrsti hátíðardagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og sýningarstaðir flestir tilbúnir að taka úr lás og hleypa viðburðaþyrstum gestum inn að skoða það ferskasta sem íslenskir hönnuðir hafa upp á að bjóða. 19. maí 2021 09:01
Innblásin af sólinni, sundferðum og sumarævintýrum „Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár. 18. maí 2021 21:31
66°Norður og Fischersund hönnuðu ilmvatn innblásið af íslenskri útilykt 66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt. Þetta áhugaverða samstarf verður opinberað á HönnunarMars, sem fer fram um helgina og verður formlega sett á morgun. 18. maí 2021 16:25