Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 1-4 | KA tyllti sér á toppinn Smári Jökull Jónsson skrifar 17. maí 2021 21:30 KA-menn unnu öruggan sigur á Leikni í 3. umferð. Egill Bjarni Friðjónsson KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. Leikurinn í kvöld fór frekar rólega af stað og í raun lítið sem hafði gerst þegar Ásgeir Sigurgeirsson kom KA mönnum yfir með góðu skoti á 15. mínútu. Eftir markið opnaðist leikurinn hins vegar upp á gátt. Ástbjörn Þórðarson jafnaði fyrir Keflavík sjö mínútum síðar með góðu skoti en Ásgeir kom KA yfir á nýjan leik þegar hann skoraði með skalla á 25.mínútu eftir aukaspyrnu Hallgríms Mars Steingrímssonar. Rétt fyrir hálfleik fengu gestirnir síðan víti. Hallgrímur Mar steig á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur varði glæsilega. Heimamenn komu inn í síðari hálfleik af nokkrum krafti. Þeir ógnuðu nokkrum sinnum án þess þó að skapa sér algjört dauðafæri. KA náði síðan tökum á leiknum á ný. Á 63.mínútu bætti Hallgrímur Mar fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði með góðu skoti frá vítateig. Eftir þetta fóru Keflvíkingar að taka aðeins meiri áhættu í sínum leik í þeirri von að minnka muninn. Það gekk ekki og Elfar Árni Aðalsteinsson innsiglaði sigurinn með góðu marki undir lokin. Lokatölur 4-1 og KA menn fögnuðu vel. Af hverju vann KA? Gæði þeirra sóknarlega komu berlega í ljós í leiknum. Þeir eru búnir að skora tíu mörk í síðustu þremur leikjum og þó svo að 4-1 gefi ekki endilega rétta mynd af gangi leiksins í kvöld þá nýttu KA menn sín færi vel. Keflvíkingar áttu sína spretti en misstu aðeins einbeitingu þegar þeir lentu 3-1 undir. Eftir það voru KA menn með öll tök á leiknum og sigurinn var aldrei í hættu síðustu mínúturnar. Varnarlega þurfa Keflvíkingar aðeins að skoða sín mál. Þeir voru að fá á sig fjögur mörk annan leikinn í röð sem er vonlaust til lengdar. Þessir stóðu upp úr: Hjá KA var Ásgeir eitraður í sókninni og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Hann hefði líklega klárað þrennuna eftir hlé en var tekinn af velli snemma í síðari hálfleiknum. Hallgrímur Mar Steingrímsson átti líka góðan leik þrátt fyrir að hafa misnotað vítaspyrnu, skoraði og gaf tvær stoðsendingar. Þá var Þorri Már Þórisson virkilega góður í hægri bakverðinum og átti nokkra fína spretti auk þess að vera traustur varnarlega. Keflvíkingar spiluðu ekki sinn besta leik í kvöld. Kian Williams reyndi hvað hann gat og þá verður að hrósa Sindra Kristni fyrir frábæra vörslu þegar hann varði vítaspyrnu Hallgríms. Hvað gekk illa? Keflvíkingar misstu hausinn þegar þeir lentu undir. Þeir tuðuðu mikið í dómurunum og hefðu þurft að halda einbeitingu betur eins og Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari kom inn á í viðtali að leik loknum. Varnarlega gefa Keflvíkingar of auðveld mörk. Í seinna marki Ásgeirs skallaði hann fremur auðveldlega í markið eftir aukaspyrnu og þar þurfa heimamenn að gera betur. Hvað gerist næst? Keflvíkingar mæta Fylkismönnum á föstudag. Fylkir er enn án sigurs í deildinni og bæði lið þurfa á sigri að halda í þeim leik eftir vonbrigði í síðustu leikjum. KA fær Víkinga í heimsókn í toppslag á föstudag. Líklega verður leikurinn á Dalvík og ég efa það að toppslagur í efstu deild hafi áður farið fram þar. Sigurður Ragnar: Margt sem við getum lagað í okkar leik Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar Keflavíkur, ráða hér ráðum sínum.Vísir / Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var vitaskuld niðurlútur eftir 4-1 tap liðsins á heimavelli í kvöld. „Mér fannst þetta aldrei vera 4-1 leikur. Þetta var ekki okkar dagur í dag og við áttum kannski ekkert skilið úr leiknum. KA menn voru góðir og gerðu vel. Við erum með reynslulítið lið og þurfum að læra hratt á deildina,“ sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. „Við getum ekki verið að fá á okkur fjögur mörk í hverjum leik því þá þarftu alltaf að skora meira en það til að vinna. Það er ekki að fara að gerast.“ Varnarleikur Keflvíkinga er augljóslega ekki alveg að smella þessa dagana því þetta var annar leikurinn í röð þar sem Keflavík fær á sig fjögur mörk. „Mér fannst við missa hausinn þegar við lendum undir. Við ætlum að skora tvö mörk í hverri sókn og gera hluti sem við ráðum ekki nógu vel við. Leikurinn er 90 mínútur og við höfum alveg tíma. Við töpum einbeitingu og mér finnst of mikið af tuði hjá okkar leikmönnum,“ bætti Sigurður Ragnar við en hans menn fengu tvö gul spjöld fyrir kjaftbrúk. „Við þurfum að einbeita okkur að því að spila fótbolta og gera betur þar. Við vinnum í þessum hlutum og gerum vonandi betur gegn Fylki á föstudag.“ Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflvíkinga hélt sínum mönnum inni í leiknum með því að verja vítaspyrnu KA manna rétt fyrir hálfleik. „Það var hugur í okkur og við komum nokkuð vel út í seinni hálfleikinn. Við vorum mikið með boltann en það er erfitt að brjóta niður KA liðið því þeir eru sterkir varnarlega. Þeir spiluðu vel og voru skynsamir og refsuðu okkur þegar við fórum að taka sénsa.“ Í aðdraganda þriðja marks KA féll einn Keflvíkingur í jörðina í þann mund sem gestirnir voru að taka innkast. Upp úr innkastinu barst boltinn til Hallgríms Mars Steingrímssonar sem skorar og voru Keflvíkingar lengi að ræða við Jóhann Inga Jónsson dómara eftir markið. „Ég er ekkert búinn að ræða það og ég held að við græðum ekkert á því að taka eitt og eitt atvik úr leiknum. Það voru stærri hlutir sem voru að og við þurfum að einbeita okkur að því. Þeim getum við breytt og við getum ekki haft áhrif á dómarana. Það er sannarlega margt sem við getum lagað í okkar leik.“ Hallgrímur: Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á KA-menn eru komnir á topp Pepsi Max deildarinnar.Vísir / Hulda Margrét „Við erum gríðarlega ánægðir. Við spiluðum flottan leik, skoruðum fjögur mörk og klúðruðum meira að segja víti þannig að við erum ánægðir með frammistöðuna,“ sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir góðan sigur hans manna í Pepsi Max deildinni í kvöld. Með sigrinum fer KA á topp deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti. Þeir eru jafnir Víkingum að stigum en með betri markatölu. FH og Valur geta síðan bæst í þeirra hóp með sigrum í kvöld. „Við erum með fín gæði í liðinu og erum að spila vel sem lið. Mér sýnist við vera búnir að búa til ansi gott lið fyrir norðan því það eru allir að vinna fyrir hvern annan. Þó að okkur vanti menn þá eru aðrir að stíga upp og við erum með gríðarlega flottan hóp.“ KA hefur skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum sínum eftir markalaust jafntefli í fyrsta leik gegn HK. „Við erum mest ánægðir með vinnsluna í liðinu. Það eru allir jákvæðir og tilbúnir að vinna fyrir hvern annan og þá koma mörkin því við erum með gæði fram á við.“ „Við þurfum að halda fótunum á jörðinni og halda áfram. Við þurfum að skoða af hverju við erum að ná þessu fram sem við náðum ekki í fyrra og halda áfram að gera þá hluti vel. Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á.“ Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu KA menn vítaspyrnu. Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur varði hins vegar spyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar og gestirnir misstu því af tækifæri að fara með þægilega stöðu inn í leikhléið. „Við létum það ekki hafa of mikil áhrif á okkur. Hluta af seinni hálfleik spiluðu Keflvíkingar mjög vel og í svona 10-15 mínútur vorum við í veseni. Þegar það koma svona kaflar snýst það um að lifa þá af og við náðum aftur tökum á leiknum. Keflavík fór að taka sénsa og við bættum við mörkum, ég veit ekki hvort 4-1 gefur alveg rétta mynd af þessu,“ sagði Hallgrímur að endingu. Daníel: Ekkert sem var viljandi Daníel Hafsteinsson kom við sögu í þriðja marki KA í kvöld.Vísir / Bára Daníel Hafsteinsson leikmaður KA átti ágætan leik á miðjunni í kvöld og var vitaskuld mjög ánægður með að Akureyringar taka stigin þrjú með sér norður yfir heiðar. „Þetta er geggjað, frábær byrjun á mótinu. Það er sérstaklega ánægjulegt að ná í stig þar sem við höfum ekkert endilega verið upp á okkar besta í síðustu tveimur leikjum. Við erum búnir að klára þá mjög vel og gera vel í því sem við gerum.“ Daníel kom heim fyrir tímabilið eftir atvinnumennsku og síðan stutt stopp hjá FH. „Ég vissi að KA væri með mjög gott lið og hvað væri verið að gera fyrir norðan. Það er gaman að vera kominn heim og þegar gengur vel er það sérstaklega sætt. Auðvitað var þetta planið.“ KA hefur verið í þónokkrum meiðslavandræðum en eru samt sem áður á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir fjórar umferðir. „Það hefur komið maður í manns stað. Við erum gott lið, allir að vinna fyrir hvorn annan og það hefur verið mjög gott tempó á æfingum. Það eru allir klárir í slaginn.“ Fyrir þriðja mark KA átti Daníel í viðskiptum við Keflvíking sem féll í jörðina þegar þeir voru á leið í skallaeinvígi. Eftir skalla Daníels barst boltinn til Hallgríms Mars Steingrímssonar sem skoraði með góðu skoti. Daníel virtist ekki alveg vera viss hvað gerðist í þessu atviki. „Ég hélt að það hefði ekkert verið í þessu. Þeir voru eitthvað að væla yfir því að ég hefði slegið einhvern. Ég sagði við Binna (Brynjar Inga Bjarnason, leikmann KA) að ég hefði ekki slegið neinn en hann sagði mig víst hafa gert það. Það var allavega ekkert sem var viljandi og spurning hvort þetta hafi verið nóg til þess að flauta aukaspyrnu,“ sagði Daníel að lokum. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF KA
KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. Leikurinn í kvöld fór frekar rólega af stað og í raun lítið sem hafði gerst þegar Ásgeir Sigurgeirsson kom KA mönnum yfir með góðu skoti á 15. mínútu. Eftir markið opnaðist leikurinn hins vegar upp á gátt. Ástbjörn Þórðarson jafnaði fyrir Keflavík sjö mínútum síðar með góðu skoti en Ásgeir kom KA yfir á nýjan leik þegar hann skoraði með skalla á 25.mínútu eftir aukaspyrnu Hallgríms Mars Steingrímssonar. Rétt fyrir hálfleik fengu gestirnir síðan víti. Hallgrímur Mar steig á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur varði glæsilega. Heimamenn komu inn í síðari hálfleik af nokkrum krafti. Þeir ógnuðu nokkrum sinnum án þess þó að skapa sér algjört dauðafæri. KA náði síðan tökum á leiknum á ný. Á 63.mínútu bætti Hallgrímur Mar fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði með góðu skoti frá vítateig. Eftir þetta fóru Keflvíkingar að taka aðeins meiri áhættu í sínum leik í þeirri von að minnka muninn. Það gekk ekki og Elfar Árni Aðalsteinsson innsiglaði sigurinn með góðu marki undir lokin. Lokatölur 4-1 og KA menn fögnuðu vel. Af hverju vann KA? Gæði þeirra sóknarlega komu berlega í ljós í leiknum. Þeir eru búnir að skora tíu mörk í síðustu þremur leikjum og þó svo að 4-1 gefi ekki endilega rétta mynd af gangi leiksins í kvöld þá nýttu KA menn sín færi vel. Keflvíkingar áttu sína spretti en misstu aðeins einbeitingu þegar þeir lentu 3-1 undir. Eftir það voru KA menn með öll tök á leiknum og sigurinn var aldrei í hættu síðustu mínúturnar. Varnarlega þurfa Keflvíkingar aðeins að skoða sín mál. Þeir voru að fá á sig fjögur mörk annan leikinn í röð sem er vonlaust til lengdar. Þessir stóðu upp úr: Hjá KA var Ásgeir eitraður í sókninni og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Hann hefði líklega klárað þrennuna eftir hlé en var tekinn af velli snemma í síðari hálfleiknum. Hallgrímur Mar Steingrímsson átti líka góðan leik þrátt fyrir að hafa misnotað vítaspyrnu, skoraði og gaf tvær stoðsendingar. Þá var Þorri Már Þórisson virkilega góður í hægri bakverðinum og átti nokkra fína spretti auk þess að vera traustur varnarlega. Keflvíkingar spiluðu ekki sinn besta leik í kvöld. Kian Williams reyndi hvað hann gat og þá verður að hrósa Sindra Kristni fyrir frábæra vörslu þegar hann varði vítaspyrnu Hallgríms. Hvað gekk illa? Keflvíkingar misstu hausinn þegar þeir lentu undir. Þeir tuðuðu mikið í dómurunum og hefðu þurft að halda einbeitingu betur eins og Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari kom inn á í viðtali að leik loknum. Varnarlega gefa Keflvíkingar of auðveld mörk. Í seinna marki Ásgeirs skallaði hann fremur auðveldlega í markið eftir aukaspyrnu og þar þurfa heimamenn að gera betur. Hvað gerist næst? Keflvíkingar mæta Fylkismönnum á föstudag. Fylkir er enn án sigurs í deildinni og bæði lið þurfa á sigri að halda í þeim leik eftir vonbrigði í síðustu leikjum. KA fær Víkinga í heimsókn í toppslag á föstudag. Líklega verður leikurinn á Dalvík og ég efa það að toppslagur í efstu deild hafi áður farið fram þar. Sigurður Ragnar: Margt sem við getum lagað í okkar leik Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar Keflavíkur, ráða hér ráðum sínum.Vísir / Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var vitaskuld niðurlútur eftir 4-1 tap liðsins á heimavelli í kvöld. „Mér fannst þetta aldrei vera 4-1 leikur. Þetta var ekki okkar dagur í dag og við áttum kannski ekkert skilið úr leiknum. KA menn voru góðir og gerðu vel. Við erum með reynslulítið lið og þurfum að læra hratt á deildina,“ sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. „Við getum ekki verið að fá á okkur fjögur mörk í hverjum leik því þá þarftu alltaf að skora meira en það til að vinna. Það er ekki að fara að gerast.“ Varnarleikur Keflvíkinga er augljóslega ekki alveg að smella þessa dagana því þetta var annar leikurinn í röð þar sem Keflavík fær á sig fjögur mörk. „Mér fannst við missa hausinn þegar við lendum undir. Við ætlum að skora tvö mörk í hverri sókn og gera hluti sem við ráðum ekki nógu vel við. Leikurinn er 90 mínútur og við höfum alveg tíma. Við töpum einbeitingu og mér finnst of mikið af tuði hjá okkar leikmönnum,“ bætti Sigurður Ragnar við en hans menn fengu tvö gul spjöld fyrir kjaftbrúk. „Við þurfum að einbeita okkur að því að spila fótbolta og gera betur þar. Við vinnum í þessum hlutum og gerum vonandi betur gegn Fylki á föstudag.“ Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflvíkinga hélt sínum mönnum inni í leiknum með því að verja vítaspyrnu KA manna rétt fyrir hálfleik. „Það var hugur í okkur og við komum nokkuð vel út í seinni hálfleikinn. Við vorum mikið með boltann en það er erfitt að brjóta niður KA liðið því þeir eru sterkir varnarlega. Þeir spiluðu vel og voru skynsamir og refsuðu okkur þegar við fórum að taka sénsa.“ Í aðdraganda þriðja marks KA féll einn Keflvíkingur í jörðina í þann mund sem gestirnir voru að taka innkast. Upp úr innkastinu barst boltinn til Hallgríms Mars Steingrímssonar sem skorar og voru Keflvíkingar lengi að ræða við Jóhann Inga Jónsson dómara eftir markið. „Ég er ekkert búinn að ræða það og ég held að við græðum ekkert á því að taka eitt og eitt atvik úr leiknum. Það voru stærri hlutir sem voru að og við þurfum að einbeita okkur að því. Þeim getum við breytt og við getum ekki haft áhrif á dómarana. Það er sannarlega margt sem við getum lagað í okkar leik.“ Hallgrímur: Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á KA-menn eru komnir á topp Pepsi Max deildarinnar.Vísir / Hulda Margrét „Við erum gríðarlega ánægðir. Við spiluðum flottan leik, skoruðum fjögur mörk og klúðruðum meira að segja víti þannig að við erum ánægðir með frammistöðuna,“ sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir góðan sigur hans manna í Pepsi Max deildinni í kvöld. Með sigrinum fer KA á topp deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti. Þeir eru jafnir Víkingum að stigum en með betri markatölu. FH og Valur geta síðan bæst í þeirra hóp með sigrum í kvöld. „Við erum með fín gæði í liðinu og erum að spila vel sem lið. Mér sýnist við vera búnir að búa til ansi gott lið fyrir norðan því það eru allir að vinna fyrir hvern annan. Þó að okkur vanti menn þá eru aðrir að stíga upp og við erum með gríðarlega flottan hóp.“ KA hefur skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum sínum eftir markalaust jafntefli í fyrsta leik gegn HK. „Við erum mest ánægðir með vinnsluna í liðinu. Það eru allir jákvæðir og tilbúnir að vinna fyrir hvern annan og þá koma mörkin því við erum með gæði fram á við.“ „Við þurfum að halda fótunum á jörðinni og halda áfram. Við þurfum að skoða af hverju við erum að ná þessu fram sem við náðum ekki í fyrra og halda áfram að gera þá hluti vel. Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á.“ Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu KA menn vítaspyrnu. Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur varði hins vegar spyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar og gestirnir misstu því af tækifæri að fara með þægilega stöðu inn í leikhléið. „Við létum það ekki hafa of mikil áhrif á okkur. Hluta af seinni hálfleik spiluðu Keflvíkingar mjög vel og í svona 10-15 mínútur vorum við í veseni. Þegar það koma svona kaflar snýst það um að lifa þá af og við náðum aftur tökum á leiknum. Keflavík fór að taka sénsa og við bættum við mörkum, ég veit ekki hvort 4-1 gefur alveg rétta mynd af þessu,“ sagði Hallgrímur að endingu. Daníel: Ekkert sem var viljandi Daníel Hafsteinsson kom við sögu í þriðja marki KA í kvöld.Vísir / Bára Daníel Hafsteinsson leikmaður KA átti ágætan leik á miðjunni í kvöld og var vitaskuld mjög ánægður með að Akureyringar taka stigin þrjú með sér norður yfir heiðar. „Þetta er geggjað, frábær byrjun á mótinu. Það er sérstaklega ánægjulegt að ná í stig þar sem við höfum ekkert endilega verið upp á okkar besta í síðustu tveimur leikjum. Við erum búnir að klára þá mjög vel og gera vel í því sem við gerum.“ Daníel kom heim fyrir tímabilið eftir atvinnumennsku og síðan stutt stopp hjá FH. „Ég vissi að KA væri með mjög gott lið og hvað væri verið að gera fyrir norðan. Það er gaman að vera kominn heim og þegar gengur vel er það sérstaklega sætt. Auðvitað var þetta planið.“ KA hefur verið í þónokkrum meiðslavandræðum en eru samt sem áður á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir fjórar umferðir. „Það hefur komið maður í manns stað. Við erum gott lið, allir að vinna fyrir hvorn annan og það hefur verið mjög gott tempó á æfingum. Það eru allir klárir í slaginn.“ Fyrir þriðja mark KA átti Daníel í viðskiptum við Keflvíking sem féll í jörðina þegar þeir voru á leið í skallaeinvígi. Eftir skalla Daníels barst boltinn til Hallgríms Mars Steingrímssonar sem skoraði með góðu skoti. Daníel virtist ekki alveg vera viss hvað gerðist í þessu atviki. „Ég hélt að það hefði ekkert verið í þessu. Þeir voru eitthvað að væla yfir því að ég hefði slegið einhvern. Ég sagði við Binna (Brynjar Inga Bjarnason, leikmann KA) að ég hefði ekki slegið neinn en hann sagði mig víst hafa gert það. Það var allavega ekkert sem var viljandi og spurning hvort þetta hafi verið nóg til þess að flauta aukaspyrnu,“ sagði Daníel að lokum.