Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla Þórarinn Hjaltason skrifar 17. maí 2021 08:01 Samgönguyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu halda því fram að óhjákvæmilegt sé að byggja Borgarlínu til þess að bregðast við fjölgun íbúa og þar með fjölgun einkabíla, m.a. vegna þess að reynslan erlendis sýni að breikkun vega og nýir vegir geri ekkert annað en auka bílaumferð. Um sé að ræða svokallaða aukna ferðamyndun sem hefur einnig verið nefnd framboðsstýrð eftirspurn (e. Induced Demand). Þess vegna þurfi hágæða almenningssamgöngur til að bjarga málum og ekki dugi neitt minna en 58 km hraðvagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT) með gullstandard (BRT-Gold) til þess að hér verði ekki enn meira umferðaröngþveiti. Jafnframt er því haldið á lofti að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt annað hvort komin með hágæða almenningssamgöngur eða með þær á stefnuskrá og nánast hættar að breikka vegi eða leggja nýja vegi. Þegar málin eru skoðuð nánar stendur ekki steinn yfir steini í þessum áróðri. Framboðsstýrð eftirspurn er aðallega vandamál í milljónaborgum með mun meira umferðaröngþveiti en hér. Á höfuðborgarsvæðinu eru umferðartafir þó óeðlilega miklar miðað við borgarsvæði af svipaðri stærð, einfaldlega vegna þess að frá aldamótum hefur uppbygging þjóðvegakerfisins ekki fylgt mikilli umferðaraukningu. Það er fjarri sanni að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt með BRT sambærilegt við Borgarlínu eða léttlestir (Light Rail Transit, LRT) á dagskrá og láti vegagerð mæta afgangi. Það gildir sérstaklega um BNA og Kanada, en einnig að töluverðu leyti um evrópsk borgarsvæði af þessari stærð. Á heimasíðu Borgarlínunnar má finna kynningarglærur, þar sem m.a. er listi yfir borgir sem sagt er að séu af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið og með hágæða almenningssamgöngur á dagskrá. Í meirihluta tilvika er aðeins greint frá íbúafjölda viðkomandi borgar. Grófasta dæmið er Albany, höfuðborg New York ríkis, með um 100 þúsund íbúa. Íbúafjöldi Albanysvæðisins er um ein milljón! Nálægt helmingur borgarsvæðanna er ekki með BRT eða LRT á dagskrá. Eitt af borgarsvæðunum á listanum er Álaborgarsvæðið í Danmörku og er íbúafjöldi Álaborgar sagður vera 120.000. Íbúafjöldi Álaborgar er í raun um 219.000 og því er það sambærilegt við höfuðborgarsvæðið. Meginbyggðin, Ålborg by, telur um 119.000 íbúa, skv. Wikipedia: Í aðalskipulagi Álaborgar er eitt af markmiðum að gera meira aðlaðandi að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur til þess að umferð einkabíla verði minni en ella. Hjá samgönguyfirvöldum Álaborgar er hins vegar ekki á dagskrá að þrengja að einkabílnum til þess að ná markmiði um breyttar ferðavenjur. Þvert á móti er áætlað að útvíkka mótorvegakerfið í Álaborg með því að leggja um 20 km langan mótorveg, sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörðinn, sbr. þessa frétt. Mótorvegurinn verður lagður við vesturjaðar meginbyggðar Álaborgar. Framkvæmdir munu hefjast árið 2024. Áætlaður kostnaður er 6,6 milljarðar DK, eða um 120 milljarðar ISK. Markmiðið er að létta á núverandi vegtengingum, þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum, og minnka gegnumakstur um miðborgina. Framkvæmdir eru hafnar við hraðvagnaleið (Plusbus), 12 km langa leið þvert í gegnum borgina frá vestri til austurs. Áætlaður stofnkostnaður er um 500 milljón DKR, eða 10 milljarðar ISK, og áætluð verklok 2023. Jafnframt hefur verið samþykkt að skoða tæknilegar og fjárhagslegar forsendur fyrir hraðvagnaleið milli suður- og norðurhluta borgarinnar, +Bus 2. Borgaryfirvöld Álaborgar telja að Plusbus sé hágæða almenningssamgöngur og flokka sem BRT. Leiðin stenst væntanlega gæðakröfur Vejdirektoratet (danska Vegagerðin) um BRT, en til þess að fá vottun ITDP (Institute for Transportation and Development Policy) um að hraðvagnaleið sé BRT eru gerðar ítarlegar kröfur. ITDP flokkar gæði hraðvagnaleiða í BRT-Gold, BRT-Silver, BRT-Bronze og BRT-Basic. Það er mat greinarhöfundar að þessi fyrsta Plusbusleið muni varla ná háu mati hjá ITDP og verði BRT-Lite. Fyrir áhugasama má sjá deiliskipulag fyrir leiðina hér: Lokalplan 1-1-134 BRT-tracé, Aalborg, med miljørapport (plandata.dk) Við hjá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla (sjá vefsíðu ÁS www.samgongurfyriralla.com) leggjum til BRT-Lite, eða það sem við köllum létta Borgarlínu sem verði hágæða almenningssamgöngur líkt og við teljum Álaborg stefna að. Þessi leið komi í stað þungu Borgarlínunnar sem áætlað er að uppfylli gullstaðal (BRT-Gold) ITDP og er margfalt dýrari. Að öllu samanlögðu er deginum ljósara að borgaryfirvöld í Álaborg stefna að betri samgöngum fyrir alla ferðamáta. Þar er ekki á stefnuskrá að fjölga sem mest farþegum í almenningssamgöngum með því að setja sem minnst fjármagn í uppbyggingu vega og auka þannig verulega umferðartafir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Þórarinn Hjaltason Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samgönguyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu halda því fram að óhjákvæmilegt sé að byggja Borgarlínu til þess að bregðast við fjölgun íbúa og þar með fjölgun einkabíla, m.a. vegna þess að reynslan erlendis sýni að breikkun vega og nýir vegir geri ekkert annað en auka bílaumferð. Um sé að ræða svokallaða aukna ferðamyndun sem hefur einnig verið nefnd framboðsstýrð eftirspurn (e. Induced Demand). Þess vegna þurfi hágæða almenningssamgöngur til að bjarga málum og ekki dugi neitt minna en 58 km hraðvagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT) með gullstandard (BRT-Gold) til þess að hér verði ekki enn meira umferðaröngþveiti. Jafnframt er því haldið á lofti að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt annað hvort komin með hágæða almenningssamgöngur eða með þær á stefnuskrá og nánast hættar að breikka vegi eða leggja nýja vegi. Þegar málin eru skoðuð nánar stendur ekki steinn yfir steini í þessum áróðri. Framboðsstýrð eftirspurn er aðallega vandamál í milljónaborgum með mun meira umferðaröngþveiti en hér. Á höfuðborgarsvæðinu eru umferðartafir þó óeðlilega miklar miðað við borgarsvæði af svipaðri stærð, einfaldlega vegna þess að frá aldamótum hefur uppbygging þjóðvegakerfisins ekki fylgt mikilli umferðaraukningu. Það er fjarri sanni að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt með BRT sambærilegt við Borgarlínu eða léttlestir (Light Rail Transit, LRT) á dagskrá og láti vegagerð mæta afgangi. Það gildir sérstaklega um BNA og Kanada, en einnig að töluverðu leyti um evrópsk borgarsvæði af þessari stærð. Á heimasíðu Borgarlínunnar má finna kynningarglærur, þar sem m.a. er listi yfir borgir sem sagt er að séu af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið og með hágæða almenningssamgöngur á dagskrá. Í meirihluta tilvika er aðeins greint frá íbúafjölda viðkomandi borgar. Grófasta dæmið er Albany, höfuðborg New York ríkis, með um 100 þúsund íbúa. Íbúafjöldi Albanysvæðisins er um ein milljón! Nálægt helmingur borgarsvæðanna er ekki með BRT eða LRT á dagskrá. Eitt af borgarsvæðunum á listanum er Álaborgarsvæðið í Danmörku og er íbúafjöldi Álaborgar sagður vera 120.000. Íbúafjöldi Álaborgar er í raun um 219.000 og því er það sambærilegt við höfuðborgarsvæðið. Meginbyggðin, Ålborg by, telur um 119.000 íbúa, skv. Wikipedia: Í aðalskipulagi Álaborgar er eitt af markmiðum að gera meira aðlaðandi að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur til þess að umferð einkabíla verði minni en ella. Hjá samgönguyfirvöldum Álaborgar er hins vegar ekki á dagskrá að þrengja að einkabílnum til þess að ná markmiði um breyttar ferðavenjur. Þvert á móti er áætlað að útvíkka mótorvegakerfið í Álaborg með því að leggja um 20 km langan mótorveg, sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörðinn, sbr. þessa frétt. Mótorvegurinn verður lagður við vesturjaðar meginbyggðar Álaborgar. Framkvæmdir munu hefjast árið 2024. Áætlaður kostnaður er 6,6 milljarðar DK, eða um 120 milljarðar ISK. Markmiðið er að létta á núverandi vegtengingum, þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum, og minnka gegnumakstur um miðborgina. Framkvæmdir eru hafnar við hraðvagnaleið (Plusbus), 12 km langa leið þvert í gegnum borgina frá vestri til austurs. Áætlaður stofnkostnaður er um 500 milljón DKR, eða 10 milljarðar ISK, og áætluð verklok 2023. Jafnframt hefur verið samþykkt að skoða tæknilegar og fjárhagslegar forsendur fyrir hraðvagnaleið milli suður- og norðurhluta borgarinnar, +Bus 2. Borgaryfirvöld Álaborgar telja að Plusbus sé hágæða almenningssamgöngur og flokka sem BRT. Leiðin stenst væntanlega gæðakröfur Vejdirektoratet (danska Vegagerðin) um BRT, en til þess að fá vottun ITDP (Institute for Transportation and Development Policy) um að hraðvagnaleið sé BRT eru gerðar ítarlegar kröfur. ITDP flokkar gæði hraðvagnaleiða í BRT-Gold, BRT-Silver, BRT-Bronze og BRT-Basic. Það er mat greinarhöfundar að þessi fyrsta Plusbusleið muni varla ná háu mati hjá ITDP og verði BRT-Lite. Fyrir áhugasama má sjá deiliskipulag fyrir leiðina hér: Lokalplan 1-1-134 BRT-tracé, Aalborg, med miljørapport (plandata.dk) Við hjá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla (sjá vefsíðu ÁS www.samgongurfyriralla.com) leggjum til BRT-Lite, eða það sem við köllum létta Borgarlínu sem verði hágæða almenningssamgöngur líkt og við teljum Álaborg stefna að. Þessi leið komi í stað þungu Borgarlínunnar sem áætlað er að uppfylli gullstaðal (BRT-Gold) ITDP og er margfalt dýrari. Að öllu samanlögðu er deginum ljósara að borgaryfirvöld í Álaborg stefna að betri samgöngum fyrir alla ferðamáta. Þar er ekki á stefnuskrá að fjölga sem mest farþegum í almenningssamgöngum með því að setja sem minnst fjármagn í uppbyggingu vega og auka þannig verulega umferðartafir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Höfundur er samgönguverkfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar