Gærdagurinn sá mannskæðasti til þessa Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. maí 2021 06:47 Manni bjargað úr rústum fjölbýlishúss á Gaza. AP/Khalil Hamra Leiðtogar Palestínumanna á Gasa-svæðinu segja að gærdagurinn hafi verið sá mannskæðasti til þessa eftir að Ísraelar hófu árásir á svæðið fyrir um viku. Fullyrt er að fjörutíu og tvö hafi látið lífið í árásum Ísraelshers, þar á meðal voru sextán konur og tíu börn. 197 hafa nú dáið í árásum hersins á svæðið og eru fimmtíu og átta börn þar á meðal. Auk þess eru tæplega 1.300 manns sárir, að sögn heilbrigðisyfivalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas-samtökunum. Árásirnar í gær hófust rétt eftir miðnætti þegar ráðist var á fjölfarna götu á svæðinu sem varð til þess að þrjár byggingar hrundu til grunna. Hamas-liðar svöruðu með eldflaugaskothríð og segja Ísraelar að um þrjúþúsund eldflaugum hafi nú verið skotið á Gaza frá því árásirnar hófust fyrir um viku. Milljónir Ísraela flúðu í loftvarnabyrgi sem eru víða í landinu en á Gaza er engu slíku til að dreifa og lítið um örugg svæði í þessu þéttbýla samfélagi, þar sem rúmar tvær milljónir búa á svæði sem er mun minna en höfuðborgarsvæðið hér á landi. Í morgun héldu árásirnar síðan áfram og virðist sem enn hafi verið bætt í, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Árásirnar í morgun stóðu nær látlaust í tíu múnútur og segja vitni að þær hafi staðið lengur og náð yfir stærra svæði en áður. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði enda í sjónvarpsávarpi í gær að ekkert hlé yrði gert á árásunum sem muni standa yfir af fullum krafti í langan tíma. Ísrael Palestína Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
197 hafa nú dáið í árásum hersins á svæðið og eru fimmtíu og átta börn þar á meðal. Auk þess eru tæplega 1.300 manns sárir, að sögn heilbrigðisyfivalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas-samtökunum. Árásirnar í gær hófust rétt eftir miðnætti þegar ráðist var á fjölfarna götu á svæðinu sem varð til þess að þrjár byggingar hrundu til grunna. Hamas-liðar svöruðu með eldflaugaskothríð og segja Ísraelar að um þrjúþúsund eldflaugum hafi nú verið skotið á Gaza frá því árásirnar hófust fyrir um viku. Milljónir Ísraela flúðu í loftvarnabyrgi sem eru víða í landinu en á Gaza er engu slíku til að dreifa og lítið um örugg svæði í þessu þéttbýla samfélagi, þar sem rúmar tvær milljónir búa á svæði sem er mun minna en höfuðborgarsvæðið hér á landi. Í morgun héldu árásirnar síðan áfram og virðist sem enn hafi verið bætt í, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Árásirnar í morgun stóðu nær látlaust í tíu múnútur og segja vitni að þær hafi staðið lengur og náð yfir stærra svæði en áður. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði enda í sjónvarpsávarpi í gær að ekkert hlé yrði gert á árásunum sem muni standa yfir af fullum krafti í langan tíma.
Ísrael Palestína Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“