Stórir sigrar hjá Knicks og Warriors í kvöld | Umspil NBA-deildarinnar útskýrt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2021 22:45 Úr leik New York Knicks og Boston Celtics í kvöld. EPA-EFE/CJ GUNTHER Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Það er nánast allt klárt varðandi úrslitakeppnina og umspilið sem klárast áður.Deildin klárast hins vegar í nótt þegar aðrir tíu leikir fara fram og þar eru tveir sem skera sig úr. New York Knicks vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 96-92, og tryggði sér 4. sætið í Austurdeildinni. RJ Barrett skoraði 22 stig í liði Knicks og Julius Randle skoraði 20 stig ásamt því að grípa sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Jabari Parker var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Four seed secured.Next stop: Playoffs. #NewYorkForever pic.twitter.com/LUsX0H9eSC— x - NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 16, 2021 Khris Middleton skoraði 21 stig í 122-108 sigri Milwaukee Bucks á Miami Heat. Jrue Holiday kom þar á eftir með 20 stig en hann gaf einnig 10 stoðsendingar. Kendrick Nunn skoraði 31 stig í liði Heat. Önnur úrslit voru þau að Indiana Pacers vann Toronto Raptors, 125-113, og Washington Wizards vann Charlotte Hornets, 115-110. Þá vann Phoenix Suns dramatískan tveggja stiga sigur á San Antonio Spurs, 123-121 og að lokum vann Golden State Warriors 12 stiga sigur á Memphis Grizzlies, 113-101. Warriors náðu þar með 8. sæti Vesturdeildarinnar. Að venju var það Stephen Curry sem fór gjörsamlega hamförum en hann skoraði 46 stig í kvöld. What a performance from Steph to give the Warriors the eighth seed in the Play-In Tournament pic.twitter.com/Q5Gp5754yf— ESPN (@espn) May 16, 2021 Umspil NBA-deildarinnar fer fram 18. til 21. maí og munu liðin í 7. til 10. sæti keppa um sæti í úrslitakeppninni. Vegna kórónufaraldursins var ákveðið að spila 72 leiki í deildarkeppninni frekar en 82 líkt og venjan er. Til að halda spennunni sem lengst var ákveðið að hafa umspil hjá þeim liðum sem eru í kringum síðustu sætin sem þýða þátttöku í úrslitakeppninni. Liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis, liðið sem vinnur þann leik tryggir sér 7. sæti í deildinni og sæti í úrslitakeppninni. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, sigurvegarinn í þeim leik mætir svo tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fær þá 8. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. The second half of the regular season will be followed by the 2021 NBA Play-In Tournament, May 18-21!Teams with the 7th-highest through the 10th-highest winning percentages in each conference will qualify to determine the 7th & 8th seeds.Learn More: https://t.co/nwhASm5pFE pic.twitter.com/ahNx326fOO— NBA (@NBA) March 10, 2021 Í Austurdeildinni er staðan þannig að Philadelphia 76ers eru búnir að tryggja sér efsta sætið. Þar á eftir koma Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks, New York Knicks, Atlanta Hawks og Miami Heat. Í umspilið fara Boston Celtics, Charlotte Hornets, Washington Wizards og Indiana Pacers. Í Vesturdeildinni er staðan þannig að Utah Jazz tróna á toppnum. Þar á eftir koma Phoenix Suns, Denver Nuggets, Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Í nótt kemur í ljós hvort Portland Trail Blazers eða Los Angeles Lakers tryggi sér sjötta sætið. Trail Blazers eru í 6. sætinu að svo stöddu og vinni þeir Nuggets í nótt er sætið þeirra. Golden State Warriors, Memphis Grizzlies og San Antonio Spurs fara svo í umspilið. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
New York Knicks vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 96-92, og tryggði sér 4. sætið í Austurdeildinni. RJ Barrett skoraði 22 stig í liði Knicks og Julius Randle skoraði 20 stig ásamt því að grípa sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Jabari Parker var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Four seed secured.Next stop: Playoffs. #NewYorkForever pic.twitter.com/LUsX0H9eSC— x - NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 16, 2021 Khris Middleton skoraði 21 stig í 122-108 sigri Milwaukee Bucks á Miami Heat. Jrue Holiday kom þar á eftir með 20 stig en hann gaf einnig 10 stoðsendingar. Kendrick Nunn skoraði 31 stig í liði Heat. Önnur úrslit voru þau að Indiana Pacers vann Toronto Raptors, 125-113, og Washington Wizards vann Charlotte Hornets, 115-110. Þá vann Phoenix Suns dramatískan tveggja stiga sigur á San Antonio Spurs, 123-121 og að lokum vann Golden State Warriors 12 stiga sigur á Memphis Grizzlies, 113-101. Warriors náðu þar með 8. sæti Vesturdeildarinnar. Að venju var það Stephen Curry sem fór gjörsamlega hamförum en hann skoraði 46 stig í kvöld. What a performance from Steph to give the Warriors the eighth seed in the Play-In Tournament pic.twitter.com/Q5Gp5754yf— ESPN (@espn) May 16, 2021 Umspil NBA-deildarinnar fer fram 18. til 21. maí og munu liðin í 7. til 10. sæti keppa um sæti í úrslitakeppninni. Vegna kórónufaraldursins var ákveðið að spila 72 leiki í deildarkeppninni frekar en 82 líkt og venjan er. Til að halda spennunni sem lengst var ákveðið að hafa umspil hjá þeim liðum sem eru í kringum síðustu sætin sem þýða þátttöku í úrslitakeppninni. Liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis, liðið sem vinnur þann leik tryggir sér 7. sæti í deildinni og sæti í úrslitakeppninni. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, sigurvegarinn í þeim leik mætir svo tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fær þá 8. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. The second half of the regular season will be followed by the 2021 NBA Play-In Tournament, May 18-21!Teams with the 7th-highest through the 10th-highest winning percentages in each conference will qualify to determine the 7th & 8th seeds.Learn More: https://t.co/nwhASm5pFE pic.twitter.com/ahNx326fOO— NBA (@NBA) March 10, 2021 Í Austurdeildinni er staðan þannig að Philadelphia 76ers eru búnir að tryggja sér efsta sætið. Þar á eftir koma Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks, New York Knicks, Atlanta Hawks og Miami Heat. Í umspilið fara Boston Celtics, Charlotte Hornets, Washington Wizards og Indiana Pacers. Í Vesturdeildinni er staðan þannig að Utah Jazz tróna á toppnum. Þar á eftir koma Phoenix Suns, Denver Nuggets, Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Í nótt kemur í ljós hvort Portland Trail Blazers eða Los Angeles Lakers tryggi sér sjötta sætið. Trail Blazers eru í 6. sætinu að svo stöddu og vinni þeir Nuggets í nótt er sætið þeirra. Golden State Warriors, Memphis Grizzlies og San Antonio Spurs fara svo í umspilið. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira