Guðbjörg Oddný vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í kraganum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 14:17 Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún segist vilja á þing fyrir ungt fjölskyldufólk því nauðsyn sé á fulltrúm þeirra þar. Í yfirlýsingu kemur fram að Guðbjörg Oddný er fædd 5. febrúar 1985 og er gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi og eiga þau þrjú börn. Guðbjörg lauk MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2011 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2006. „Það vantar fulltrúa ungs fjölskyldufólks á Alþingi; fulltrúa þeirra sem eru allt í senn að ala upp börn, koma sér upp heimili og skapa sér starfsvettvang,“ er haft eftir Guðbjörgu í áðurnefndri yfirlýsingu. „Framtíð barnanna okkar er framtíð þjóðarinnar. Frá því ég man eftir mér hef ég hugsað um samfélagið og reynt að hafa áhrif á mitt nærumhverfi. Það hefur verið gaman og krefjandi að vinna að ýmsum góðum málum í Hafnarfirði undanfarin ár, bæði sem varabæjarfulltrúi og í nefndarstörfum hjá bænum. Núna finnst mér tímabært að ég stíga skrefið lengra og verða fulltrúi flokksins á Alþingi.“ „MIikilvægt er að hugað sé vel að einstaklingunum, frelsi þeirra og frumkvæði. Ég tala fyrir því að umgjörðin í málefnum barna virki þeim til heilla. Ég brenn fyrir framþróun í menntamálum og nýsköpun í kennsluháttum. Einnig þarf að gera ungu fólki auðveldara að eignast sitt eigið húsnæði.“ Guðbjörg Oddný varð fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði eftir að hún skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar í sveitarstjórnarkosningunum 2008. Á vegum flokksins hefur hún setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er einnig fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. „Það hefur verið góð reynsla að starfa á vettvangi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fjölbreyttum málum. Ánægjulegast er að sjá hvernig þjónusta við barnafjölskyldur hefur sífellt verið að eflast og hve vel hefur gengið með rekstur og fjármálastjórn bæjarins.“ Guðbjörg Oddný hefur þar að auki sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár, samkvæmt yfirlýsingunni, og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Samhliða því að vera varabæjarfulltrúi starfar Guðbjörg Oddný sem upplýsingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics sem er 30 ára nýsköpunar fyrirtæki sem selur laxahrogn til fiskeldisstöðva út um allan heim og er með skrifstofur sínar í Hafnarfirði. Prófkjörið fer fram 10. til 12. júní. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Í yfirlýsingu kemur fram að Guðbjörg Oddný er fædd 5. febrúar 1985 og er gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi og eiga þau þrjú börn. Guðbjörg lauk MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2011 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2006. „Það vantar fulltrúa ungs fjölskyldufólks á Alþingi; fulltrúa þeirra sem eru allt í senn að ala upp börn, koma sér upp heimili og skapa sér starfsvettvang,“ er haft eftir Guðbjörgu í áðurnefndri yfirlýsingu. „Framtíð barnanna okkar er framtíð þjóðarinnar. Frá því ég man eftir mér hef ég hugsað um samfélagið og reynt að hafa áhrif á mitt nærumhverfi. Það hefur verið gaman og krefjandi að vinna að ýmsum góðum málum í Hafnarfirði undanfarin ár, bæði sem varabæjarfulltrúi og í nefndarstörfum hjá bænum. Núna finnst mér tímabært að ég stíga skrefið lengra og verða fulltrúi flokksins á Alþingi.“ „MIikilvægt er að hugað sé vel að einstaklingunum, frelsi þeirra og frumkvæði. Ég tala fyrir því að umgjörðin í málefnum barna virki þeim til heilla. Ég brenn fyrir framþróun í menntamálum og nýsköpun í kennsluháttum. Einnig þarf að gera ungu fólki auðveldara að eignast sitt eigið húsnæði.“ Guðbjörg Oddný varð fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði eftir að hún skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar í sveitarstjórnarkosningunum 2008. Á vegum flokksins hefur hún setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er einnig fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. „Það hefur verið góð reynsla að starfa á vettvangi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fjölbreyttum málum. Ánægjulegast er að sjá hvernig þjónusta við barnafjölskyldur hefur sífellt verið að eflast og hve vel hefur gengið með rekstur og fjármálastjórn bæjarins.“ Guðbjörg Oddný hefur þar að auki sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár, samkvæmt yfirlýsingunni, og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Samhliða því að vera varabæjarfulltrúi starfar Guðbjörg Oddný sem upplýsingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics sem er 30 ára nýsköpunar fyrirtæki sem selur laxahrogn til fiskeldisstöðva út um allan heim og er með skrifstofur sínar í Hafnarfirði. Prófkjörið fer fram 10. til 12. júní.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira