„Alveg fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 14:00 Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara. Formaður nefndar um hæfni dómara vísar á bug gagnrýni þess efnis að klíkuskapur ráði við val nefndarinnar á dómurum. Hann kveður gagnrýnina ómaklega og segir hana nær eingöngu komna frá einum manni. Umrædd gagnrýni hefur einkum komið frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Hann skaut raunar síðast á Hæstarétt í pistli í Morgunblaðinu í gær og sagði löngu tímabært að Alþingismenn „átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana“, líkt og hann orðaði það. Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara, ræddi þessa gagnrýni við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði hana mjög ómaklega. „Og satt að segja þá er hún nú lítt rökstudd eins og kom fram í síðasta þætti og það er náttúrulega fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga og vini núverandi hæstaréttardómara eins og tekið var fram í þættinum síðast, það er náttúrulega alveg út í hött,“ sagði Eiríkur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari.Vísir/vilhelm Eiríkur benti á að þeir sem sitji nú í nefndinni, fyrir utan hann sjálfan, væru dómari við Landsrétt, háskólakennari og tveir lögmenn; annar skipaður af lögmannafélaginu og svo kysi Alþingi fimmta nefndarmanninn. „Þannig að þetta er breiður hópur sem kemur að þessu en auðvitað þurfa menn að vera sérfræðingar á þessu sviði til þess að geta metið hæfni umsækjenda.“ Eiríkur hafnaði öllum ásökunum um klíkuskap og sagði að nefndin ynni ávallt mat sitt með mjög gagnsæjum hætti. „Það hefur í raun enginn styr staðið um störf þessarar nefndar fyrir utan gagnrýni eins tiltekins manns og kannski nokkurra annarra, sem aðhyllast skoðanir hans. Annars hefur enginn styr staðið um störf þessarar nefndar nema einu sinni, þegar skipað var í fyrsta sinn í Landsrétt 2017.“ Dómstólar Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Umrædd gagnrýni hefur einkum komið frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Hann skaut raunar síðast á Hæstarétt í pistli í Morgunblaðinu í gær og sagði löngu tímabært að Alþingismenn „átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana“, líkt og hann orðaði það. Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara, ræddi þessa gagnrýni við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði hana mjög ómaklega. „Og satt að segja þá er hún nú lítt rökstudd eins og kom fram í síðasta þætti og það er náttúrulega fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga og vini núverandi hæstaréttardómara eins og tekið var fram í þættinum síðast, það er náttúrulega alveg út í hött,“ sagði Eiríkur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari.Vísir/vilhelm Eiríkur benti á að þeir sem sitji nú í nefndinni, fyrir utan hann sjálfan, væru dómari við Landsrétt, háskólakennari og tveir lögmenn; annar skipaður af lögmannafélaginu og svo kysi Alþingi fimmta nefndarmanninn. „Þannig að þetta er breiður hópur sem kemur að þessu en auðvitað þurfa menn að vera sérfræðingar á þessu sviði til þess að geta metið hæfni umsækjenda.“ Eiríkur hafnaði öllum ásökunum um klíkuskap og sagði að nefndin ynni ávallt mat sitt með mjög gagnsæjum hætti. „Það hefur í raun enginn styr staðið um störf þessarar nefndar fyrir utan gagnrýni eins tiltekins manns og kannski nokkurra annarra, sem aðhyllast skoðanir hans. Annars hefur enginn styr staðið um störf þessarar nefndar nema einu sinni, þegar skipað var í fyrsta sinn í Landsrétt 2017.“
Dómstólar Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira