Ekkert landgræðsluflug lengur á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2021 12:32 Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri og Páll Halldórsson, flugmaður með nýju bókina sína á milli sín, sem heitir „Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið frumkvöðulsstarf var unnið á sviði landgræðslu með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992 þar sem flugvélarnar fóru um landið og dreifðu áburði og fræi. Í dag er ekkert landgræðsluflug stundað á Íslandi. Mjög mikilvægt frumkvöðulsstarf Landgræðslunnar og flugmanna hennar fór fram á 34 ára tímabili við endurheimt landgæða sem fram fór með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992. Flogið var vítt og breytt um landið og áburði og fræi dreift úr lofti í þeim tilgangi að græða landið. Sveinn Runólfsson, sem var landgræðslustjóri í 44 ára og Páll Halldórsson, sem var flugmaður í landgræðslufluginu voru að gefa út bók um þetta merkilega starf Landgræðslunnar í þeim tilgangi að varðveita söguna. Bókin heitir; „ Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum. Sveinn segir flugið hafa verið mjög merkilegan þátt í íslenskri flugsögu og verðmæt framlag til sögu landgræðslu. „Þetta var gríðarleg bylting á sínum tíma, 1958 þegar þetta starf með eins hreyfils flugvélunum hófst. Þá voru dráttarvélar og áburðadreifarar þeirra tíma mjög lítil tæki og komust lítt út fyrir túnin og lítið um erfiðara land, hraun og þess háttar, þannig að þetta gaf tækifæri á að takast á við miklu erfiðari svæði og miklu stærri svæði með margföldum afköstum,“ segir Sveinn og bætir strax við. Sveinn og Páll hafa fengið mjög góðar viðtökur við nýju bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var svo mikið atriði líka að það væri ekki flogið langt með áburðinn og fræðið, farmurinn var ekki nema 300 kíló á fyrstu flugvélunum og þess vegna var nú verið að freistast til að lenda á stöðum sem engum myndi detta í hug að lenda á í dag.“ Páll segir að landgræðsluflugið hafi verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Ég held að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum flugferli. Þetta var náttúrulega bara eitt ævintýri fyrir svona ungan mann og þá sérstaklega eins og ég hef stundum sagt, að fá borgað fyrir að fljúga lágflug, sem var náttúrlega algjörlega bannað,“ segir Páll. Sveinn segir að ekkert landgræðsluflug sé stundað í dag. „Nei,það er ekki og ég sé ekki að það verði, því miður.“ Páll segist vilja sjá landgræðsluflugið fara aftur á stað hjá Landgræðslunni. „Já, eg myndi gjarnan vilja það en ég hef bara ekkert um það að segja, því miður.“ Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Mjög mikilvægt frumkvöðulsstarf Landgræðslunnar og flugmanna hennar fór fram á 34 ára tímabili við endurheimt landgæða sem fram fór með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992. Flogið var vítt og breytt um landið og áburði og fræi dreift úr lofti í þeim tilgangi að græða landið. Sveinn Runólfsson, sem var landgræðslustjóri í 44 ára og Páll Halldórsson, sem var flugmaður í landgræðslufluginu voru að gefa út bók um þetta merkilega starf Landgræðslunnar í þeim tilgangi að varðveita söguna. Bókin heitir; „ Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum. Sveinn segir flugið hafa verið mjög merkilegan þátt í íslenskri flugsögu og verðmæt framlag til sögu landgræðslu. „Þetta var gríðarleg bylting á sínum tíma, 1958 þegar þetta starf með eins hreyfils flugvélunum hófst. Þá voru dráttarvélar og áburðadreifarar þeirra tíma mjög lítil tæki og komust lítt út fyrir túnin og lítið um erfiðara land, hraun og þess háttar, þannig að þetta gaf tækifæri á að takast á við miklu erfiðari svæði og miklu stærri svæði með margföldum afköstum,“ segir Sveinn og bætir strax við. Sveinn og Páll hafa fengið mjög góðar viðtökur við nýju bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var svo mikið atriði líka að það væri ekki flogið langt með áburðinn og fræðið, farmurinn var ekki nema 300 kíló á fyrstu flugvélunum og þess vegna var nú verið að freistast til að lenda á stöðum sem engum myndi detta í hug að lenda á í dag.“ Páll segir að landgræðsluflugið hafi verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Ég held að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum flugferli. Þetta var náttúrulega bara eitt ævintýri fyrir svona ungan mann og þá sérstaklega eins og ég hef stundum sagt, að fá borgað fyrir að fljúga lágflug, sem var náttúrlega algjörlega bannað,“ segir Páll. Sveinn segir að ekkert landgræðsluflug sé stundað í dag. „Nei,það er ekki og ég sé ekki að það verði, því miður.“ Páll segist vilja sjá landgræðsluflugið fara aftur á stað hjá Landgræðslunni. „Já, eg myndi gjarnan vilja það en ég hef bara ekkert um það að segja, því miður.“
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira