Búin að finna ástina á Íslandi og gefur út nýtt ástarlag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2021 18:31 Söngkonan Klara Elias gaf út sína þriðju smáskífu í dag af EP plötu sem væntanleg er í sumar. Söngkonan Klara Elíasdóttir sendi frá sér lagið Skyline í dag af væntanlegri plötu. Þetta er þriðja smáskífan af plötunni sem Klara gefur út undir nafninu Klara Elias en lögin Paralyzed og Champagne hlutu góðar viðtökur hér á landi. Skyline er poppballaða og er nú þegar komið á Spotify. Ólíkt fyrstu tveim smáskífunum frá henni þar sem þemað er brotið hjarta og ástarsorg, fjallar þessi sumarsmellur um það að taka áhættu og hafa hugrekki til að verða ástfanginn. Klara samdi lagið með lagahöfundinum og upptökustjóranum James Wong. Hann hefur meðal annars samið lög fyrir Justin Bieber, Demi Lovato og Fifth Harmony. „Lagið var samið í eyðimörkinni í Kaliforníu, áður en að hörmungarnar dundu yfir heiminn í fyrra, í einu fallegasta húsi sem ég hef unnið í. Lagið endurspeglar algjörlega hvað ég var bjartsýn og hamingjusöm þennan dag. Lagið fjallar eiginlega um það að þora að verða ástfangin og áhættuna sem fylgir því að galopna hjarta sitt fyrir einhverju nýju - þó það hræði þig. Því það getur verið mjög „scary“ þegar það hefur verið brotið illa áður - að taka sénsinn og treysta því að ef maður fellur að einhver sé þar til að grípa þig,“ segir Klara um lagið sem má heyra hér fyrir neðan. Klara er einnig búin að hanna og framleiða varning, hettupeysur og boli. Allur varningur verður seldur rafrænt í gegnum síðu sem fer í loftið í kringum útgáfu Skyline. Klara flutti til Íslands á síðasta ári eftir nokkurra ára búsetu í Los Angeles. Hún hefur síðan þá fundið ástina á Íslandi og gefið út fullt af nýrri tónlist svo hún hefur haft í nógu að snúast. Ábreiða hennar af Justin Bieber laginu Anyone hefur verið mjög vinsælt síðustu vikur en þau vinna nú saman að íslenskri tónlist sem kemur út á næstunni. „Já ég er mjög hamingjusöm,“ sagði Klara um ástarmál sín í augnablikinu í viðtali í Brennslunni á FM957 í dag. Hún sagðist þar mjög glöð að vera komin til Íslands. Viðtal Brennslunnar við Klöru og lagið Skyline má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippan hefst á Nylon laginu Fimm á richter en spjallið við Klöru hefst strax í kjölfarið. Tónlist Brennslan Ástin og lífið FM957 Tengdar fréttir Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. 24. mars 2021 18:46 „Það var búið að dæla í okkur peningum” Klara Elias söngvari og lagahöfundur hefur búið síðustu ár í Los Angeles þar sem hún hefur gert góða hluti í tónlistarbransanum. 21. janúar 2021 13:31 „Við hlæjum svolítið oft að þessu tímabili“ Söngkonan Klara Elias var gestur í Snyrtiborðið með HI beauty. Klara er nýlega flutt aftur til Íslands eftir að búa í 11 ár í Los Angeles. Hún byrjaði snemma að syngja og hefur starfað við tónlist frá 18 ára aldri, þegar hljómsveitin NYLON var stofnuð. 11. desember 2020 09:01 „Erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum“ Klara Elias eða Klara Ósk Elíasdóttir gaf á miðnætti út sína aðra smáskífu sem ber nafnið Champagne. Lagið Champagne samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og danska pródúsentinum David „Dehiro“ Morup sem sá einnig um að útsetja. 17. nóvember 2020 08:01 Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Skyline er poppballaða og er nú þegar komið á Spotify. Ólíkt fyrstu tveim smáskífunum frá henni þar sem þemað er brotið hjarta og ástarsorg, fjallar þessi sumarsmellur um það að taka áhættu og hafa hugrekki til að verða ástfanginn. Klara samdi lagið með lagahöfundinum og upptökustjóranum James Wong. Hann hefur meðal annars samið lög fyrir Justin Bieber, Demi Lovato og Fifth Harmony. „Lagið var samið í eyðimörkinni í Kaliforníu, áður en að hörmungarnar dundu yfir heiminn í fyrra, í einu fallegasta húsi sem ég hef unnið í. Lagið endurspeglar algjörlega hvað ég var bjartsýn og hamingjusöm þennan dag. Lagið fjallar eiginlega um það að þora að verða ástfangin og áhættuna sem fylgir því að galopna hjarta sitt fyrir einhverju nýju - þó það hræði þig. Því það getur verið mjög „scary“ þegar það hefur verið brotið illa áður - að taka sénsinn og treysta því að ef maður fellur að einhver sé þar til að grípa þig,“ segir Klara um lagið sem má heyra hér fyrir neðan. Klara er einnig búin að hanna og framleiða varning, hettupeysur og boli. Allur varningur verður seldur rafrænt í gegnum síðu sem fer í loftið í kringum útgáfu Skyline. Klara flutti til Íslands á síðasta ári eftir nokkurra ára búsetu í Los Angeles. Hún hefur síðan þá fundið ástina á Íslandi og gefið út fullt af nýrri tónlist svo hún hefur haft í nógu að snúast. Ábreiða hennar af Justin Bieber laginu Anyone hefur verið mjög vinsælt síðustu vikur en þau vinna nú saman að íslenskri tónlist sem kemur út á næstunni. „Já ég er mjög hamingjusöm,“ sagði Klara um ástarmál sín í augnablikinu í viðtali í Brennslunni á FM957 í dag. Hún sagðist þar mjög glöð að vera komin til Íslands. Viðtal Brennslunnar við Klöru og lagið Skyline má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippan hefst á Nylon laginu Fimm á richter en spjallið við Klöru hefst strax í kjölfarið.
Tónlist Brennslan Ástin og lífið FM957 Tengdar fréttir Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. 24. mars 2021 18:46 „Það var búið að dæla í okkur peningum” Klara Elias söngvari og lagahöfundur hefur búið síðustu ár í Los Angeles þar sem hún hefur gert góða hluti í tónlistarbransanum. 21. janúar 2021 13:31 „Við hlæjum svolítið oft að þessu tímabili“ Söngkonan Klara Elias var gestur í Snyrtiborðið með HI beauty. Klara er nýlega flutt aftur til Íslands eftir að búa í 11 ár í Los Angeles. Hún byrjaði snemma að syngja og hefur starfað við tónlist frá 18 ára aldri, þegar hljómsveitin NYLON var stofnuð. 11. desember 2020 09:01 „Erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum“ Klara Elias eða Klara Ósk Elíasdóttir gaf á miðnætti út sína aðra smáskífu sem ber nafnið Champagne. Lagið Champagne samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og danska pródúsentinum David „Dehiro“ Morup sem sá einnig um að útsetja. 17. nóvember 2020 08:01 Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. 24. mars 2021 18:46
„Það var búið að dæla í okkur peningum” Klara Elias söngvari og lagahöfundur hefur búið síðustu ár í Los Angeles þar sem hún hefur gert góða hluti í tónlistarbransanum. 21. janúar 2021 13:31
„Við hlæjum svolítið oft að þessu tímabili“ Söngkonan Klara Elias var gestur í Snyrtiborðið með HI beauty. Klara er nýlega flutt aftur til Íslands eftir að búa í 11 ár í Los Angeles. Hún byrjaði snemma að syngja og hefur starfað við tónlist frá 18 ára aldri, þegar hljómsveitin NYLON var stofnuð. 11. desember 2020 09:01
„Erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum“ Klara Elias eða Klara Ósk Elíasdóttir gaf á miðnætti út sína aðra smáskífu sem ber nafnið Champagne. Lagið Champagne samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og danska pródúsentinum David „Dehiro“ Morup sem sá einnig um að útsetja. 17. nóvember 2020 08:01