Innávið - Útskriftarverkefni fatahönnunarnema LHÍ frumsýnt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2021 20:00 Nokkur skjáskot úr LHÍ útskriftarmyndbandinu INNÁVIÐ. Í kvöld frumsýnum við hér á Vísi útskriftarmyndband fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands. Myndin verður einnig til sýningar á útskriftarsýningu nemenda. Vegna heimsfaraldurs var horfið frá því að vera með hefðbundna tískusýningu, en í stað þess vann hver nemandi tískumyndband (e. Fashion video) út frá sinni útskriftarlínu. Myndböndin sýna hönnunina sjálfa, það er flíkurnar og aukahluti, en um leið hafa þau listrænt gildi út af fyrir sig og eru leið fyrir hönnuðina til að tjá þá frásögn eða tilfinningu sem unnið var með í línunni. Sjö fatahönnuðir útskriftast af námsbrautinni að þessu sinni en það eru þau Berglind Ósk Hlynsdóttir, Emilíana Birta Hjartardóttir, Gerða Jóna Ólafsdóttir, Guðmundur Magnússon, Karen Thuy Duong Andradóttir, Saga Sif Gísladóttir og Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir. Leiðbeinendur lokaverkefna í fatahönnun eru Arnar Már Jónsson, Helga Lára Halldórsdóttir, Katrín María Káradóttir, Magnea Einarsdóttir og Regína Rourke. Magnea Einarsdóttir er jafnframt fagstjóri námsbrautar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Á morgun, laugardag 15. maí, opnar svo útskriftarsýning arkitektúrs, hönnunar og myndlistar LHÍ í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Sýningin hefur yfirskriftina Af ásettu ráði en nánar má lesa um hanna hér neðar í fréttinni. Útskriftarmyndina INNÁVIÐ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Innávið - Útskriftarverkefni fatahönnunarnema LHÍ Af ásettu ráði Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2021, Af ásettu ráði, fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Dagana 15. – 24. maí.er hægt að koma og skoða útskriftarverkefni nemenda í BA myndlist, fatahönnun, grafískri hönnun, vöruhönnun, arkitektúr og MA nema í hönnun. Á sýningunni verða útskriftarlínur fatahönnunarnemanna til sýnis, fatnaður og aukahlutir, ásamt því að myndbandið sem hér er frumsýnt, verður sýnt með hljóði klukkan 16:30 alla daga á stórum skjá, fimmtudaga einnig klukkan 20:30 og laugardaga 12:30. Útskriftarsýningin, sem er hluti af Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands, er með stærri listviðburðum ársins hjá Listasafni Reykjavíkur og hana sækja ótal gestir, jafnt fagfólk sem áhugasamir. Þar er hægt að skoða verk tilvonandi hönnuða og listamanna framtíðarinnar og gefur sýningin góða mynd af því sem koma skal. Í ár eru nemendurnir sem sýna á sýningunni um 70 talsins og verk þeirra fjölbreytt eftir því. Sýningarstjórar sýningarinnar eru Birgir Örn Jónsson, Signý Þórhallsdóttir og Una Björg Magnúsdóttir. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár, en hátíðin verður sett formlega í næstu viku. Hér fyrir neðan er texti um Af ásettu ráði, frá sýningarstjórum sýningarinnar: „Það að finna hugmyndum sínum farveg er óvissuferðalag sem krefst hugrekkis og áræðni. Leiðin er sjaldnast vel stikuð og áfangastaðurinn er á sífelldri hreyfingu, ef hann er yfirhöfuð fyrir hendi. Þetta gerir ferðina þó þeim mun æsilegri. Mörk eru þanin og nýjar slóðir kannaðar. Forvitni, útsjónarsemi og einskær ásetningur nemenda hafa nú leitt þá að þessum mikilvægu tímamótum, eftir nám sem hefur veitt þeim fjölbreytt tækifæri til að kanna hugmyndir og þróa færni. Útskriftarsýning Listaháskólans 2021 er uppskeruhátíð ríflega sjötíu nemenda úr myndlistar-, arkitektúr- og hönnunardeildum á BA stigi og úr MA námi í hönnun. Efnistök nemenda eru margvísleg og nálgun hvers og eins einstök. Hér má finna ilmandi bókverk, landsliðsbúninga fyrir nýjar íþróttir, rottu í leit að osti lífsins, hljóðspegil og fullkomið augnablik. Eins er fjallað um skynjun í geimnum, leitina að ástinni, myndbirtingu ofhugsunar og leiðir til að endurnýta gerviefni. Önnur verk leita að nýjum litheimum, gefa okkur innsýn inn í sögur sjómanna og velta upp hugmyndum um nýja byggð í Viðey. Hér eru hvorki einfaldar lausnir né órekjanleg sannindi borin á borð. Verkin birta okkur aftur á móti ferska sýn á það sem við töldum okkur þekkja – eða opna okkur nýjar víddir. Af ásettu ráði hvetjum við gesti til að draga inn andann, opna hugann og njóta uppskerunnar.“ HönnunarMars Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Vegna heimsfaraldurs var horfið frá því að vera með hefðbundna tískusýningu, en í stað þess vann hver nemandi tískumyndband (e. Fashion video) út frá sinni útskriftarlínu. Myndböndin sýna hönnunina sjálfa, það er flíkurnar og aukahluti, en um leið hafa þau listrænt gildi út af fyrir sig og eru leið fyrir hönnuðina til að tjá þá frásögn eða tilfinningu sem unnið var með í línunni. Sjö fatahönnuðir útskriftast af námsbrautinni að þessu sinni en það eru þau Berglind Ósk Hlynsdóttir, Emilíana Birta Hjartardóttir, Gerða Jóna Ólafsdóttir, Guðmundur Magnússon, Karen Thuy Duong Andradóttir, Saga Sif Gísladóttir og Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir. Leiðbeinendur lokaverkefna í fatahönnun eru Arnar Már Jónsson, Helga Lára Halldórsdóttir, Katrín María Káradóttir, Magnea Einarsdóttir og Regína Rourke. Magnea Einarsdóttir er jafnframt fagstjóri námsbrautar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Á morgun, laugardag 15. maí, opnar svo útskriftarsýning arkitektúrs, hönnunar og myndlistar LHÍ í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Sýningin hefur yfirskriftina Af ásettu ráði en nánar má lesa um hanna hér neðar í fréttinni. Útskriftarmyndina INNÁVIÐ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Innávið - Útskriftarverkefni fatahönnunarnema LHÍ Af ásettu ráði Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2021, Af ásettu ráði, fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Dagana 15. – 24. maí.er hægt að koma og skoða útskriftarverkefni nemenda í BA myndlist, fatahönnun, grafískri hönnun, vöruhönnun, arkitektúr og MA nema í hönnun. Á sýningunni verða útskriftarlínur fatahönnunarnemanna til sýnis, fatnaður og aukahlutir, ásamt því að myndbandið sem hér er frumsýnt, verður sýnt með hljóði klukkan 16:30 alla daga á stórum skjá, fimmtudaga einnig klukkan 20:30 og laugardaga 12:30. Útskriftarsýningin, sem er hluti af Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands, er með stærri listviðburðum ársins hjá Listasafni Reykjavíkur og hana sækja ótal gestir, jafnt fagfólk sem áhugasamir. Þar er hægt að skoða verk tilvonandi hönnuða og listamanna framtíðarinnar og gefur sýningin góða mynd af því sem koma skal. Í ár eru nemendurnir sem sýna á sýningunni um 70 talsins og verk þeirra fjölbreytt eftir því. Sýningarstjórar sýningarinnar eru Birgir Örn Jónsson, Signý Þórhallsdóttir og Una Björg Magnúsdóttir. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár, en hátíðin verður sett formlega í næstu viku. Hér fyrir neðan er texti um Af ásettu ráði, frá sýningarstjórum sýningarinnar: „Það að finna hugmyndum sínum farveg er óvissuferðalag sem krefst hugrekkis og áræðni. Leiðin er sjaldnast vel stikuð og áfangastaðurinn er á sífelldri hreyfingu, ef hann er yfirhöfuð fyrir hendi. Þetta gerir ferðina þó þeim mun æsilegri. Mörk eru þanin og nýjar slóðir kannaðar. Forvitni, útsjónarsemi og einskær ásetningur nemenda hafa nú leitt þá að þessum mikilvægu tímamótum, eftir nám sem hefur veitt þeim fjölbreytt tækifæri til að kanna hugmyndir og þróa færni. Útskriftarsýning Listaháskólans 2021 er uppskeruhátíð ríflega sjötíu nemenda úr myndlistar-, arkitektúr- og hönnunardeildum á BA stigi og úr MA námi í hönnun. Efnistök nemenda eru margvísleg og nálgun hvers og eins einstök. Hér má finna ilmandi bókverk, landsliðsbúninga fyrir nýjar íþróttir, rottu í leit að osti lífsins, hljóðspegil og fullkomið augnablik. Eins er fjallað um skynjun í geimnum, leitina að ástinni, myndbirtingu ofhugsunar og leiðir til að endurnýta gerviefni. Önnur verk leita að nýjum litheimum, gefa okkur innsýn inn í sögur sjómanna og velta upp hugmyndum um nýja byggð í Viðey. Hér eru hvorki einfaldar lausnir né órekjanleg sannindi borin á borð. Verkin birta okkur aftur á móti ferska sýn á það sem við töldum okkur þekkja – eða opna okkur nýjar víddir. Af ásettu ráði hvetjum við gesti til að draga inn andann, opna hugann og njóta uppskerunnar.“
HönnunarMars Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira