Innlent

VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður VG. Vísir/Vilhelm

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn.

Þær eru gróf brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og mannréttindum að því er segir í tilkynningu frá þingflokknum.

Þá séu harkaleg viðbrögð Ísraelsstjórnar við eldflaugaskotum af Gaza strönd til Ísraels, loftárásir með fullkomnum vopnum (eða mannlausum drápstækjum) á ofur þéttbýl svæði Palestínumanna, óverjandi. Lögregluaðgerðir ísraelskra yfirvalda gegn mótmælendum í Jerúsalem sömuleiðis.

Vinstri græn hafi ávallt lagt áherslu á nauðsyn þess að leitað sé friðsam­legra lausna í deil­um fyr­ir botni Miðjarðar­hafs. Raun­veru­leg­ur friður kom­ist aldrei á með vopna­valdi og kúg­un og mik­il­vægt sé að standa vörð um alþjóðalög og brjóta ekki á mann­rétt­ind­um íbúa svæðis­ins.

Þingflokkur Vinstrihreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs minn­ir jafn­framt á samþykkt Alþing­is Íslend­inga frá 2011 um viður­kenn­ingu á sjálf­stæði og full­veldi Palestínu og þar með rétt þeirra til eigin ríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×