Ekkert bendir til að átökunum linni í bráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2021 12:30 Ísraelskir skriðdrekar á leiðinni að landamærunum við Gasasvæðið í dag. AP/Tsafrir Abayov Minnst 119 eru látin á Gasasvæðinu eftir árásir Ísraela síðustu daga en ísraelski herinn bætti enn í árásir sínar í nótt. Ísraelar gerðu árásir úr lofti og á jörðu niðri í nótt. Herinn hefur ekki gert innrás á Gasasvæðið en hefur rætt opinberlega um þann möguleika. Myndefni frá svæðinu í nótt sýnir ísraelskar flugvélar, stórskotalið og herskip varpa sprengjum yfir Gasasvæðið. Hamas-samtökin hafa á móti skotið eldflaugum að borgum Ísraelsmanna. Átta hafa farist í þeim árásum en loftvarnarkerfi Ísraelsmanna hefur grandað flestum flaugunum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði Ísraelsher í nótt ekki ætla að gefa eftir. „Ég sagði ykkur að við myndum ná miklum árangri í baráttunni gegn Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum. Það höfum við gert og það munum við áfram gera.“ Átök úti á götu Þá hefur sömuleiðis komið til átaka á milli landtökufólks og ísraelskra Araba á götum hverfa sem landtökufólk ásælist. Ísraelska lögreglan segir Araba reglulega stofna til átaka en lögregla er sökuð um að líta framhjá árásum Gyðinga á heimili Araba. Átökin á svæðinu nú eru þau verstu í tæpan áratug og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Ísraelar sakaðir um þjóðernishreinsanir Togstreitan hefur magnast hægt og rólega undanfarnar vikur vegna tilrauna Ísraelsmanna til þess að bera Palestínumenn út af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem og segja Palestínumenn þær aðgerðir ekkert annað en þjóðernishreinsanir. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem þess verður krafist að íslensk stjórnvöld bregðist við átökunum með því að setja viðskiptabann á Ísrael. Ísrael Palestína Tengdar fréttir VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 „Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Ísraelar gerðu árásir úr lofti og á jörðu niðri í nótt. Herinn hefur ekki gert innrás á Gasasvæðið en hefur rætt opinberlega um þann möguleika. Myndefni frá svæðinu í nótt sýnir ísraelskar flugvélar, stórskotalið og herskip varpa sprengjum yfir Gasasvæðið. Hamas-samtökin hafa á móti skotið eldflaugum að borgum Ísraelsmanna. Átta hafa farist í þeim árásum en loftvarnarkerfi Ísraelsmanna hefur grandað flestum flaugunum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði Ísraelsher í nótt ekki ætla að gefa eftir. „Ég sagði ykkur að við myndum ná miklum árangri í baráttunni gegn Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum. Það höfum við gert og það munum við áfram gera.“ Átök úti á götu Þá hefur sömuleiðis komið til átaka á milli landtökufólks og ísraelskra Araba á götum hverfa sem landtökufólk ásælist. Ísraelska lögreglan segir Araba reglulega stofna til átaka en lögregla er sökuð um að líta framhjá árásum Gyðinga á heimili Araba. Átökin á svæðinu nú eru þau verstu í tæpan áratug og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Ísraelar sakaðir um þjóðernishreinsanir Togstreitan hefur magnast hægt og rólega undanfarnar vikur vegna tilrauna Ísraelsmanna til þess að bera Palestínumenn út af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem og segja Palestínumenn þær aðgerðir ekkert annað en þjóðernishreinsanir. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem þess verður krafist að íslensk stjórnvöld bregðist við átökunum með því að setja viðskiptabann á Ísrael.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 „Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50
„Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59
Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05