Sósíalistaflokkurinn vill ofbeldiseftirlit Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 20:42 Sósíalistaflokkurinn kynnti sitt þriðja loforð til kjósenda í dag. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn samþykkti í dag á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna flokksins að leggja til svokallað ofbeldiseftirlit, sem yrði eitt af stefnumálum flokksins í kosningum til Alþingis í haust. Eftirlitið myndi rannsaka vinnustaði, skóla og opinbera staði og hafa heimildir til þess að svipta staði starfsleyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag þar sem segir að opinberra aðgerða sé þörf eftir áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir „viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ líkt og segir í tilkynningunni. Tími vakningar sé liðinn og staðreyndir liggi fyrir. Eftirlitið myndi rannsaka mál eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði og beita sér sérstaklega að stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið; „vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.“ Vilja sérhæfða ákærustofnun Í tillögunni felst einnig að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun og að brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum. Stofnunin myndi sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þróa rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og styrkja málarekstur fyrir dómstólum. Flokkurinn vill einnig að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum og þeir fái greiddar sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum. „Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningunni. Séu börn á heimilum þar sem tilkynnt er um ofbeldi myndu fulltrúar eftirlitsins mæta á vettvang ásamt barnaverndaryfirvöldum og viðbragðs- og rannsóknarlögreglu. Fulltrúarnir myndu einnig gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála, opinbera meðferð og eftirmála þeirra. Yfirmenn opinberra stofnanna ljúki námskeiði um ofbeldi Sósíalistaflokkurinn vill einnig efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. Fræðslunni yrði ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við. „Einnig verði gerð sú krafa að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og sömu kröfur verði gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.“ Í tilkynningu flokksins er einnig boðað þróun námsefnis um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluefni yrði einnig gert aðgengilegt almenningi. „Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.“ Sósíalistaflokkurinn MeToo Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag þar sem segir að opinberra aðgerða sé þörf eftir áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir „viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ líkt og segir í tilkynningunni. Tími vakningar sé liðinn og staðreyndir liggi fyrir. Eftirlitið myndi rannsaka mál eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði og beita sér sérstaklega að stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið; „vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.“ Vilja sérhæfða ákærustofnun Í tillögunni felst einnig að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun og að brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum. Stofnunin myndi sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þróa rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og styrkja málarekstur fyrir dómstólum. Flokkurinn vill einnig að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum og þeir fái greiddar sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum. „Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningunni. Séu börn á heimilum þar sem tilkynnt er um ofbeldi myndu fulltrúar eftirlitsins mæta á vettvang ásamt barnaverndaryfirvöldum og viðbragðs- og rannsóknarlögreglu. Fulltrúarnir myndu einnig gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála, opinbera meðferð og eftirmála þeirra. Yfirmenn opinberra stofnanna ljúki námskeiði um ofbeldi Sósíalistaflokkurinn vill einnig efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. Fræðslunni yrði ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við. „Einnig verði gerð sú krafa að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og sömu kröfur verði gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.“ Í tilkynningu flokksins er einnig boðað þróun námsefnis um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluefni yrði einnig gert aðgengilegt almenningi. „Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.“
Sósíalistaflokkurinn MeToo Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira