Mavericks og Trail Blazers með mikilvæga sigra á meðan Lakers marði Rockets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 11:31 Damian Lillard var frábær í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Í Vesturdeildinni unnu Dallas Mavericks og Portland Trail Blazers mikilvæga sigra sem þýðir að það er nær öruggt að ríkjandi meistarar Los Angeles Lakers þurfa að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Dallas lagði New Orleans Pelicans 125-107 í nótt. Luka Dončić var að venju aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Tim Hardaway Junior kom þar á eftir með 27 stig. Hjá Pelicans dreifðist stigaskorið töluvert. Eric Bledsoe og Jaxson Hayes voru stigahæstir með 15 stig en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Luka Doncic (33 PTS, 8 REB, 8 AST) knocks down 7 threes as the @dallasmavs keep pace in the West! #MFFL pic.twitter.com/Uon2f30MMI— NBA (@NBA) May 13, 2021 Portland gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz með sjö stiga mun, 105-98. Damian Lillard var að venju stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig á meðan Jusuf Nurkić var með tvöfalda tvennu, 11 stig og 15 fráköst. Hjá Utah var Jordan Clarkson enn á ný sjóðandi heitur en hann gerði 29 stig á 30 mínútum. Þá var Rudy Gobert með tvennu, 15 stig og 20 fráköst. Dame and CJ lead the way in the @trailblazers 5th straight win... as they stay at #5 out West! #RipCity @Dame_Lillard: 30 PTS, 6 AST@CJMcCollum: 26 PTS pic.twitter.com/eIV2oHFxSF— NBA (@NBA) May 13, 2021 Sigrar þessara liða þýða að þegar tveir leikir eru eftir af deildakeppni NBA-deildarinnar er nær ómögulegt fyrir meistara Los Angeles Lakers, sem lögðu Houston Rockets í nótt 124-122, að ná þessum liðum. Lakers situr í 7. sæti deildarinnar og þarf því að fara í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Var sú breyting gerð vegna þess að tímabilið var stytt um tíu leiki. Efstu sex liðin í hvorri deild fara í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil. Lakers voru án LeBron James, Anthony Davis, Alex Caruso og Marc Gasol í nótt. Liðið rétt marði því slakt Rockets lið þökk sé 23 stigum og 10 stoðsendingum Talen Horton-Tucker. Þá skoraði Andre Drummond 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. THT & KUZ put together clutch performances for the @Lakers... LAL remains within 1 game of #6 in the West! #LakeShow @Thortontucker: 23 PTS, 10 AST@kylekuzma: 19 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/d0EDwQrKK4— NBA (@NBA) May 13, 2021 Í Austurdeildinni vann Atlanta Hawks fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 120-116. Trae Young var ekki langt frá tvöfaldri þrennu í liði Hawks en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Washington var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, hann gaf einnig 15 stoðsendingar. Brooklyn Nets vann San Antonio Spurs 128-116 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 102-94. Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Tindastóll | Gestirnir dregnir í fallbaráttu? Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Sjá meira
Dallas lagði New Orleans Pelicans 125-107 í nótt. Luka Dončić var að venju aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Tim Hardaway Junior kom þar á eftir með 27 stig. Hjá Pelicans dreifðist stigaskorið töluvert. Eric Bledsoe og Jaxson Hayes voru stigahæstir með 15 stig en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Luka Doncic (33 PTS, 8 REB, 8 AST) knocks down 7 threes as the @dallasmavs keep pace in the West! #MFFL pic.twitter.com/Uon2f30MMI— NBA (@NBA) May 13, 2021 Portland gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz með sjö stiga mun, 105-98. Damian Lillard var að venju stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig á meðan Jusuf Nurkić var með tvöfalda tvennu, 11 stig og 15 fráköst. Hjá Utah var Jordan Clarkson enn á ný sjóðandi heitur en hann gerði 29 stig á 30 mínútum. Þá var Rudy Gobert með tvennu, 15 stig og 20 fráköst. Dame and CJ lead the way in the @trailblazers 5th straight win... as they stay at #5 out West! #RipCity @Dame_Lillard: 30 PTS, 6 AST@CJMcCollum: 26 PTS pic.twitter.com/eIV2oHFxSF— NBA (@NBA) May 13, 2021 Sigrar þessara liða þýða að þegar tveir leikir eru eftir af deildakeppni NBA-deildarinnar er nær ómögulegt fyrir meistara Los Angeles Lakers, sem lögðu Houston Rockets í nótt 124-122, að ná þessum liðum. Lakers situr í 7. sæti deildarinnar og þarf því að fara í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Var sú breyting gerð vegna þess að tímabilið var stytt um tíu leiki. Efstu sex liðin í hvorri deild fara í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil. Lakers voru án LeBron James, Anthony Davis, Alex Caruso og Marc Gasol í nótt. Liðið rétt marði því slakt Rockets lið þökk sé 23 stigum og 10 stoðsendingum Talen Horton-Tucker. Þá skoraði Andre Drummond 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. THT & KUZ put together clutch performances for the @Lakers... LAL remains within 1 game of #6 in the West! #LakeShow @Thortontucker: 23 PTS, 10 AST@kylekuzma: 19 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/d0EDwQrKK4— NBA (@NBA) May 13, 2021 Í Austurdeildinni vann Atlanta Hawks fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 120-116. Trae Young var ekki langt frá tvöfaldri þrennu í liði Hawks en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Washington var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, hann gaf einnig 15 stoðsendingar. Brooklyn Nets vann San Antonio Spurs 128-116 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 102-94. Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Tindastóll | Gestirnir dregnir í fallbaráttu? Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli