„Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna“ Árni Gísli Magnúson skrifar 12. maí 2021 20:33 Arnar var ekki yfir sig hrifinn af leik KA í kvöld. vísir/hulda margrét KA skoraði þrjú mörk í dag og hélt hreinu gegn Leikni í Pepsi Max deildinni og var Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, sáttur við sigurinn þó spilamennskan hafi á köflum ekki verið nægilega góð að hans mati. „Ánægður að hafa unnið og skorað þrjú mörk, en svona heilt yfir ekki sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að hafa unnið 3-0 og svo fannst mér við ansi sloppy á tímum og hefðum getað gert miklu betur á boltanum. Varnarlega séð vorum við mjög flottir. Í stöðunni 2-0 fyrir okkur fá Leiknismenn sitt eina færi í leiknum og þar gerir Stubbur vel með gríðarlega góðri vörslu sem gerir hlutina þægilegri og svo í 3-0 þar klárast leikurinn.” KA sótti Vladan Dogatovic í vikunn en Stubbur fékk traustið áfram í markinu og Arnar lofaði honum í hástert. „Á meðan Stubbur stendur sig svona verður erfitt að ýta honum burt. Ef þetta er ekki til halda stöðunni þá veit ég ekki hvað það er.” Arnar vildi sjá liðið skora enn fleiri mörk í dag þrátt fyrir að hafa skorað þrjú og hlýtur það að sýna að sóknarleikurinn er eitthvað sem hann hefur lagt mikla áherslu á með liðið í vetur. „Við áttum að skora fleiri mörk í dag og heilt yfir vorum við ekki frábærir á boltanum. Sérstakt að segja það þegar við skorum þrjú mörk og fáum mörg færi en þetta var ekki okkar besti leikur fótboltalega séð. Varnarlega séð vorum við flottir en við getum enn meira.” Octavio Andrés Paez Gil fékk beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu í seinni hálfleik og Arnar var ekki par sáttur við þessa tilburði. „Hann tekur bara langstökk og tveggja fóta tæklingu og þetta á ekki að sjást af því það er akkurat svona sem menn slasa sig alvarlega og bara heppni að Kári stóð ekki í lappirnar. Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna, þetta var eldrautt kort.” Spilað var á gervigrasinu á Dalvíkurvelli í dag en vallaraðsæður á Greifavellinum á Akureyri eru ekki boðlegar eins og er. Arnar segist vera opinn fyrir því að spila áfram á Dalvík. „Ef ég fengi að ráða, völlurinn lítur hræðilega út og svo erum við bara ekki með æfingaraðstöðu. Þannig að æfingaraðstaðan okkar núna er bara gervigras sem er ekki frábært en það væri nú fínt að hafa svona völl á Akureyri þó það hafi verið frábært að fá að nota völlinn hérna á Dalvík í dag.” KA sækir Keflavik heim í næstu umferð sem verður eflaust hörkuleikur en Keflavík sigraði Stjörnuna 2-0 í síðustu umferð. „Ég sá síðasta leik með þeim á móti Stjörnunni og Keflavík er með hörku lið og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir eru, það er enginn auðveldur leikur. Nú fáum við smá tíma til að njóta þessarra þriggja punkta og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir Keflavík á morgun” Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Í beinni: Grindavík - Þór Ak. | Þórsarar stefna aftur í bikarúrslit Körfubolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
„Ánægður að hafa unnið og skorað þrjú mörk, en svona heilt yfir ekki sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að hafa unnið 3-0 og svo fannst mér við ansi sloppy á tímum og hefðum getað gert miklu betur á boltanum. Varnarlega séð vorum við mjög flottir. Í stöðunni 2-0 fyrir okkur fá Leiknismenn sitt eina færi í leiknum og þar gerir Stubbur vel með gríðarlega góðri vörslu sem gerir hlutina þægilegri og svo í 3-0 þar klárast leikurinn.” KA sótti Vladan Dogatovic í vikunn en Stubbur fékk traustið áfram í markinu og Arnar lofaði honum í hástert. „Á meðan Stubbur stendur sig svona verður erfitt að ýta honum burt. Ef þetta er ekki til halda stöðunni þá veit ég ekki hvað það er.” Arnar vildi sjá liðið skora enn fleiri mörk í dag þrátt fyrir að hafa skorað þrjú og hlýtur það að sýna að sóknarleikurinn er eitthvað sem hann hefur lagt mikla áherslu á með liðið í vetur. „Við áttum að skora fleiri mörk í dag og heilt yfir vorum við ekki frábærir á boltanum. Sérstakt að segja það þegar við skorum þrjú mörk og fáum mörg færi en þetta var ekki okkar besti leikur fótboltalega séð. Varnarlega séð vorum við flottir en við getum enn meira.” Octavio Andrés Paez Gil fékk beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu í seinni hálfleik og Arnar var ekki par sáttur við þessa tilburði. „Hann tekur bara langstökk og tveggja fóta tæklingu og þetta á ekki að sjást af því það er akkurat svona sem menn slasa sig alvarlega og bara heppni að Kári stóð ekki í lappirnar. Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna, þetta var eldrautt kort.” Spilað var á gervigrasinu á Dalvíkurvelli í dag en vallaraðsæður á Greifavellinum á Akureyri eru ekki boðlegar eins og er. Arnar segist vera opinn fyrir því að spila áfram á Dalvík. „Ef ég fengi að ráða, völlurinn lítur hræðilega út og svo erum við bara ekki með æfingaraðstöðu. Þannig að æfingaraðstaðan okkar núna er bara gervigras sem er ekki frábært en það væri nú fínt að hafa svona völl á Akureyri þó það hafi verið frábært að fá að nota völlinn hérna á Dalvík í dag.” KA sækir Keflavik heim í næstu umferð sem verður eflaust hörkuleikur en Keflavík sigraði Stjörnuna 2-0 í síðustu umferð. „Ég sá síðasta leik með þeim á móti Stjörnunni og Keflavík er með hörku lið og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir eru, það er enginn auðveldur leikur. Nú fáum við smá tíma til að njóta þessarra þriggja punkta og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir Keflavík á morgun”
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Í beinni: Grindavík - Þór Ak. | Þórsarar stefna aftur í bikarúrslit Körfubolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21