Gerir ekki kröfu um að Kolbeinn segi af sér eða fari í leyfi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2021 17:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, telur Kolbein Óttarson Proppé hafa tekið rétta ákvörðun með því að draga framboð sitt til baka. vísir/samsett Formaður Vinstri grænna telur að Kolbeinn Óttarsson Proppé hafi tekið rétta ákvörðun með því að draga til baka framboð sitt í prófkjöri flokksins eftir að kvartað var undan hegðun hans til fagráðs flokksins. Hún telur þó ekki ástæðu til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. Í yfirlýsingu sem Kolbeinn birti á Facebook í gær rekur hann sögu framkomu sinnar gagnvart konum og greinir frá því að kvartað hafi verið undan hegðuninni til fagráðs Vinstri Grænna. Engu að síður hafi hann ákveðið að gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík. Umræðan undanfarið hafi leitt hann til endurskoðunar á því og hefur hann nú dregið framboð sitt til baka. Formaður Vinstri Grænna styður ákvörðunina. „Ég virði þá ákvörðun og tel að hann hafi tekið rétta ákvörðun,“ segir Katrín. Í svörum frá framkvæmdastjóra flokksins segir að ekki sé grunur um refsivert athæfi í málinu. Þetta sé jafnframt eina málið sem borist hafi fagráðinu frá því að það tók til starfa árið 2019. Katrín segir kvörtunina hafa borist á vormánuðum. „Og ég fékk upplýsingar um hana skömmu síðar. En fyrirkomulagið er þannig að fagráðið er bundið trúnaði gagnvart aðilum. Þannig að í raun og veru er fyrirkomulagið þannig að formaður er bara upplýstur um að það sé mál til skoðunar,“ segir Katrín. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framboð Kolbeins þar sem málið væri í réttum farvegi. Hún segir agavirðurlög ekki fylgja meðferð fagráðsins. „Heldur snýst þetta um að fólk fari yfir sín mál og skoði þau og geri breytingar til úrbóta.“ Hún telur ekki tilefni til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. „Ég geri ekki kröfu um það. Hann hefur tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir þingmennsku aftur og ég lít svo á að hann sé þá að axla ábyrgð.“ Alþingi MeToo Vinstri græn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Kolbeinn birti á Facebook í gær rekur hann sögu framkomu sinnar gagnvart konum og greinir frá því að kvartað hafi verið undan hegðuninni til fagráðs Vinstri Grænna. Engu að síður hafi hann ákveðið að gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík. Umræðan undanfarið hafi leitt hann til endurskoðunar á því og hefur hann nú dregið framboð sitt til baka. Formaður Vinstri Grænna styður ákvörðunina. „Ég virði þá ákvörðun og tel að hann hafi tekið rétta ákvörðun,“ segir Katrín. Í svörum frá framkvæmdastjóra flokksins segir að ekki sé grunur um refsivert athæfi í málinu. Þetta sé jafnframt eina málið sem borist hafi fagráðinu frá því að það tók til starfa árið 2019. Katrín segir kvörtunina hafa borist á vormánuðum. „Og ég fékk upplýsingar um hana skömmu síðar. En fyrirkomulagið er þannig að fagráðið er bundið trúnaði gagnvart aðilum. Þannig að í raun og veru er fyrirkomulagið þannig að formaður er bara upplýstur um að það sé mál til skoðunar,“ segir Katrín. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framboð Kolbeins þar sem málið væri í réttum farvegi. Hún segir agavirðurlög ekki fylgja meðferð fagráðsins. „Heldur snýst þetta um að fólk fari yfir sín mál og skoði þau og geri breytingar til úrbóta.“ Hún telur ekki tilefni til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. „Ég geri ekki kröfu um það. Hann hefur tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir þingmennsku aftur og ég lít svo á að hann sé þá að axla ábyrgð.“
Alþingi MeToo Vinstri græn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira