„Ég held að hann sé aldrei að fara að spila í 1. deildinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 16:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður örugglega eftirsóttur í sumar. Vísir/Vilhelm Sérfræðingarnir í Domino´s Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér í hvaða leikmenn Hattar og Hauka hin liðin munu hringja nú þegar Höttur og Haukar spila ekki í Domino´s deildinni næsta vetur. Sjaldan hafa eins sterk lið fallið úr Domino´s deildinni og í vetur enda deildin gríðarlega sterk. Leikmannahópar Hattar og Hauka höfðu að öllu eðlilegu átt að skila þessum liðum inn í úrslitakeppnina en í staðinn þurftu þau bæði að sætta sig við fall. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Benedikt Guðmundsson og Teit Örlygsson í síðasta uppgjörsþætti deildarinnar. Kjartan Atli fékk þá til að velta fyrir sér framtíðinni hjá leikmönnum Hattar og Hauka og spurði þá hverjir þeirra eigi heima í úrvalsdeildinni. „Nánast allir, viltu að ég þylji þá alla upp,“ svaraði Benedikt Guðmundsson. „Þetta eru bara tvö úrvalsdeildarlið, Domino´s deildarlið sem eiga bara heima í þessari deild í heild sinni,“ sagði Benedikt og Teitur Örlygsson segir að það bíði liðunum sem koma upp mjög krefjandi verkefni. Breiðablik er komið upp og hitt liðið kemst upp í gegnum þessa úrslitakeppni. „Þau þurfa að styrkja sig svaðalega,“ spurði Kjartan Atli og beindi spurningu sinni á Teit. „Þau þurfa að gera ansi mikið til þess að vinna leik eins og deildin var núna. Það er ekkert öðruvísi og það er mikið verk framundan hjá þessum liðum sem eru að koma upp,“ sagði Teitur. Kjartan Atli nefndi sérstaklega Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem dæmi um leikmann sem verður eftirsóttur í sumar nú þegar lið hans Höttur er fallið í 1. deildina. „Ég held að hann sé aldrei að fara að spila í 1. deildinni. Það kæmi verulega á óvart,“ sagði Benedikt. Kjartan Atli fékk líka þá Benedikt og Teit til að segja hvaða lið ollu mestu vonbrigðum, hvaða lið komu mest á óvart og hverjir stóðu sig best af leikmönnum deildarinnar. Það má sjá alla framlenginguna hér fyrir neðan. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Hverjir komu á óvart og hverjir stóðu sig best Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Sjaldan hafa eins sterk lið fallið úr Domino´s deildinni og í vetur enda deildin gríðarlega sterk. Leikmannahópar Hattar og Hauka höfðu að öllu eðlilegu átt að skila þessum liðum inn í úrslitakeppnina en í staðinn þurftu þau bæði að sætta sig við fall. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Benedikt Guðmundsson og Teit Örlygsson í síðasta uppgjörsþætti deildarinnar. Kjartan Atli fékk þá til að velta fyrir sér framtíðinni hjá leikmönnum Hattar og Hauka og spurði þá hverjir þeirra eigi heima í úrvalsdeildinni. „Nánast allir, viltu að ég þylji þá alla upp,“ svaraði Benedikt Guðmundsson. „Þetta eru bara tvö úrvalsdeildarlið, Domino´s deildarlið sem eiga bara heima í þessari deild í heild sinni,“ sagði Benedikt og Teitur Örlygsson segir að það bíði liðunum sem koma upp mjög krefjandi verkefni. Breiðablik er komið upp og hitt liðið kemst upp í gegnum þessa úrslitakeppni. „Þau þurfa að styrkja sig svaðalega,“ spurði Kjartan Atli og beindi spurningu sinni á Teit. „Þau þurfa að gera ansi mikið til þess að vinna leik eins og deildin var núna. Það er ekkert öðruvísi og það er mikið verk framundan hjá þessum liðum sem eru að koma upp,“ sagði Teitur. Kjartan Atli nefndi sérstaklega Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem dæmi um leikmann sem verður eftirsóttur í sumar nú þegar lið hans Höttur er fallið í 1. deildina. „Ég held að hann sé aldrei að fara að spila í 1. deildinni. Það kæmi verulega á óvart,“ sagði Benedikt. Kjartan Atli fékk líka þá Benedikt og Teit til að segja hvaða lið ollu mestu vonbrigðum, hvaða lið komu mest á óvart og hverjir stóðu sig best af leikmönnum deildarinnar. Það má sjá alla framlenginguna hér fyrir neðan. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Hverjir komu á óvart og hverjir stóðu sig best
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum