„Ég er ekki í þessu til að eignast vini“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2021 13:01 Kjartan Henry Finnbogason varð markakóngur 1. deildar og kom Vejle upp í úrvalsdeild í fyrra, en var svo farinn frá félaginu skömmu síðar eftir ósætti. Getty/Lars Ronbog „Ég elska KR og mun gera allt sem ég get til að liðið njóti velgengni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem lendir á Íslandi í dag. Eftir stormasaman vetur í Danmörku ætlar hann sér að raða inn mörkum fyrir KR á komandi mánuðum og árum. Kjartan vonast til þess að geta spilað með KR í stórleiknum gegn Val á mánudagskvöld. Það veltur á því hvenær hann fær niðurstöðu úr seinni skimun vegna kórónuveirufaraldursins. „Það vita allir að hverju er stefnt hjá KR og það er að vinna titla. Það gekk vel þegar ég var síðast hjá KR og núna tel ég ágætis forsendur til þess einnig. Rúnar [Kristinsson, þjálfari] er þarna líka og fullt af góðum leikmönnum, með mikla reynslu. Þetta verður langt mót og það hefur byrjað ágætlega – ekkert lið með fullt hús stiga – svo þetta verður bara spennandi. Ég er mjög spenntur að koma og hjálpa liðinu, og vonandi koma með fullt af mörkum,“ segir Kjartan. Óóó Kjartan Henry...Velkominn heim á Meistaravelli Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í Vesturbæinn eftir árabil í atvinnumennsku og verður hjá KR næstu 3 tímabilin #KHF9Áfram KR!#allirsemeinn pic.twitter.com/XHH2sBH12Z— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 12, 2021 Kjartan varð Íslandsmeistari með KR árin 2011 og 2013, og bikarmeistari í þrígang, áður en hann sneri aftur út í atvinnumennsku til Danmerkur árið 2014. „Ég er búinn að vera í mjög góðu standi og spila allar mínútur þar sem ég hef verið síðustu sex ár. En núna eru krakkarnir orðnir eldri og konan komin með góða vinnu heima, og svo vil ég líka bara koma heim. Ég vildi alltaf spila aftur með KR áður en ég hætti og gera það þegar ég hefði enn eitthvað fram að færa. Þess vegna er ég mjög spenntur þó að ég muni sakna Danmerkur því þar hef ég átt frábæran tíma,“ segir Kjartan. Gárungarnir hafa grínast með það síðustu ár að KR minni á elliheimilið Grund því þar séu margir burðarásanna komnir vel á fertugsaldur. Kjartan verður 35 ára í sumar og ef hann spilar út samningstímann, næstu þrjú tímabil, verður hann orðinn 38 ára í lok hans. „Ég er alla vega ekki kominn til að yngja liðið,“ segir Kjartan léttur. „Í nútímafótbolta er þetta ekkert eins og áður fyrr þegar menn voru bara ónýtir um þrítugt. Menn hugsa vel um sig og eru í góðum höndum, en auðvitað þarf maður líka að vera heppinn með meiðsli og gen. Ég á nóg inni en verð fyrstur til að ákveða að hætta ef ég sé að ég sé ekki með þetta lengur. Þó að samningurinn sé til þriggja ára þá tek ég bara eitt tímabil í einu og hugsa vel um mig,“ segir Kjartan. Eigandinn vildi að hann færi til vinar í Tyrklandi Kjartan lék með þremur liðum í Danmörku á leiktíðinni sem enn er ólokið. Hann fékk sig lausan frá Esbjerg, þar sem hann lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, eftir að ljóst varð að liðið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Áður lék hann í skamman tíma með Horsens, sem hann hafði leikið fyrir árin 2014-2018, en hann hóf tímabilið sem leikmaður Vejle. Kjartan var algjör lykilmaður í að koma Vejle upp í efstu deild Danmerkur í fyrra, skoraði þá 17 mörk og varð markahæstur í 1. deildinni, en skildi svo við félagið eftir að hafa verið skikkaður til að æfa með U19-liði þess og bannað að borða hádegismat með liðsfélögum sínum! „Þetta var ótrúlega skrýtið. Ég var markahæstur í deildinni og við vorum eina liðið sem komst upp úr deildinni þessa leiktíð. Síðan byrjaði maður að fá símtöl og SMS frá eigandanum, Moldóva sem á Vejle, um að hann ætti vin í Tyrklandi sem þyrfti að fá framherja. Hann bað mig um að fara þangað og sagði að ég væri ekki að fara að spila [fyrir Vejle]. Þetta var mjög skrýtið. Ég var þarna með mína fjölskyldu, tvö börn í skóla og leikskóla…“ segir Kjartan sem hafði ekki áhuga á að flytja allt í einu til Tyrklands. Hann var svo ekki í liði Vejle í fyrsta leik tímabilsins og fór í viðtal sem virtist draga dilk á eftir sér: „Ég er ekki í þessu til að eignast vini og sagði mína skoðun. Ég var tekinn í viðtal og sagði hvað mér fyndist, og eftir það var ég í raun rekinn úr liðinu. Ég sé ekki eftir neinu. Það er mjög leiðinlegt hvernig þetta fór allt saman og á endanum fór ég til Horsens. Ég spilaði svo við Vejle skömmu síðar og skoraði í 3-1 sigri. Það var ekki leiðinlegt,“ segir Kjartan. En hvað gerist ef að Rúnar setur hann á bekkinn hjá KR? „Þá segi ég það sem mér finnst. Ég held að það sé líka það sem hann vilji og hef ekki nokkrar áhyggjur af því,“ segir Kjartan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Kjartan vonast til þess að geta spilað með KR í stórleiknum gegn Val á mánudagskvöld. Það veltur á því hvenær hann fær niðurstöðu úr seinni skimun vegna kórónuveirufaraldursins. „Það vita allir að hverju er stefnt hjá KR og það er að vinna titla. Það gekk vel þegar ég var síðast hjá KR og núna tel ég ágætis forsendur til þess einnig. Rúnar [Kristinsson, þjálfari] er þarna líka og fullt af góðum leikmönnum, með mikla reynslu. Þetta verður langt mót og það hefur byrjað ágætlega – ekkert lið með fullt hús stiga – svo þetta verður bara spennandi. Ég er mjög spenntur að koma og hjálpa liðinu, og vonandi koma með fullt af mörkum,“ segir Kjartan. Óóó Kjartan Henry...Velkominn heim á Meistaravelli Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í Vesturbæinn eftir árabil í atvinnumennsku og verður hjá KR næstu 3 tímabilin #KHF9Áfram KR!#allirsemeinn pic.twitter.com/XHH2sBH12Z— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 12, 2021 Kjartan varð Íslandsmeistari með KR árin 2011 og 2013, og bikarmeistari í þrígang, áður en hann sneri aftur út í atvinnumennsku til Danmerkur árið 2014. „Ég er búinn að vera í mjög góðu standi og spila allar mínútur þar sem ég hef verið síðustu sex ár. En núna eru krakkarnir orðnir eldri og konan komin með góða vinnu heima, og svo vil ég líka bara koma heim. Ég vildi alltaf spila aftur með KR áður en ég hætti og gera það þegar ég hefði enn eitthvað fram að færa. Þess vegna er ég mjög spenntur þó að ég muni sakna Danmerkur því þar hef ég átt frábæran tíma,“ segir Kjartan. Gárungarnir hafa grínast með það síðustu ár að KR minni á elliheimilið Grund því þar séu margir burðarásanna komnir vel á fertugsaldur. Kjartan verður 35 ára í sumar og ef hann spilar út samningstímann, næstu þrjú tímabil, verður hann orðinn 38 ára í lok hans. „Ég er alla vega ekki kominn til að yngja liðið,“ segir Kjartan léttur. „Í nútímafótbolta er þetta ekkert eins og áður fyrr þegar menn voru bara ónýtir um þrítugt. Menn hugsa vel um sig og eru í góðum höndum, en auðvitað þarf maður líka að vera heppinn með meiðsli og gen. Ég á nóg inni en verð fyrstur til að ákveða að hætta ef ég sé að ég sé ekki með þetta lengur. Þó að samningurinn sé til þriggja ára þá tek ég bara eitt tímabil í einu og hugsa vel um mig,“ segir Kjartan. Eigandinn vildi að hann færi til vinar í Tyrklandi Kjartan lék með þremur liðum í Danmörku á leiktíðinni sem enn er ólokið. Hann fékk sig lausan frá Esbjerg, þar sem hann lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, eftir að ljóst varð að liðið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Áður lék hann í skamman tíma með Horsens, sem hann hafði leikið fyrir árin 2014-2018, en hann hóf tímabilið sem leikmaður Vejle. Kjartan var algjör lykilmaður í að koma Vejle upp í efstu deild Danmerkur í fyrra, skoraði þá 17 mörk og varð markahæstur í 1. deildinni, en skildi svo við félagið eftir að hafa verið skikkaður til að æfa með U19-liði þess og bannað að borða hádegismat með liðsfélögum sínum! „Þetta var ótrúlega skrýtið. Ég var markahæstur í deildinni og við vorum eina liðið sem komst upp úr deildinni þessa leiktíð. Síðan byrjaði maður að fá símtöl og SMS frá eigandanum, Moldóva sem á Vejle, um að hann ætti vin í Tyrklandi sem þyrfti að fá framherja. Hann bað mig um að fara þangað og sagði að ég væri ekki að fara að spila [fyrir Vejle]. Þetta var mjög skrýtið. Ég var þarna með mína fjölskyldu, tvö börn í skóla og leikskóla…“ segir Kjartan sem hafði ekki áhuga á að flytja allt í einu til Tyrklands. Hann var svo ekki í liði Vejle í fyrsta leik tímabilsins og fór í viðtal sem virtist draga dilk á eftir sér: „Ég er ekki í þessu til að eignast vini og sagði mína skoðun. Ég var tekinn í viðtal og sagði hvað mér fyndist, og eftir það var ég í raun rekinn úr liðinu. Ég sé ekki eftir neinu. Það er mjög leiðinlegt hvernig þetta fór allt saman og á endanum fór ég til Horsens. Ég spilaði svo við Vejle skömmu síðar og skoraði í 3-1 sigri. Það var ekki leiðinlegt,“ segir Kjartan. En hvað gerist ef að Rúnar setur hann á bekkinn hjá KR? „Þá segi ég það sem mér finnst. Ég held að það sé líka það sem hann vilji og hef ekki nokkrar áhyggjur af því,“ segir Kjartan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti