Íslendingar eiga heimtingu á einu verðmætasta frímerkta skjali heims Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 11:31 Biblíubréfið var upphaflega sent íslenskum sýslumanni árið 1874. Það var selt árið 1973 fyrir háa upphæð og hefur síðan gengið kaupum og sölum og þykir vera eitt verðmætasta frímerkta skjal í heimi. Þjóðskjalasafnið Biblíubréfið, eitt verðmætasta frímerkta skjal í heimi, er í raun í eigu íslenska ríkisins, að mati Þjóðskjalasafns Íslands. Eins og stendur er það þó í einkasafni sænska greifans og frímerkjasafnarans Douglas Storckenfeldt. Það var selt úr landi 1973. Þjóðskjalasafnið hefur bent menningar- og menntamálaráðherra á að samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn eigi skjalasöfn tilkall til þess að fá skjölin afhent. Þetta tilkall fellur ekki niður fyrir tómlæti og hefð, segir í lögunum. Könnuðu málið vegna heimildarmyndar Biblíubréfið var sent sýslumanni Árnessýslu árið 1874 er frá 1874 og var síðan varðveitt í safni hans. Á því eru einstök þjónustufrímerki, bæði í íslenskri og norrænni frímerkjasögu. Þjónustufrímerkin eru 23. Bréf landfógeta 30. september 1874.Þjóðskjalasafnið Mat Þjóðskjalasafnsins er að bréfið hafi verið fjarlægt úr safni hans og ratað síðan til einkaaðila. Nú sendir safnið frá sér sérstaka tilkynningu þar sem ráðherra er minntur á að bréfið sé eign íslenska ríkisins. Það geti krafist þess að fá það aftur. Í heimildarmyndinni Leyndarmálið sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 7. apríl sl. er fjallað um Biblíubréfið. Í kjölfar sýningar á myndinni athuguðu sérfræðingar Þjóðskjalasafns Íslands málið og telja nú víst að það komi úr safni sýslumanns. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur ekki brugðist við tilkynningu safnsins, en þessa dagana fer fram vinna í ráðuneyti hennar sem lýtur meðal annars að því að kanna hvort koma megi fleiri íslenskum miðaldahandritum til Íslands. Söfn Menning Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Eins og stendur er það þó í einkasafni sænska greifans og frímerkjasafnarans Douglas Storckenfeldt. Það var selt úr landi 1973. Þjóðskjalasafnið hefur bent menningar- og menntamálaráðherra á að samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn eigi skjalasöfn tilkall til þess að fá skjölin afhent. Þetta tilkall fellur ekki niður fyrir tómlæti og hefð, segir í lögunum. Könnuðu málið vegna heimildarmyndar Biblíubréfið var sent sýslumanni Árnessýslu árið 1874 er frá 1874 og var síðan varðveitt í safni hans. Á því eru einstök þjónustufrímerki, bæði í íslenskri og norrænni frímerkjasögu. Þjónustufrímerkin eru 23. Bréf landfógeta 30. september 1874.Þjóðskjalasafnið Mat Þjóðskjalasafnsins er að bréfið hafi verið fjarlægt úr safni hans og ratað síðan til einkaaðila. Nú sendir safnið frá sér sérstaka tilkynningu þar sem ráðherra er minntur á að bréfið sé eign íslenska ríkisins. Það geti krafist þess að fá það aftur. Í heimildarmyndinni Leyndarmálið sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 7. apríl sl. er fjallað um Biblíubréfið. Í kjölfar sýningar á myndinni athuguðu sérfræðingar Þjóðskjalasafns Íslands málið og telja nú víst að það komi úr safni sýslumanns. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur ekki brugðist við tilkynningu safnsins, en þessa dagana fer fram vinna í ráðuneyti hennar sem lýtur meðal annars að því að kanna hvort koma megi fleiri íslenskum miðaldahandritum til Íslands.
Söfn Menning Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira