Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2021 07:53 Að minnsta kosti fjörutíu hafa fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Kveikt hefur verið í bílum í borginni Lod. AP Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. Vígamenn Palestínumanna hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael frá Gasa og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum sprengjuárásum á svæðið. BBC segir frá því að fjörutíu hið minnsta hafi fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Á annað þúsund eldflauga Talsmenn Ísraelshers segja herinn nú beina sjónum sínum að palestínskum vígamönnum á Gasa vegna eldflaugaárása þeirra á Jerúsalem og fleiri staði síðustu daga. Á annað þúsund eldflauga hefur verið skotið á Ísrael síðan á mánudagskvöld þegar aukin harka færðist í átökin. Palestínskir vígamenn segja að þeir hafi skotið á borgina Tel Aviv eftir að tvær íbúablokkir á Gasa, þar af ein þrettán hæða, eyðilögðust í loftárás Ísraelshers í gær. Greint var frá því í gær að íbúar í al-Jawhara turninum hafi verið varaðir við að yfirgefa heimili sín áður en loftárásin var gerð, en talsmenn palestrínskra yfirvalda segja að einhverjir hafi þrátt fyrir það látist í árásinni. Palestínumenn segjast hafa svarað árásunum með því að skjóta tvö hundruð eldflaugum á Tel Avív og Beersheba. Mikil spenna á svæðinu síðustu vikur Átökin nú blossa upp eftir að vaxandi spennu síðustu vikna. Til átaka kom milli ísraelskra lögreglumanna og palesstínskra mótmælenda á helgum stað bæði múslima og gyðinga í Jerúsalem um helgina. Stop the fire immediately. We re escalating towards a full scale war. Leaders on all sides have to take the responsibility of deescalation. The cost of war in Gaza is devastating & is being paid by ordinary people. UN is working w/ all sides to restore calm. Stop the violence now— Tor Wennesland (@TWennesland) May 11, 2021 Tor Wennesland, friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt deiluaðila til að leggja niður vopn og að sem standi stefni í allsherjarstríð milli Ísraela og Palestínumanna. Að minnsta kosti 35 Palestínumenn, þar af tíu börn, og fimm Ísraelsmenn hafa látist í átökum síðustu daga, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á svæðinu. Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Vígamenn Palestínumanna hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael frá Gasa og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum sprengjuárásum á svæðið. BBC segir frá því að fjörutíu hið minnsta hafi fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Á annað þúsund eldflauga Talsmenn Ísraelshers segja herinn nú beina sjónum sínum að palestínskum vígamönnum á Gasa vegna eldflaugaárása þeirra á Jerúsalem og fleiri staði síðustu daga. Á annað þúsund eldflauga hefur verið skotið á Ísrael síðan á mánudagskvöld þegar aukin harka færðist í átökin. Palestínskir vígamenn segja að þeir hafi skotið á borgina Tel Aviv eftir að tvær íbúablokkir á Gasa, þar af ein þrettán hæða, eyðilögðust í loftárás Ísraelshers í gær. Greint var frá því í gær að íbúar í al-Jawhara turninum hafi verið varaðir við að yfirgefa heimili sín áður en loftárásin var gerð, en talsmenn palestrínskra yfirvalda segja að einhverjir hafi þrátt fyrir það látist í árásinni. Palestínumenn segjast hafa svarað árásunum með því að skjóta tvö hundruð eldflaugum á Tel Avív og Beersheba. Mikil spenna á svæðinu síðustu vikur Átökin nú blossa upp eftir að vaxandi spennu síðustu vikna. Til átaka kom milli ísraelskra lögreglumanna og palesstínskra mótmælenda á helgum stað bæði múslima og gyðinga í Jerúsalem um helgina. Stop the fire immediately. We re escalating towards a full scale war. Leaders on all sides have to take the responsibility of deescalation. The cost of war in Gaza is devastating & is being paid by ordinary people. UN is working w/ all sides to restore calm. Stop the violence now— Tor Wennesland (@TWennesland) May 11, 2021 Tor Wennesland, friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt deiluaðila til að leggja niður vopn og að sem standi stefni í allsherjarstríð milli Ísraela og Palestínumanna. Að minnsta kosti 35 Palestínumenn, þar af tíu börn, og fimm Ísraelsmenn hafa látist í átökum síðustu daga, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á svæðinu.
Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01
Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20