Efnahagspakki vegna faraldursins samþykktur á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 16:31 Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. vísir/Egill Frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem fela í sér ýmsar efnahagsaðgerðir vegna faraldursins voru samþykkt á Alþingi í dag. Málin voru drifin í gegnum aðra og þriðju umræðu á Alþingi og þingfundi slitið þess á milli áður en atkvæðagreiðslur fóru fram. Frumvörpin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagstjóni fólks og fyrirtækja vegna kórónuveirunnar. Þar er kveðið á um framlengingu gildistíma lokunarstyrkja til 30. september en styrkjakerfið hefði að óbreyttu fallið úr gildi 30. júní. Hámarksfjárhæðir styrkjanna eru jafnframt hækkaðar úr 120 milljónum króna í 260 milljónir. Viðspyrnustyrkir taka einnig breytingum og ná til fleiri fyrirtækja. Áður þurftu fyrirtæki að sýna fram á 60% tekjufall en í nýjum lögum er nýtt þrep vegna tekjufalls á bilinu 40 til 60%. Í pakkanum er einnig barnabótaauki er nemur þrjátíu þúsund krónum og verður greiddur með hverju barni í lok maí til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Þá var heimild fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds framlengd. Að lokum tekur heimild til úttektar á séreignarsparnaði gildi að nýju og úrræðið gildir nú út árið 2021. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á Alþingi í dag að nefndin væri einhuga um að gerð verði úttekt á árangri efnahagsaðgerðanna sem gripið hefur verið til vegna faraldursins þegar fram líða stundir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/Einar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, setti fyrirvara við álit efnhags- og viðskiptanefndar um málin er þau voru afgreidd úr nefnd og gerði grein fyrir því við umfjöllun um málið í dag. Hún sagði nauðsynlegt að kanna ávinning úrræðanna. „Það er gríðarlega mikilvægt þegar við erum að framlengja þessi úrræði, sem eru neyðarúrræði, að við greinum það nákvæmlega hvaða hópar það eru sem þessi úrræði gagnast mest,“ sagði Rósa og tók ferðagjöfina sem dæmi og vísaði til þess að hún hafi gagnast stórfyrirtækjum sérstaklega. „Það hefði verið upplagt að greina það við framlengingu á því úrræði og hugsanlega taka líka upplýsta ákvörðun um að binda það einhverjum stuðningi svo að þetta mundi gagnast þeim sem mest þurfa á að halda,“ sagði Rósa. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Málin voru drifin í gegnum aðra og þriðju umræðu á Alþingi og þingfundi slitið þess á milli áður en atkvæðagreiðslur fóru fram. Frumvörpin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagstjóni fólks og fyrirtækja vegna kórónuveirunnar. Þar er kveðið á um framlengingu gildistíma lokunarstyrkja til 30. september en styrkjakerfið hefði að óbreyttu fallið úr gildi 30. júní. Hámarksfjárhæðir styrkjanna eru jafnframt hækkaðar úr 120 milljónum króna í 260 milljónir. Viðspyrnustyrkir taka einnig breytingum og ná til fleiri fyrirtækja. Áður þurftu fyrirtæki að sýna fram á 60% tekjufall en í nýjum lögum er nýtt þrep vegna tekjufalls á bilinu 40 til 60%. Í pakkanum er einnig barnabótaauki er nemur þrjátíu þúsund krónum og verður greiddur með hverju barni í lok maí til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Þá var heimild fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds framlengd. Að lokum tekur heimild til úttektar á séreignarsparnaði gildi að nýju og úrræðið gildir nú út árið 2021. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á Alþingi í dag að nefndin væri einhuga um að gerð verði úttekt á árangri efnahagsaðgerðanna sem gripið hefur verið til vegna faraldursins þegar fram líða stundir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/Einar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, setti fyrirvara við álit efnhags- og viðskiptanefndar um málin er þau voru afgreidd úr nefnd og gerði grein fyrir því við umfjöllun um málið í dag. Hún sagði nauðsynlegt að kanna ávinning úrræðanna. „Það er gríðarlega mikilvægt þegar við erum að framlengja þessi úrræði, sem eru neyðarúrræði, að við greinum það nákvæmlega hvaða hópar það eru sem þessi úrræði gagnast mest,“ sagði Rósa og tók ferðagjöfina sem dæmi og vísaði til þess að hún hafi gagnast stórfyrirtækjum sérstaklega. „Það hefði verið upplagt að greina það við framlengingu á því úrræði og hugsanlega taka líka upplýsta ákvörðun um að binda það einhverjum stuðningi svo að þetta mundi gagnast þeim sem mest þurfa á að halda,“ sagði Rósa.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira