Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2021 13:15 Þorsteinn V. Einarsson heldur úti verkefninu Karlmennskan á samfélagsmiðlum. Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. Samkvæmt tölum úr árskýrslum Stígamóta síðustu ár eru langflestir þeirra sem beita kynferðisofbeldi karlmenn, eða rúm níutíu prósent. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum eftir að nýjasta bylgja MeToo hófst hér á landi að karlmenn lýsi yfir vilja til betrun - og gangist jafnvel við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og aðgerðasinni sem heldur úti verkefni á samfélagsmiðlum undir merkjum Karlmennskunnar, segir að allnokkrir karlmenn hafi sett sig í samband við hann í eftir að MeToo-bylgjan hófst. „Ýmist deilt sögunni sinni, hvernig þeir hafa beitt ofbeldi og einhvern veginn kannski reynt að varpa frá sér sektarkenndinni eða skömminni sem þeir eru að bera, vilja rjúfa þögnina um ofbeldið sem þeir hafa beitt.“ Finnur fyrir miklum vilja Þorsteinn varar þó gerendur við því að stíga fram án samráðs við þolendur sína. „En á sama tíma er ótrúlega mikilvægt að við horfumst í augu við gjörðir okkar eða horfumst í augu við það hvernig við höfum sleppt því að skipta okkur af aðstæðum sem eru skaðlegar eða næra einhvers konar ofbeldi, mismunun eða áreitni.“ Þá kveðst Þorsteinn aldrei hafa fundið fyrir jafnmiklum vilja karlmanna til að horfast í augu við ofbeldi sem þeir hafa beitt. „Ég finn það að menn vilja núna vakna, vilja gera eitthvað gagn og láta til sín taka. Ég hef líka fengið skilaboð frá mönnum sem spyrja: „Hvernig get ég talað við vin minn um ofbeldi? Ég hef heyrt að hann hafi beitt ofbeldi, mig grunar að hann hafi beitt ofbeldi, hvernig á ég að tala við hann um þetta?“ Og mér finnst það dásamlegt, ég held að það sé einmitt það sem við eigum að gera, að tala við vini okkar um ofbeldið og tala um viðhorfin okkar og fortíðina okkar.“ MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Samkvæmt tölum úr árskýrslum Stígamóta síðustu ár eru langflestir þeirra sem beita kynferðisofbeldi karlmenn, eða rúm níutíu prósent. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum eftir að nýjasta bylgja MeToo hófst hér á landi að karlmenn lýsi yfir vilja til betrun - og gangist jafnvel við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og aðgerðasinni sem heldur úti verkefni á samfélagsmiðlum undir merkjum Karlmennskunnar, segir að allnokkrir karlmenn hafi sett sig í samband við hann í eftir að MeToo-bylgjan hófst. „Ýmist deilt sögunni sinni, hvernig þeir hafa beitt ofbeldi og einhvern veginn kannski reynt að varpa frá sér sektarkenndinni eða skömminni sem þeir eru að bera, vilja rjúfa þögnina um ofbeldið sem þeir hafa beitt.“ Finnur fyrir miklum vilja Þorsteinn varar þó gerendur við því að stíga fram án samráðs við þolendur sína. „En á sama tíma er ótrúlega mikilvægt að við horfumst í augu við gjörðir okkar eða horfumst í augu við það hvernig við höfum sleppt því að skipta okkur af aðstæðum sem eru skaðlegar eða næra einhvers konar ofbeldi, mismunun eða áreitni.“ Þá kveðst Þorsteinn aldrei hafa fundið fyrir jafnmiklum vilja karlmanna til að horfast í augu við ofbeldi sem þeir hafa beitt. „Ég finn það að menn vilja núna vakna, vilja gera eitthvað gagn og láta til sín taka. Ég hef líka fengið skilaboð frá mönnum sem spyrja: „Hvernig get ég talað við vin minn um ofbeldi? Ég hef heyrt að hann hafi beitt ofbeldi, mig grunar að hann hafi beitt ofbeldi, hvernig á ég að tala við hann um þetta?“ Og mér finnst það dásamlegt, ég held að það sé einmitt það sem við eigum að gera, að tala við vini okkar um ofbeldið og tala um viðhorfin okkar og fortíðina okkar.“
MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20
„Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32
„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48