Eftir fyrstu æfinguna í gær tóku veðbankar við sér og er núna laginu spáð 4. sætinu í keppninni.
Eftir æfinguna í gær svaraði íslenski hópurinn spurningum erlendra blaðamanna. Þar kom meðal annars í ljós að íslenski hópurinn mun standa kyrr og þögull síðustu fimmtán sekúndur lagsins. Ástæðan fyrir því er að lagið er aðeins 2:45 mínútur en ekki þrjár mínútur eins og hjá flestum.
🇮🇸 The decision to include a 15 second long pause whilst posing at the end of their performance was made because 10 Years is 2 minutes and 45 seconds long but Daði og Gagnamagnið wanted to be on stage for a full 3 minutes! #Eurovision
— Eurovoix Note (@EurovoixNote) May 10, 2021
Hér má sjá brot frá æfingunni í Ahoy-höllinni í gær.