Viðar Örn: Eins og íslenskt rallý á móti Formúlu 1 Gunnar Gunnarsson skrifar 10. maí 2021 22:35 Viðar var svekktur maður í kvöld. vísir/vilhelm Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir það mikil vonbrigði að liðinu hafi ekki tekist að halda sæti sínu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Liðið féll í kvöld eftir 62-74 tap í lokaumferðinni gegn Keflavík. „Líðan er slæm. Maður er eins og tóm blaðra,“ voru fyrstu orð Viðars eftir leikinn. „Við gerðum hlutina almennt ágætlega en skotin fóru ekki niður, við vorum með 17% þriggja stiga nýtingu. Til að vinna besta lið landsins hefðum við þurft að hitta á hörkuleik. Þeir voru betri og lölluðu í gegnum þetta.“ Deildin orðin ógnarsterk Þetta er í fjórða sinn sem Höttur spilar í úrvalsdeildinni. Árið 2005 var Viðar leikmaður en þjálfari 2015 og 2017. Í öll skiptin hefur liðið fallið strax niður aftur, en aldrei náð nærri eins mörgum stigum og nú, 14 eða verið jafn nærri að halda sér uppi. Í flestum árum hefði þessi stigafjöldi dugað til að haldast uppi. „Það er allt á fullu í kollinum á manni núna. Ég er mjög, mjög svekktur og vonsvikinn. Ég hef fengið það traust að setja saman þetta lið eins og ég vildi það til að búa til gott lið. Það er því mín ábyrgð að það hafi ekki haldið sér í deildinni en ég tek því. Ef liðið hefði haldið sér uppi hefði ég fengið klapp á bakið og því tek ég skellinn núna. Deildin í vetur hefur verið allt öðruvísi en þau ár sem ég hef áður verið í henni, ógnarsterk. Þetta er orðið eins og íslenskt rallý í samkeppni við Formúlu 1. Við töldum okkur með sterkt lið en það vantaði töluvert upp á. Ég er þó ánægður með að ég sem þjálfari, við sem einstaklingar og félagið í heild höfum þroskast við mótlæti í vetur. Við erum orðin betri en ekki nógu góð. Ef mín bíður ekki uppsagnarbréf í fyrramálið þá finnum við saman leið. Við þurfum að bæta deildina áfram og efla yngri flokkana. Við förum í fyrstu deildina til að vinna hana og fara beint upp. Okkar yfirmarkmið er að vera með gott úrvalsdeildarlið og styðja við öflugt körfuknattleiksstarf á Austurlandi. Ég sagði við fólk í dag að hvernig sem færi í kvöld væri þetta ekki spurning um að fara að grenja. Þótt ég hafi heitið því að sýna ekki tilfinningar eru þær við að brjótast út. En þótt ég sé drullusvekktur þýðir ekki að leggjast niður.“ Viðar kvaðst ekki geta svarað neinu um framtíð leikmanna Hattar. „Það hefur enginn pælt í því. Það hefur verið spilað stíf og leikirnir verið stórir upp á síðkastið. Allir hafa gert sitt besta til að Höttur geti verið í úrvalsdeild. Vonandi höldum við mörgum því það verður áfram körfubolti á Egilsstöðum.“ Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
„Líðan er slæm. Maður er eins og tóm blaðra,“ voru fyrstu orð Viðars eftir leikinn. „Við gerðum hlutina almennt ágætlega en skotin fóru ekki niður, við vorum með 17% þriggja stiga nýtingu. Til að vinna besta lið landsins hefðum við þurft að hitta á hörkuleik. Þeir voru betri og lölluðu í gegnum þetta.“ Deildin orðin ógnarsterk Þetta er í fjórða sinn sem Höttur spilar í úrvalsdeildinni. Árið 2005 var Viðar leikmaður en þjálfari 2015 og 2017. Í öll skiptin hefur liðið fallið strax niður aftur, en aldrei náð nærri eins mörgum stigum og nú, 14 eða verið jafn nærri að halda sér uppi. Í flestum árum hefði þessi stigafjöldi dugað til að haldast uppi. „Það er allt á fullu í kollinum á manni núna. Ég er mjög, mjög svekktur og vonsvikinn. Ég hef fengið það traust að setja saman þetta lið eins og ég vildi það til að búa til gott lið. Það er því mín ábyrgð að það hafi ekki haldið sér í deildinni en ég tek því. Ef liðið hefði haldið sér uppi hefði ég fengið klapp á bakið og því tek ég skellinn núna. Deildin í vetur hefur verið allt öðruvísi en þau ár sem ég hef áður verið í henni, ógnarsterk. Þetta er orðið eins og íslenskt rallý í samkeppni við Formúlu 1. Við töldum okkur með sterkt lið en það vantaði töluvert upp á. Ég er þó ánægður með að ég sem þjálfari, við sem einstaklingar og félagið í heild höfum þroskast við mótlæti í vetur. Við erum orðin betri en ekki nógu góð. Ef mín bíður ekki uppsagnarbréf í fyrramálið þá finnum við saman leið. Við þurfum að bæta deildina áfram og efla yngri flokkana. Við förum í fyrstu deildina til að vinna hana og fara beint upp. Okkar yfirmarkmið er að vera með gott úrvalsdeildarlið og styðja við öflugt körfuknattleiksstarf á Austurlandi. Ég sagði við fólk í dag að hvernig sem færi í kvöld væri þetta ekki spurning um að fara að grenja. Þótt ég hafi heitið því að sýna ekki tilfinningar eru þær við að brjótast út. En þótt ég sé drullusvekktur þýðir ekki að leggjast niður.“ Viðar kvaðst ekki geta svarað neinu um framtíð leikmanna Hattar. „Það hefur enginn pælt í því. Það hefur verið spilað stíf og leikirnir verið stórir upp á síðkastið. Allir hafa gert sitt besta til að Höttur geti verið í úrvalsdeild. Vonandi höldum við mörgum því það verður áfram körfubolti á Egilsstöðum.“
Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55