Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2021 21:32 Gígurinn þeytir glóandi gjallinu hátt til himins. Myndin var tekin í gær, 9. maí. KMU Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. Blámóðan í Geldingadölum í gær. Hún stafaði að mestu frá gróðureldum en ekki gosstróknum úr gígnum.KMU Það fór ekki framhjá ferðamönnum á gosstöðvunum í gær að vesturhlíðar Geldingadala voru allar brennandi. Þar loguðu gróðureldar og lagði í raun meiri blámóðu af þeim heldur en frá gosinu sjálfu, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Jú, það er lokað í dag. Það eru svo miklir gróðureldar núna og þann reyk leggur yfir göngustígana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Sigurjón Ólason Athygli vekur hvað gróðureldarnir kvikna langt frá gígnum en eftir að eldstöðin breytti um ham með hærri gósstrókum tók logandi gjall að berast lengra frá henni og voru ferðamenn að fá yfir sig gjóskuflyksur á gönguleið í yfir kílómetra fjarlægð. „Þær eru að berast svolítið langt með vindi og töluverður hiti í þeim þegar þær lenda þannig að þær eru að brenna þarna svæði,“ segir Rögnvaldur. Nýi stígurinn liggur í þægilegum gönguhalla um brekkuna. Áður fengu margir byltu við að klöngrast niður skriðuna vinstra megin.KMU En það er ekki jarðeldurinn heldur erfiðar göngubrekkur sem hafa verið að valda slysum. „Tvö og þrjú ökklabrot á dag, - eða mjög slæm slys, þannig séð. Þá er þetta bara slysavarnamál að koma þessu í lag,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu, en hann hefur unnið að endurbótum á gossvæðinu. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason Fyrir helgi var aðalgönguleiðin bætt með því að skera nýjan stíg í neðstu brekkuna með þægilegum gönguhalla. „Það var bara mikill munur strax um helgina hvað þetta rúllaði allt miklu léttara þarna.“ Haldið var áfram strax í dag að skera fláa í næstu brekku fyrir ofan sem liggur um gil. „Og bara um miðja vikuna verður komið álíka spor upp á fjallsbrúnina.“ Gönguleiðir ofar verða grjóthreinsaðar.KMU Síðan verður haldið áfram að lagfæra gönguleiðina. „Bara svona grjóthreinsað og unnið með það efni sem er á staðnum þar í svona aðalatriðum.“ Þá er verið að undirbúa ný bílastæði í Nátthagakrika neðan fyrstu brekkunnar. Nýtt bílastæði verður lagt á sléttlendinu í Nátthagakrika, þar sem gönguleiðir A og B skiljast að. Göngustígnum þangað frá Suðurstrandarvegi verður breytt í bílveg.Egill Aðalsteinsson „Þar með í raun styttist gangan um svona 1,2 til 1,3 kílómetra hvora leið, miðað við í raun núverandi staðsetningu sunnan við Suðurstrandarveg." Varúðarskiltum hefur verið komið fyrir á besta útsýnisstaðnum sem varar ferðamenn við að fara út fyrir skilgreint hættusvæði.KMU „Það er mjög mikið af fólki þarna sem er í raun tiltölulega óvant göngufólk, sem er að koma þarna. Svo þegar líður inn í sumarið og við förum að fá túristana þá eykst það bara ennþá meir,“ segir Jón Haukur Steingrímsson hjá Eflu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Þríbrotin en þakklát fyrir nafnlausan hjúkrunarfræðing Klaudia Katarzyna varð fyrir því óláni að detta og þrífótbrotna á leið niður frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga á laugardag. Hún er þakklát viðbrögðum fólks sem átti leið hjá þar sem hún lá brotin, og er ókunnug ung kona sem aðstoðaði Klaudiu henni ofarlega í huga. 10. maí 2021 18:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Blámóðan í Geldingadölum í gær. Hún stafaði að mestu frá gróðureldum en ekki gosstróknum úr gígnum.KMU Það fór ekki framhjá ferðamönnum á gosstöðvunum í gær að vesturhlíðar Geldingadala voru allar brennandi. Þar loguðu gróðureldar og lagði í raun meiri blámóðu af þeim heldur en frá gosinu sjálfu, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Jú, það er lokað í dag. Það eru svo miklir gróðureldar núna og þann reyk leggur yfir göngustígana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Sigurjón Ólason Athygli vekur hvað gróðureldarnir kvikna langt frá gígnum en eftir að eldstöðin breytti um ham með hærri gósstrókum tók logandi gjall að berast lengra frá henni og voru ferðamenn að fá yfir sig gjóskuflyksur á gönguleið í yfir kílómetra fjarlægð. „Þær eru að berast svolítið langt með vindi og töluverður hiti í þeim þegar þær lenda þannig að þær eru að brenna þarna svæði,“ segir Rögnvaldur. Nýi stígurinn liggur í þægilegum gönguhalla um brekkuna. Áður fengu margir byltu við að klöngrast niður skriðuna vinstra megin.KMU En það er ekki jarðeldurinn heldur erfiðar göngubrekkur sem hafa verið að valda slysum. „Tvö og þrjú ökklabrot á dag, - eða mjög slæm slys, þannig séð. Þá er þetta bara slysavarnamál að koma þessu í lag,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu, en hann hefur unnið að endurbótum á gossvæðinu. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason Fyrir helgi var aðalgönguleiðin bætt með því að skera nýjan stíg í neðstu brekkuna með þægilegum gönguhalla. „Það var bara mikill munur strax um helgina hvað þetta rúllaði allt miklu léttara þarna.“ Haldið var áfram strax í dag að skera fláa í næstu brekku fyrir ofan sem liggur um gil. „Og bara um miðja vikuna verður komið álíka spor upp á fjallsbrúnina.“ Gönguleiðir ofar verða grjóthreinsaðar.KMU Síðan verður haldið áfram að lagfæra gönguleiðina. „Bara svona grjóthreinsað og unnið með það efni sem er á staðnum þar í svona aðalatriðum.“ Þá er verið að undirbúa ný bílastæði í Nátthagakrika neðan fyrstu brekkunnar. Nýtt bílastæði verður lagt á sléttlendinu í Nátthagakrika, þar sem gönguleiðir A og B skiljast að. Göngustígnum þangað frá Suðurstrandarvegi verður breytt í bílveg.Egill Aðalsteinsson „Þar með í raun styttist gangan um svona 1,2 til 1,3 kílómetra hvora leið, miðað við í raun núverandi staðsetningu sunnan við Suðurstrandarveg." Varúðarskiltum hefur verið komið fyrir á besta útsýnisstaðnum sem varar ferðamenn við að fara út fyrir skilgreint hættusvæði.KMU „Það er mjög mikið af fólki þarna sem er í raun tiltölulega óvant göngufólk, sem er að koma þarna. Svo þegar líður inn í sumarið og við förum að fá túristana þá eykst það bara ennþá meir,“ segir Jón Haukur Steingrímsson hjá Eflu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Þríbrotin en þakklát fyrir nafnlausan hjúkrunarfræðing Klaudia Katarzyna varð fyrir því óláni að detta og þrífótbrotna á leið niður frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga á laugardag. Hún er þakklát viðbrögðum fólks sem átti leið hjá þar sem hún lá brotin, og er ókunnug ung kona sem aðstoðaði Klaudiu henni ofarlega í huga. 10. maí 2021 18:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Þríbrotin en þakklát fyrir nafnlausan hjúkrunarfræðing Klaudia Katarzyna varð fyrir því óláni að detta og þrífótbrotna á leið niður frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga á laugardag. Hún er þakklát viðbrögðum fólks sem átti leið hjá þar sem hún lá brotin, og er ókunnug ung kona sem aðstoðaði Klaudiu henni ofarlega í huga. 10. maí 2021 18:04
Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41
Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04
Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05
Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41