Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2021 16:07 Eldflaugum skotið frá Gasa í dag. AP/Khalil Hamra Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. Loftvarnarsírenur hafa hljómað víða um Suður-Ísrael. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli. Her Ísraels segir þó að einn maður hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir að eldflaug var skotið að bíl sem hann var í nærri landamærum Gasa. Þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi gert loftárásir á Gasa í kjölfar eldflaugaárásanna. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir níu hafa fallið í þeim. Þar á meðal þrjú börn. Her Ísraels segir þau ekki hafa fallið í loftárás heldur vegna eldflaugar sem skotið var frá Gasa og fór af leið. Hamas-liðar skutu upprunalega sjö eldflaugum að Jerúsalem. Ein þeirra var skotin niður og hinar munu ekki hafa valdið skaða. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Hamas að árásirnar væru svar við aðgerðum Ísraels í Jerúsalem og hótaði hann frekari aðgerðum ef Ísraelar geri aftur atlögu að al-Aqsa moskunni eða flytji fjölskyldur Palestínumanna frá austurhluta Jerúsalem, eins og til stendur. Video of the Iron Dome interceptions over Sderot a short while ago pic.twitter.com/1jxcvNghtS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) May 10, 2021 Mikil spenna hefur verið í borginni undanfarna daga, sem rekja má til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Times of Israel segir að íbúum í bæ í suðurhluta landsins hafi verið sagt að fara heim og læsa hurðum sínum, vegna fregna um að hryðjuverkamenn hafi laumað sér yfir landamæri Ísraels og Gasa. Sú viðvörun var þó dregin til baka. AP segir spennuna gífurlega mikla í dag og að mögulega skelli á nýtt stríð milli Ísraels og Hamas. Her Ísraels hefur sent aukið herlið að landamærum Ísraels og Gasa. Talsmaður hersins sagði á fimmta tímanum í dag að herinn myndi bregðast við og innrás væri jafnvel á borðinu. Ísrael Palestína Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira
Loftvarnarsírenur hafa hljómað víða um Suður-Ísrael. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli. Her Ísraels segir þó að einn maður hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir að eldflaug var skotið að bíl sem hann var í nærri landamærum Gasa. Þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi gert loftárásir á Gasa í kjölfar eldflaugaárásanna. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir níu hafa fallið í þeim. Þar á meðal þrjú börn. Her Ísraels segir þau ekki hafa fallið í loftárás heldur vegna eldflaugar sem skotið var frá Gasa og fór af leið. Hamas-liðar skutu upprunalega sjö eldflaugum að Jerúsalem. Ein þeirra var skotin niður og hinar munu ekki hafa valdið skaða. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Hamas að árásirnar væru svar við aðgerðum Ísraels í Jerúsalem og hótaði hann frekari aðgerðum ef Ísraelar geri aftur atlögu að al-Aqsa moskunni eða flytji fjölskyldur Palestínumanna frá austurhluta Jerúsalem, eins og til stendur. Video of the Iron Dome interceptions over Sderot a short while ago pic.twitter.com/1jxcvNghtS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) May 10, 2021 Mikil spenna hefur verið í borginni undanfarna daga, sem rekja má til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Times of Israel segir að íbúum í bæ í suðurhluta landsins hafi verið sagt að fara heim og læsa hurðum sínum, vegna fregna um að hryðjuverkamenn hafi laumað sér yfir landamæri Ísraels og Gasa. Sú viðvörun var þó dregin til baka. AP segir spennuna gífurlega mikla í dag og að mögulega skelli á nýtt stríð milli Ísraels og Hamas. Her Ísraels hefur sent aukið herlið að landamærum Ísraels og Gasa. Talsmaður hersins sagði á fimmta tímanum í dag að herinn myndi bregðast við og innrás væri jafnvel á borðinu.
Ísrael Palestína Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira